Gleymdi tíu milljónum í leigubíl og missti landsliðssæti sitt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. mars 2016 18:37 Max Kruse í leik með Wolfsburg. Vísir/Getty Óhætt er að segja að Max Kruse, framherji Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni, hafi ekki átt sjö dagana sæla. Fyrir viku síðan komst Kruse í fréttirnar fyrir að gleyma pening sem hann hafði unnið í póker fyrr um kvöldið í leigubíl - litlar tíu milljónir króna. Atvikið átti sér stað eftir stórt pókerkvöld í Berlín í október síðastliðnum en Kruse var einn af sigurvegurum kvöldsins. Gleðin reyndist þó skammvinn eftir að hann gleymdi upphæðinni í leigubíl. Eftir að atvikið komst í fréttir í síðustu viku var Kruse sektaður um 25 þúsund evrur - jafnvirði 3,5 milljóna króna. Heildartap kappans því orðið tæpar 14 milljónir króna. Í dag var svo greint frá því að Joachim Löw, landsliðsþjálfari, hafi tekið Kruse úr landsliðshópi sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi í Berlín á laugardag. „Ég talaði við Max um þær kröfur sem ég geri til leikmanna innan sem utan vallar. Hegðun hans undanfarnar vikur voru ófaglegar,“ sagði Löw í dag. „Við þurfum leikmenn sem eru einbeittir að fótboltanum og skilja hvaða hlutverki þeir gegna sem fyrirmynd.“ Til að bæta gráu á svart fékk Kruse þá skipun frá Klaus Allofs, framkvæmdastjóra Wolfsburg, að hann ætti að minnka við neyslu sína á Nutella súkkulaðiálegginu. „Markmið okkar er að styðja leikmenn svo að þeir geti staðið sig sem best. Max þarf að leiðrétta nokkra hluti,“ sagði Allofs. Kruse hefur skorað sex mörk í 25 úrvalsdeildarleikjum í vetur og gefið sjö stoðsendingar þar að auki. Fótbolti Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Óhætt er að segja að Max Kruse, framherji Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni, hafi ekki átt sjö dagana sæla. Fyrir viku síðan komst Kruse í fréttirnar fyrir að gleyma pening sem hann hafði unnið í póker fyrr um kvöldið í leigubíl - litlar tíu milljónir króna. Atvikið átti sér stað eftir stórt pókerkvöld í Berlín í október síðastliðnum en Kruse var einn af sigurvegurum kvöldsins. Gleðin reyndist þó skammvinn eftir að hann gleymdi upphæðinni í leigubíl. Eftir að atvikið komst í fréttir í síðustu viku var Kruse sektaður um 25 þúsund evrur - jafnvirði 3,5 milljóna króna. Heildartap kappans því orðið tæpar 14 milljónir króna. Í dag var svo greint frá því að Joachim Löw, landsliðsþjálfari, hafi tekið Kruse úr landsliðshópi sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi í Berlín á laugardag. „Ég talaði við Max um þær kröfur sem ég geri til leikmanna innan sem utan vallar. Hegðun hans undanfarnar vikur voru ófaglegar,“ sagði Löw í dag. „Við þurfum leikmenn sem eru einbeittir að fótboltanum og skilja hvaða hlutverki þeir gegna sem fyrirmynd.“ Til að bæta gráu á svart fékk Kruse þá skipun frá Klaus Allofs, framkvæmdastjóra Wolfsburg, að hann ætti að minnka við neyslu sína á Nutella súkkulaðiálegginu. „Markmið okkar er að styðja leikmenn svo að þeir geti staðið sig sem best. Max þarf að leiðrétta nokkra hluti,“ sagði Allofs. Kruse hefur skorað sex mörk í 25 úrvalsdeildarleikjum í vetur og gefið sjö stoðsendingar þar að auki.
Fótbolti Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira