Fótbolti

Brassar reiðir af því Neymar fór að djamma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hegðun Neymar í leiknum gegn Úrúgvæ þótti ekki til fyrirmyndar. Hér þarf vinur hans, Luis Suarez, að róa hann niður.
Hegðun Neymar í leiknum gegn Úrúgvæ þótti ekki til fyrirmyndar. Hér þarf vinur hans, Luis Suarez, að róa hann niður. vísir/epa
Brasilískur knattspyrnuáhugamenn eru reiðir út í landsliðsmanninn Neymar sem þeim finnst ekki vera til fyrirmyndar þessa dagana.

Neymar stóð ekki undir væntingum í 2-2 leiknum gegn Úrúgvæ fyrir páska. Hann nældi sér einnig í gult spjald og er því í banni er Brasilía spilar gegn Paragvæ í nótt.

Í síðustu tíu leikjum hefur Neymar fengið fimm spjöld en aðeins skorað fjögur mörk. Það er ekki tölfræði sem Brassarnir vilja sjá.

Þeir brjáluðust svo er þeir sáu myndir af Neymar á djamminu eftir Úrúgvæ-leikinn. Þeir vildu frekar að hann væri heima hjá sér að skammast sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×