Fótbolti

Barcelona enn að borga fyrir Suarez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luis Suarez fagnar í leik með Barcelona.
Luis Suarez fagnar í leik með Barcelona. Vísir/Getty
Vefsíðan Football Leaks hefur lekið enn einum félagaskiptasamningnum á netið en í þetta sinn var það um söluna á Luis Suarez frá Liverpool til Barcelona.

Samkvæmt skjalinu sem var lekið borgaði Barcelona alls 65 milljónir punda fyrir Suarez, jafnvirði 11,5 milljarða króna. Kaupverðið var óuppgefið á sínum tíma en fjölmiðlar fullyrtu þá að það væri um 75 miilljónir punda.

Barcelona fékk að skipta greiðslunni á Suarez upp og er enn að greiða fyrir hann. Liverpool á von á síðustu greiðslunni þann 31. júlí í sumar.

Stuðningsmenn Liverpool telja margir að Barcelona hafi greitt heldur lítið fyrir Suarez sem hefur farið á kostum síðan hann fór til Spánar en hann hefur skorað alls 68 mörk í 86 leikjum fyrir Börsunga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×