Heltekinn Conor hlustaði hvorki á þjálfarann sinn né yfirmenn UFC Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2016 09:00 Eins og kom fram í morgun er UFC búið að staðfesta að aðalbardagi UFC 200-bardagakvöldsins 9. júlí, sem verður eitt það stærsta í sögu sambandsins, verður önnur viðureign Conors McGregors og Nate Diaz. Þeir börðust í veltivigt í byrjun mars þegar þurfti að aflýsa bardaga Conors og Brasilíumannsins Rafaels dos Anjos um heimsmeistaratitilinn í léttvigt vegna meiðsla Dos Anjos. Að fara upp um tvo þyngdarflokka reyndist Conor um megn því eftir fína byrjun barði Nate Diaz Írann sundur og saman og gekk svo frá honum með hengingartaki í annarri lotu. Sama kvöld munu Jose Aldo og Frankie Edgar berjast um bráðabirgða heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt og sigurvegarinn í þeim bardaga mætir svo Conor.Annar bardagi Conors og Diaz var ekki það sem yfirmenn UFC vildu sem aðalbardaga UFC 200 og það vildi ekki einu sinni þjálfari Conors, John Kavanagh, sem einnig þjálfar Gunnar Nelson. Það var bara ekki hægt að rökræða við Írann. „Eftir síðasta bardaga heimsótti ég og Lorenzo Fertitta [Einn eiganda UFC] Conor hann í húsinu sem hann leigir hér í Vegas og spurðum: Hvað er næst?“ sagði Dana White, forseti UFC, í viðtali við ESPN í gærkvöldi. „Conor var heltekinn og þá meina ég heltekinn að berjast við Nate Diaz aftur. Við Lorenzo reyndum þá að rökræða við hann og fá Conor til að verja beltið sitt í fjaðurvigtinni eða, ef hann vildi endilega berjast við Diaz aftur, þá gera það í léttvigt.“ „En Conor vill berjast í veltivigt. Meira að segja þjálfari hans, Kavanagh, reyndi að tala hann af þessum 170 punda bardaga en þetta er það sem Conor vill og þá fær hann það,“ sagði Dana White. MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz Hefur ekki áhyggjur af því að Conor McGregor muni tapa öðru sinni fyrir Nate Diaz. 26. mars 2016 09:00 Conor seldi sál sína Þungavigtarmeistarinn Fabricio Werdum útskýrir af hverju hann kallaði Conor McGregor hóru. 29. mars 2016 23:15 Sjáðu þjálfara Diaz stýra honum til sigurs: „Þú ert tilbúinn til að deyja en ekki hann“ Vísir er búinn að klippa saman hljóðið úr horninu hjá Nate Diaz yfir bardagann hjá honum gegn Conor McGregor. 10. mars 2016 10:45 Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors UFC 200 í júlí verður risastórt fyrir írska Íslandsvininn Conor McGregor. 31. mars 2016 08:00 Diaz fékk sérhannaða hasspípu | Mynd UFC-kappinn Nate Diaz, sem stöðvaði sigurgöngu Conor McGregor, hefur aldrei farið sérstaklega leynt með kannabisnotkun sína. 21. mars 2016 08:45 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag í gjaldþrot Messi slapp við refsingu fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Fyrsti leikur undir nýrri stjórn Í beinni: FH - Fram | Tækifæri til að blanda sér í toppbaráttuna Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sjá meira
Eins og kom fram í morgun er UFC búið að staðfesta að aðalbardagi UFC 200-bardagakvöldsins 9. júlí, sem verður eitt það stærsta í sögu sambandsins, verður önnur viðureign Conors McGregors og Nate Diaz. Þeir börðust í veltivigt í byrjun mars þegar þurfti að aflýsa bardaga Conors og Brasilíumannsins Rafaels dos Anjos um heimsmeistaratitilinn í léttvigt vegna meiðsla Dos Anjos. Að fara upp um tvo þyngdarflokka reyndist Conor um megn því eftir fína byrjun barði Nate Diaz Írann sundur og saman og gekk svo frá honum með hengingartaki í annarri lotu. Sama kvöld munu Jose Aldo og Frankie Edgar berjast um bráðabirgða heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt og sigurvegarinn í þeim bardaga mætir svo Conor.Annar bardagi Conors og Diaz var ekki það sem yfirmenn UFC vildu sem aðalbardaga UFC 200 og það vildi ekki einu sinni þjálfari Conors, John Kavanagh, sem einnig þjálfar Gunnar Nelson. Það var bara ekki hægt að rökræða við Írann. „Eftir síðasta bardaga heimsótti ég og Lorenzo Fertitta [Einn eiganda UFC] Conor hann í húsinu sem hann leigir hér í Vegas og spurðum: Hvað er næst?“ sagði Dana White, forseti UFC, í viðtali við ESPN í gærkvöldi. „Conor var heltekinn og þá meina ég heltekinn að berjast við Nate Diaz aftur. Við Lorenzo reyndum þá að rökræða við hann og fá Conor til að verja beltið sitt í fjaðurvigtinni eða, ef hann vildi endilega berjast við Diaz aftur, þá gera það í léttvigt.“ „En Conor vill berjast í veltivigt. Meira að segja þjálfari hans, Kavanagh, reyndi að tala hann af þessum 170 punda bardaga en þetta er það sem Conor vill og þá fær hann það,“ sagði Dana White.
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz Hefur ekki áhyggjur af því að Conor McGregor muni tapa öðru sinni fyrir Nate Diaz. 26. mars 2016 09:00 Conor seldi sál sína Þungavigtarmeistarinn Fabricio Werdum útskýrir af hverju hann kallaði Conor McGregor hóru. 29. mars 2016 23:15 Sjáðu þjálfara Diaz stýra honum til sigurs: „Þú ert tilbúinn til að deyja en ekki hann“ Vísir er búinn að klippa saman hljóðið úr horninu hjá Nate Diaz yfir bardagann hjá honum gegn Conor McGregor. 10. mars 2016 10:45 Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors UFC 200 í júlí verður risastórt fyrir írska Íslandsvininn Conor McGregor. 31. mars 2016 08:00 Diaz fékk sérhannaða hasspípu | Mynd UFC-kappinn Nate Diaz, sem stöðvaði sigurgöngu Conor McGregor, hefur aldrei farið sérstaklega leynt með kannabisnotkun sína. 21. mars 2016 08:45 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag í gjaldþrot Messi slapp við refsingu fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Fyrsti leikur undir nýrri stjórn Í beinni: FH - Fram | Tækifæri til að blanda sér í toppbaráttuna Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sjá meira
Gunnar: Conor mun ekki tapa aftur fyrir Diaz Hefur ekki áhyggjur af því að Conor McGregor muni tapa öðru sinni fyrir Nate Diaz. 26. mars 2016 09:00
Conor seldi sál sína Þungavigtarmeistarinn Fabricio Werdum útskýrir af hverju hann kallaði Conor McGregor hóru. 29. mars 2016 23:15
Sjáðu þjálfara Diaz stýra honum til sigurs: „Þú ert tilbúinn til að deyja en ekki hann“ Vísir er búinn að klippa saman hljóðið úr horninu hjá Nate Diaz yfir bardagann hjá honum gegn Conor McGregor. 10. mars 2016 10:45
Conor og Diaz mætast aftur á sama tíma og Aldo og Edgar berjast um beltið hans Conors UFC 200 í júlí verður risastórt fyrir írska Íslandsvininn Conor McGregor. 31. mars 2016 08:00
Diaz fékk sérhannaða hasspípu | Mynd UFC-kappinn Nate Diaz, sem stöðvaði sigurgöngu Conor McGregor, hefur aldrei farið sérstaklega leynt með kannabisnotkun sína. 21. mars 2016 08:45