Enski boltinn

Ranieri: Verum róleg en átta stiga forskot hljómar vel

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ranieri gat leyft sér að brosa í dag, eins og marga aðra daga í vetur.
Ranieri gat leyft sér að brosa í dag, eins og marga aðra daga í vetur. vísir/getty
Claudio Ranieri, stjóri toppliðs Leicester í ensku úrvalsdeildinni, segir að þetta sé farið að líta vel út fyrir toppliðið, en þeir verða að halda vel á spilunum.

„Við byrjuðum tímabilið með því markmiðið að halda okkur í deildinni og núna erum við að berjast um eitthvað sem enginn hélt að gæti gerst," sagði Ranieri í samtali við blaðamenn.

Leicester vann enn einn leikinn í gær þegar Riyad Mahrez skoraði sextánda mark sitt í 1-0 sigri á Crystal Palace. Stuðningsmenn Leicester sungu eftir leikinn að þeir væru að fara vinna deildina.

„Með átta stiga forskot og sjö leiki eftir hljómar mjög vel og stuðningsmenn okkar hafa sungið um það."

Sjá einnig: Áfram heldur sigurganga Leicester

„Við verðum þó að halda kúlinu því enska úrvalsdeildin er alltaf eins í hverjum einasta leik - þú veist aldrei hvað gerist."

„Við verðum að halda áfram því Meistaradeild Evrópu er mjög nálægt okkur. Kannski get ég sagt eitthvað meira eftir næstu tvo leiki," sagði sá ítalski að lokum.

Leicester er með átta stiga forskot þegar sjö leikir eru eftir, en Tottenham á þó leik til góða gegn Bournemouth á heimavelli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×