Fótbolti

Þriðji sigur Leverkusen eftir að Sandra María kom

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leverkusen hefur unnið þrjá af fimm leikjum sem Sandra hefur spilað.
Leverkusen hefur unnið þrjá af fimm leikjum sem Sandra hefur spilað. vísir/anton
Sandra María Jessen lék allan leikinn fyrir Bayer Leverkusen sem vann 2-0 sigur á Köln í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Þrátt fyrir sigurinn er Leverkusen enn í 10. og þriðja neðsta sæti deildarinnar. Sandra María og stöllur hennar eru nú með 18 stig, átta stigum frá fallsæti, þegar fimm umferðum er ólokið.

Þetta var fimmti leikur Söndru Maríu með Leverkusen en liðið hefur unnið þrjá þeirra. Áður en íslenska landsliðskonan kom til Leverkusen var liðið aðeins búið að vinna tvo leiki í deildinni.

Sandra María hefur verið í byrjunarliðinu í öllum fimm leikjunum og leikið allan tímann í þeim öllum.

Sandra María, sem er 21 árs gömul, er á láni hjá Leverkusen frá uppeldisfélaginu Þór/KA. Lánssamningurinn gildir út tímabilið í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×