Fótbolti

Ítalir og Spánverjar gerðu jafntefli | Tyrkir tóku Svía

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cenk Tosun gerði tvö mörk fyrir Tyrki í kvöld.
Cenk Tosun gerði tvö mörk fyrir Tyrki í kvöld. vísir/getty
Fjölmargir vináttulandsleiki fóru fram í kvöld og bar þar helst að nefna stórleik Ítala og Spánverja sem fram fór á Ítalíu.

Leikurinn fór 1-1 en staðan í hálfleik var markalaus. Lorenzo Insigne kom Ítölum yfir þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum og það var síðan Aritz Aduriz sem jafnaði metin fyrir Spánverja á 70. mínútu.

Skotar unnu góðan sigur á Tékkum í Prag en leikurinn fór 1-0 og skoraði Ikechi Anya eina mark leiksins.

Wales og Norður-Írar gerðu 1-1 jafntefli í Wales. Craig Cathcart skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Norður-Íra þegar hálftími var eftir af leiknum en Simon Church jafnaði metin úr vítaspyrnu undir blálok leiksins.

Tyrkir unnu síðan góðan sigur á Svíum, 2-1, en Cenk Tosun gerði bæði mörk heimamanna í leiknum. Andreas Granqvist gerði eina mark Svía í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×