Fótbolti

Makedónar gerðu íslenska liðinu greiða í Frakklandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Adrien Rabiot, leikmaður PSG og franska u21 árs landsliðsins.
Adrien Rabiot, leikmaður PSG og franska u21 árs landsliðsins. Vísir/getty
Franska landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs aldri þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Makedóníu á heimavelli í kvöld í C-riðli undankeppni EM 2017.

Frakkland skaust upp fyrir Ísland í efsta sæti riðilsins með 2-0 sigri á Skotlandi á dögunum en eftir tapið gegn Íslandi í fyrstu umferð voru Frakkar búnir að vinna fjóra leiki af fimm.

Makedónía komst óvænt yfir á 15. mínútu þegar Viktor Angelov skoraði en liðsfélagi hans, Egzon Bejtulai, varð fyrir því óláni að jafna metin þegar hann stýrði boltanum í eigið net stuttu síðar.

Frönsku leikmennirnir reyndu að færa sig framar á heimavelli í kvöld en náðu ekki að bæta við marki og þurftu því að sætta sig við svekkjandi jafntefli.

Íslenska liðið getur því náð toppsætinu á ný með sigri gegn Skotlandi en næsti leikur íslenska liðsins er 2. september næstkomandi gegn Norður-Írlandi úti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×