O'Neill: Margt líkt með Leicester og gullaldarliði Forest Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2016 13:30 vísir/afp/getty Martin O'Neill segir að Leicester City, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, minni hann á meistaralið Nottingham Forest frá árinu 1978. O'Neill þekkir vel til beggja félaga en hann lék með Forest á árunum 1971-81 og þjálfaði svo Leicester um fimm ára skeið (1995-2000). Forest-liðið 1978 kom öllum á óvart með því að vinna Englandsmeistaratitilinn sem nýliðar. Knattspyrnustjóri liðsins var hinn goðsagnakenndi Brian Clough en hann átti síðan eftir að gera Forest að Evrópumeisturum tvö ár í röð. Margir hafa líkt Leicester-ævintýrinu við uppgang Forest á 8. áratug síðustu aldar og O'Neill sér margt sameiginlegt með þessum liðum. „Þau eiga margt sameiginlegt,“ sagði O'Neill sem er í dag þjálfari írska landsliðsins. „Það eru nokkrir leikmenn í Leicester sem svipar til leikmanna í Forest-liðinu. Ryiad Mahrez er mjög skapandi leikmaður, svolítið eins og John Robertson, og Jamie Vardy er eins og Tony Woodcock.“ O'Neill segir að það væri gríðarlegt afrek hjá Leicester að fara alla leið og vinna Englandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Það er ótrúlegt að í dag, þegar stærstu og ríkustu liðin ráða ríkjum, að Leicester geti unnið titilinn. Það yrði stórkostlegt afrek,“ sagði O'Neill sem gerði góða hluti með Leicester á sínum tíma og vann m.a. deildarbikarinn í tvígang. „Það er rómantík í þessari sögu - fólk er að tala um þetta um alla Evrópu. Ég var á fundi hjá UEFA í Frakklandi fyrir skömmu og þar var fátt annað rætt. Þetta er frábær saga og ef þeir fara alla leið verður þetta saga aldarinnar.“ Leicester er með fimm stiga forskot á Tottenham á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar sjö umferðum er ólokið. Enski boltinn Tengdar fréttir Áfram heldur sigurganga Leicester Leicester rígheldur áfram í toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en þeir eru með átta stiga forskot á Tottenham sem á þó leik til góða. 19. mars 2016 16:45 Ranieri: Verum róleg en átta stiga forskot hljómar vel Claudio Ranieri, stjóri toppliðs Leicester í ensku úrvalsdeildinni, segir að þetta sé farið að líta vel út fyrir toppliðið, en þeir verða að halda vel á spilunum. 20. mars 2016 10:00 Drinkwater valinn í enska landsliðið Miðjumaður Leicester og Tottenham-maðurinn Danny Rose valdir í hóp Roy Hodgson. 17. mars 2016 12:09 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Martin O'Neill segir að Leicester City, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, minni hann á meistaralið Nottingham Forest frá árinu 1978. O'Neill þekkir vel til beggja félaga en hann lék með Forest á árunum 1971-81 og þjálfaði svo Leicester um fimm ára skeið (1995-2000). Forest-liðið 1978 kom öllum á óvart með því að vinna Englandsmeistaratitilinn sem nýliðar. Knattspyrnustjóri liðsins var hinn goðsagnakenndi Brian Clough en hann átti síðan eftir að gera Forest að Evrópumeisturum tvö ár í röð. Margir hafa líkt Leicester-ævintýrinu við uppgang Forest á 8. áratug síðustu aldar og O'Neill sér margt sameiginlegt með þessum liðum. „Þau eiga margt sameiginlegt,“ sagði O'Neill sem er í dag þjálfari írska landsliðsins. „Það eru nokkrir leikmenn í Leicester sem svipar til leikmanna í Forest-liðinu. Ryiad Mahrez er mjög skapandi leikmaður, svolítið eins og John Robertson, og Jamie Vardy er eins og Tony Woodcock.“ O'Neill segir að það væri gríðarlegt afrek hjá Leicester að fara alla leið og vinna Englandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Það er ótrúlegt að í dag, þegar stærstu og ríkustu liðin ráða ríkjum, að Leicester geti unnið titilinn. Það yrði stórkostlegt afrek,“ sagði O'Neill sem gerði góða hluti með Leicester á sínum tíma og vann m.a. deildarbikarinn í tvígang. „Það er rómantík í þessari sögu - fólk er að tala um þetta um alla Evrópu. Ég var á fundi hjá UEFA í Frakklandi fyrir skömmu og þar var fátt annað rætt. Þetta er frábær saga og ef þeir fara alla leið verður þetta saga aldarinnar.“ Leicester er með fimm stiga forskot á Tottenham á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar sjö umferðum er ólokið.
Enski boltinn Tengdar fréttir Áfram heldur sigurganga Leicester Leicester rígheldur áfram í toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en þeir eru með átta stiga forskot á Tottenham sem á þó leik til góða. 19. mars 2016 16:45 Ranieri: Verum róleg en átta stiga forskot hljómar vel Claudio Ranieri, stjóri toppliðs Leicester í ensku úrvalsdeildinni, segir að þetta sé farið að líta vel út fyrir toppliðið, en þeir verða að halda vel á spilunum. 20. mars 2016 10:00 Drinkwater valinn í enska landsliðið Miðjumaður Leicester og Tottenham-maðurinn Danny Rose valdir í hóp Roy Hodgson. 17. mars 2016 12:09 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Áfram heldur sigurganga Leicester Leicester rígheldur áfram í toppsætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en þeir eru með átta stiga forskot á Tottenham sem á þó leik til góða. 19. mars 2016 16:45
Ranieri: Verum róleg en átta stiga forskot hljómar vel Claudio Ranieri, stjóri toppliðs Leicester í ensku úrvalsdeildinni, segir að þetta sé farið að líta vel út fyrir toppliðið, en þeir verða að halda vel á spilunum. 20. mars 2016 10:00
Drinkwater valinn í enska landsliðið Miðjumaður Leicester og Tottenham-maðurinn Danny Rose valdir í hóp Roy Hodgson. 17. mars 2016 12:09