Handviss um að Gunnar geti orðið UFC-meistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. mars 2016 21:00 Vísir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur enn mikla trú á því að Gunnar geti orðið veltivigtarmeistari í UFC þrátt fyrir tap í síðasta bardaga. Gunnar tapaði fyrir Demian Maia í desember en fær tækifæri nú í byrjun maí að komast aftur á beinu brautina þegar hann mætir Rússanum Albert Tumenov. Hann vann sannfærandi sigur á Brandon Thatch í júlí og er með alls fjórtán sigra í sautján bardögum á ferlinum en er nú dottinn af styrkleikalista UFC í veltivigtarflokkinum. Sjá einnig: Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson „Þetta er frábær viðureign og fullkomið tækifæri fyrir Gunna að blanda sér aftur í baráttuna,“ sagði Kavanagh, sem einnig er þjálfari Írans Conor McGregor. Tuminov er nú í þrettánda sæti styrkleikalistans eftir sigur á Lorenz Larkin í janúar. Rússinn þykir afar höggþungur á meðan að helstu styrkleikar Gunnars hafa verið sem glímumaður.Vísir/Getty„Ég hef séð að þessum bardaga hefur verið lýst sem baráttu tveggja mismunandi bardagastíla - boxari gegn glímumanni. En ég er ekki sammála því.“ „Ég myndi frekar segja að þetta væri boxari gegn alhliða MMA-manni. Hæfileikar Gunnars í glímunni skyggja líklega á þá staðreynd að hann er öflugur á öllum sviðum og getur unnið bardaga hvernig sem er.“ Kavanagh segir enn fremur að tapið gegn Maia hafi ekki dregið úr trú hans á framtíðarmöguleikum Gunnars. Sjá einnig: Gunnar: Tumenov virkar grjótharður „Hann er jafnvel enn sterkari eftir tapið gegn Maia og það er ekki efi í mínum huga um að Gunni geti orðið meistari.“ „Gunni hefur nú lært að hann getur komist í gegnum hvaða raun sem er. Þetta var dýrmæt lexía fyrir hann og nú er tímabært að hann komi til baka. Ég held að þessi bardagi verði svipaður og bardaganum gegn Brandon Thatch og að útkoman verði svipuð líka.“ MMA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Sjá meira
John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, hefur enn mikla trú á því að Gunnar geti orðið veltivigtarmeistari í UFC þrátt fyrir tap í síðasta bardaga. Gunnar tapaði fyrir Demian Maia í desember en fær tækifæri nú í byrjun maí að komast aftur á beinu brautina þegar hann mætir Rússanum Albert Tumenov. Hann vann sannfærandi sigur á Brandon Thatch í júlí og er með alls fjórtán sigra í sautján bardögum á ferlinum en er nú dottinn af styrkleikalista UFC í veltivigtarflokkinum. Sjá einnig: Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson „Þetta er frábær viðureign og fullkomið tækifæri fyrir Gunna að blanda sér aftur í baráttuna,“ sagði Kavanagh, sem einnig er þjálfari Írans Conor McGregor. Tuminov er nú í þrettánda sæti styrkleikalistans eftir sigur á Lorenz Larkin í janúar. Rússinn þykir afar höggþungur á meðan að helstu styrkleikar Gunnars hafa verið sem glímumaður.Vísir/Getty„Ég hef séð að þessum bardaga hefur verið lýst sem baráttu tveggja mismunandi bardagastíla - boxari gegn glímumanni. En ég er ekki sammála því.“ „Ég myndi frekar segja að þetta væri boxari gegn alhliða MMA-manni. Hæfileikar Gunnars í glímunni skyggja líklega á þá staðreynd að hann er öflugur á öllum sviðum og getur unnið bardaga hvernig sem er.“ Kavanagh segir enn fremur að tapið gegn Maia hafi ekki dregið úr trú hans á framtíðarmöguleikum Gunnars. Sjá einnig: Gunnar: Tumenov virkar grjótharður „Hann er jafnvel enn sterkari eftir tapið gegn Maia og það er ekki efi í mínum huga um að Gunni geti orðið meistari.“ „Gunni hefur nú lært að hann getur komist í gegnum hvaða raun sem er. Þetta var dýrmæt lexía fyrir hann og nú er tímabært að hann komi til baka. Ég held að þessi bardagi verði svipaður og bardaganum gegn Brandon Thatch og að útkoman verði svipuð líka.“
MMA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Sjá meira