Fótbolti

Markalaust í Skopje

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Elís Þrándarson var í liði Íslands í dag.
Aron Elís Þrándarson var í liði Íslands í dag. VÍSIR/ERNIR
Íslenska U-21 landsliðið gerði markalaust jafntefli við Makedóníu í undankeppni EM í dag en leikurinn fór fram í Skopje í Makedóníu.

Íslenska liðið var sterkara í leiknum og náði að skapa sér fleiri færi en leikmenn liðsins náðu ekki að nýta þau. Liðin mættust hér á landi í júní á síðasta ári og þá vann liðið öruggan 3-0 sigur.

Ísland er því enn á toppi riðilsins með 12 stig en Frakkar eiga leik til góða á okkur og geta komist upp fyrir Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×