Fótbolti

Schweinsteiger meiddist á æfingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Schweinsteiger gekk til liðs við Manchester United fyrir þetta tímabil.
Schweinsteiger gekk til liðs við Manchester United fyrir þetta tímabil. vísir/getty
Bastian Schweinsteiger, leikmaður Manchester United, meiddist á hné á æfingu þýska landsliðsins í gær.

Ekki er víst hvort, eða hversu lengi, Schweinsteiger verður frá vegna meiðslanna en hann er nýkominn aftur á ferðina eftir að hafa misst tvo mánuði út vegna hnémeiðsla.

Miðjumaðurinn öflugi gengst undir nánari skoðun í dag en framundan hjá Þýskalandi eru vináttulandsleikir gegn Englandi og Ítalíu.

Mesut Özil, leikmaður Arsenal, og Karim Bellarabi, Bayer Leverkusen, voru einnig hvíldir á æfingu þýska landsliðsins í dag vegna smávægilegra meiðsla.

Schweinsteiger tók við fyrirliðabandinu hjá þýska landsliðinu af Philipp Lahm sem lagði landsliðsskóna á hilluna eftir að Þjóðverjar urðu heimsmeistarar sumarið 2014.

Schweinsteiger hefur alls leikið 114 landsleiki og skorað í þeim 23 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×