Fótbolti

Sonur Rooney vill fá Vardy-treyju

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vardy í tíunni í gær. Treyjunni hans Rooney síðustu ár.
Vardy í tíunni í gær. Treyjunni hans Rooney síðustu ár. vísir/getty
Wayne Rooney tekur því alls ekki sem sjálfsögðum hlut að vera í byrjunarliði enska landsliðsins.

Hann hefur þurft að fylgjast með síðustu landsleikjum úr stúkunni vegna meiðsla. Í tveimur síðustu leikjum hefur hann séð Jamie Vardy skora og margir vilja sjá hann í liðinu frekar en Rooney.

„Það er gaman að því að það sé barátta um sætin í liðinu og það er bara spennandi. Ég vil fyrst og fremst að England gangi vel og vinn stórmót,“ sagði Rooney.

„Það er þjálfarinn sem velur liðið en auðvitað vil ég vera í liðinu. Ég vil hjálpa þessu liði að ná árangri. Ég hef sagt allan minn feril að ég taki því aldrei sem sjálfsögðum hlut að vera í liðinu.“

Vardy er orðinn hetja fólksins í Englandi enda uppgangur hans með hreinum ólíkindum. Hann er líka orðinn hetja hjá einum syni Rooney.

„Strákurinn bað mig um landsliðstreyju með Vardy á bakinu. Hann hefur haft ótrúleg áhrif á enska knattspyrnu og vonandi heldur hann því áfram.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×