Fótbolti

De Boer sleit hásin í fótboltablaki | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Twitter
Frank De Boer, knattspyrnustjóri Ajax, varð fyrir því óláni að slíta hásin þegar hann var að leika sér í fótboltablaki á æfingu í dag.

Eins og sést á meðfylgjandi mynbandi var De Boer að teygja sig í boltann þegar hásin gaf sig. Hann var borinn út og þarf að fara í aðgerð. Hann verður þar að auki í gipsi næstu sex vikurnar.

Leikurinn hélt þó áfram en Dennis Bergkamp, önnur hollensk goðsögn, kom inn á í stað De Boer með góðum árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×