Enski boltinn

Drinkwater valinn í enska landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Danny Drinkwater, miðjumaður Leicester, var valinn í enska landsliðið sem mætir Þýskalandi og Hollandi í vináttulandsleikjum síðar í mánuðinum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Drinkwater er valinn í hópinn en þessi 24 ára miðjumaður hefur slegið í gegn með toppliði Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Danny Rose, bakvörður hjá Tottenham, var sömuleiðis valinn í hópinn en hann er einnig nýliði. Michael Carrick, Manchester United, hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans Roy Hodgson að þessu sinni.

Daniel Sturrdge, Jordan Henderson og Danny Welbeck eru allir valdir á ný eftir að hafa misst af vináttuleikjunum í haust vegna meiðsla.

Enska landsliðið: Butland, Forster, Hart, Bertrand, Cahill, Clyne, Jagielka, Rose, Smalling, Stones, Walker, Alli, Barkley, Dier, Drinkwater, Henderson, Lallana, Milner, Sterling, Kane, Sturridge, Vardy, Welbeck, Walcott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×