Fótbolti

Obama reddaði ekki Messi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það fá ekki allir að hitta Lionel Messi
Það fá ekki allir að hitta Lionel Messi vísir/getty
Aðdáendur knattspyrnunnar vilja eflaust allir fá tækifæri til að hitta Lionel Messi sem er líklega einn besti knattspyrnumaður sögunnar.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er núna staddur í Argentínu í opinberri heimsókn og tók hann dætur sínar með, þær Sasha og Malia.

„Ég vildi endilega fá að taka stelpurnar með svo að þær gætu séð Buenos Aires og hugsanlega fá kannski að hitta fólk sem þær líta upp til,“ sagði Obama.

Stelpurnar fengu að hitta Francis páfa en þær voru ívið spenntari að fá að hitta Lionel Messi sem er staddur í Argentínu núna.

„Þær fengu að hitta Francis en ég náði ekki að redda þeim Lionel Messi,“ sagði valdamesti maður jarðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×