Fótbolti

Messi vill ólmur hitta dætur Obama

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dætur Obama eru aðdáendur Messi, eins og svo margir aðrir.
Dætur Obama eru aðdáendur Messi, eins og svo margir aðrir. Vísir/Getty
Lionel Messi segir að hann myndi glaður vilja hitta Barack Obama Bandaríkjaforseta og dætur hans.

Obama var nýlega í heimsókn í Argentínu og sagði þá að dætur hans, Malia og Sasha, væru aðdáendur Messi og vildu gjarnan fá að hitta hann.

„Dætur mínar hittu páfann,“ sagði Obama. „Og nú vilja þær hitta Messi en mér tókst ekki að koma þeim fundi á.“

Þessi ummæli voru borin undir Messi, sem er staddur í Argentínu með landsliði sínu. „Þessi ummæli komu mér augljóslega á óvart en ég myndi glaður vilja hitta þau,“ sagði hann.

„Ég yrði afar stoltur af því að fá að hitta hann og dætur hans en ég veit að það kynni að verða flókið.“

„Ég veit ekki hvort að það er hægt. Kannski sagði hann þetta vegna þess að hann var í Argentínu en ég get þó sagt að ummælin komu mér jafn mikið á óvart og öllum öðrum,“ sagði Lionel Messi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×