Fótbolti

Stórtap í síðasta leiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska U-17 ára landsliðið.
Íslenska U-17 ára landsliðið. mynd/ksí
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 17 ára og yngri tapaði stórt fyrir Serbíu í síðasta leik sínum í milliriðli EM 2016. Lokatölur 5-1, Serbum í vil.

Íslensku stelpurnar lentu undir strax á 3. mínútu og Serbar bættu tveimur mörkum við í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik því 3-0, Serbíu í vil.

Serbnesku stelpurnar komust svo í 5-0 áður en Agla María Albertsdóttir lagaði stöðuna á 65. mínútu.

Ísland endaði í 3. sæti riðilsins með þrjú stig en liðið vann Belgíu, 2-1, í fyrsta leik sínum. Íslensku stelpurnar biðu lægri hlut, 5-0, fyrir Englandi í öðrum leiknum og töpuðu því síðustu tveimur leikjunum með markatölunni 10-1.

Byrjunarlið Íslands í dag:

Telma Ívarsdóttir

Dröfn Einarsdóttir

Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir

Guðný Árnadóttir

Saga Líf Sigurðardóttir (51. Mist Þormóðsdóttir)

Kristín Dís Árnadóttir (f)

Hlín Eiríksdóttir

Ásdís Halldórsdóttir (41. Ísold Rúnarsdóttir)

Eva María Jónsdóttir (70. Anita Daníelsdóttir)

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen

Agla María Albertsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×