Fótbolti

Sofa gestir á HM í Katar í tjöldum?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mögulegt er að gistirými í tjöldum verði komið upp í grennd við leikvanga HM 2022.
Mögulegt er að gistirými í tjöldum verði komið upp í grennd við leikvanga HM 2022. Vísir/Getty
Skipuleggjendur HM 2022 í knattspyrnu sem fram fer í Katar eru að skoða ýmsa gistimöguleika fyrir þann stóra hóp knattspyrnuáhugamanna sem eru væntanlegir á mótið.

Fram kemur í fjölmiðlum ytra í kvöld að von er meira á hálfri milljón gesta í tengslum við mótið. Flestir muni gista á hótelum og íbúðum en aðrir gætu sofið í tjöldum.

„Það stendur okkur einna næst í tengslum við þetta mót er að sýna gestrisni og vináttu miðausturlanda. Við erum því að rannsaka möguleikan á því að stuðningsmenn fái tækifæri til að sofa undir stjörnunum,“ sagði talsmaður skipulagsnefndar mótsins.

„Það eru enn sex ár til stefnu en við höldum öllum möguleikum opnum svo að stuðningsmenn geta nýtt sér gistimöguleika sem mætir öllum kröfum.“

Fleiri möguleikar sem verið er að kanna er að aðkomumenn geti leigt íbúðir í gegnum miðlanir á borð við Airbnb og gist í snekkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×