Alternativ für Deutschland: Flokkur evruandstæðinga sem varð að hægriöfgaflokki Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2016 15:49 Hægrikonan Frauke Petry tók við leiðtogaembættinu í AfD í júlí síðastliðinn. Vísir/AFP Hægriöfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland (AfD) jók fylgi sitt í þingkosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum Þýskalands í gær. Flokkurinn vann sinn stærsta sigur í Saxlandi Anhalt, hlaut um fjórðung atkvæða, en einnig var kosið til þings í Baden-Württemberg og Rínarlandi Pfalz.Stofnandinn hrakinn úr flokknumAfD var stofnaður árið 2013 af hópi hagfræðinga og lögreglinga – þeim Bernd Lucke, Alexander Gauland og Konrad Adam – til að mótmæla ákvörðun Þýskalandsstjórnar að nota skattfé Þjóðverja til að bjarga efnahag evruríkja í syðri hluta álfunnar. Í frétt BBC segir að Lucke hafi verið talinn var hófsamur í skoðunum, en að margir flokksmenn hafi verið óánægðir með að hann einblíndi á málefni tengdum evrunni og tengdum vandamálum. Lucke hann hrakkinn úr embætti og sagði skilið við flokkinn síðasta sumar þar sem hann sakaði ýmsa frammálamenn í flokknum um að gæla við útlendingahatur. Hægrikonan Frauke Petry var þá kjörinn formaður.Á fulltrúa á fimm þingum þýskra sambandslandaAfD varð árið 2014 fyrsti flokkurinn sem andvígur er evrunni, sem náði mönnum á þing í þýsku sambandslandi. Hlaut flokkurinn um tíu prósent atkvæða í Saxlandi í austurhluta landsins og í kjölfarið náði flokkurinn mönnum á þing í fjórum sambandslöndum til viðbótar síðar á árinu 2014 og 2015. Flokkurinn náði sjö mönnum inn á Evrópuþingið í kosningunum 2014, þeirra á meðal Lucke, en einungis tveir þeirra eru enn skráðir í flokkinn. Flokkurinn hefur verið hluti af fylkingu Íhaldsmanna á Evrópuþinginu þar sem fulltrúar breska Íhaldsflokksins eru á meðal liðsmanna, en þingmenn AfD voru reknir úr fylkingunni í síðustu viku vegna ummæla þeirra um að skjóta flóttamenn.Frauke Petry tók við formennsku af Bernd Lucke í júlí síðastliðinn.Vísir/AFPLeiðtoginn efnafræðingur frá Austur-ÞýskalandiLeiðtogi AfD, hin fertuga Frauke Petry, er líkt og Merkel kanslari efnafræðingur og alin upp í gamla Austur-Þýskalandi. Þær eiga hins vegar lítið annað sameiginlegt. Þannig hefur Merkel sagt að Þýskaland geti og verði að aðlagast því að mikill fjöldi flóttafólks komi til landsins, en Petry hefur látið hafa það eftir sér að lögreglumenn eigi, ef þörf krefur, að skjóta þá flóttamenn sem reyna að komast yfir landamærin með ólöglegum hætti. Undir stjórn Petry hefur flokkurinn færst æ lengra til hægri og áherslan er ekki lengur á evrutengd mál heldur flóttamannamálin eftir að um 1,1 milljón flóttamenn sóttu um hæli í landinu á síðasta ári. Í grein BBC segir að eftir sveitarstjórnarkosningarnar í sambandslandinu Hessen fyrir rúmri viku hafi AfD orðið þriðji stærsti flokkurinn eftir að hafa hlotið um þrettán prósent atkvæða. Flokkurinn var því með mikinn meðbyr í aðdraganda þingkosninganna í sambandslöndunum Baden Württemberg, Rínarlandi Pfalz og Saxlandi Anhalt í gær.Petry fæddist í Dresden en fluttist til Vestur-Þýskalands á táningsárunum eftir sameiningu Þýskalands.Vísir/AFPÁ sæti á þingi í SaxlandiPetry á sjálf sæti á þinginu í Saxlandi, sem var fyrsta sambandslandið til að kjósa fulltrúa AfD á þing. Hún fæddist í Dresden en fluttist á táningsárum til Vestur-Þýskalands eftir sameiningu Þýskalands. Hún stundaði nám í efnafræði við Reading-háskóla og öðlaðist doktorsgráðu frá Göttingen-háskóla. Að námi loknu stofnaði hún svo fyrirtæki í Leipzig sem framleiðir umhverfisvæn gerviefni. Eftir að hafa tekið við formennsku í AfD greindi Petry frá því að hún hafi skilið við eiginmann sinn, sem starfar sem prestur, en saman eiga þau fjögur börn. Hún er nú í sambandi með Marcus Pretzell, einum af tveimur þingmönnum flokksins á Evrópuþinginu. Tengdar fréttir Þýskir þjóðernissinnar eflast á fylkisþingunum Niðurstaða fylkiskosninga í Þýskalandi þykir áfall fyrir Merkel og áfellisdómur yfir frjálslyndri innflytjendastefnu hennar. AfD-flokkurinn á nú fulltrúa á átta af sextán fylkisþingum Þýskalands. Berjast fyrir strangari innflytjendalöggjöf. 14. mars 2016 07:00 Merkel segir gærdaginn hafa verið erfiðan fyrir Kristilega demókrata Hægri öfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland jók fylgi sitt í kosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum í gær. 14. mars 2016 13:43 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Hægriöfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland (AfD) jók fylgi sitt í þingkosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum Þýskalands í gær. Flokkurinn vann sinn stærsta sigur í Saxlandi Anhalt, hlaut um fjórðung atkvæða, en einnig var kosið til þings í Baden-Württemberg og Rínarlandi Pfalz.Stofnandinn hrakinn úr flokknumAfD var stofnaður árið 2013 af hópi hagfræðinga og lögreglinga – þeim Bernd Lucke, Alexander Gauland og Konrad Adam – til að mótmæla ákvörðun Þýskalandsstjórnar að nota skattfé Þjóðverja til að bjarga efnahag evruríkja í syðri hluta álfunnar. Í frétt BBC segir að Lucke hafi verið talinn var hófsamur í skoðunum, en að margir flokksmenn hafi verið óánægðir með að hann einblíndi á málefni tengdum evrunni og tengdum vandamálum. Lucke hann hrakkinn úr embætti og sagði skilið við flokkinn síðasta sumar þar sem hann sakaði ýmsa frammálamenn í flokknum um að gæla við útlendingahatur. Hægrikonan Frauke Petry var þá kjörinn formaður.Á fulltrúa á fimm þingum þýskra sambandslandaAfD varð árið 2014 fyrsti flokkurinn sem andvígur er evrunni, sem náði mönnum á þing í þýsku sambandslandi. Hlaut flokkurinn um tíu prósent atkvæða í Saxlandi í austurhluta landsins og í kjölfarið náði flokkurinn mönnum á þing í fjórum sambandslöndum til viðbótar síðar á árinu 2014 og 2015. Flokkurinn náði sjö mönnum inn á Evrópuþingið í kosningunum 2014, þeirra á meðal Lucke, en einungis tveir þeirra eru enn skráðir í flokkinn. Flokkurinn hefur verið hluti af fylkingu Íhaldsmanna á Evrópuþinginu þar sem fulltrúar breska Íhaldsflokksins eru á meðal liðsmanna, en þingmenn AfD voru reknir úr fylkingunni í síðustu viku vegna ummæla þeirra um að skjóta flóttamenn.Frauke Petry tók við formennsku af Bernd Lucke í júlí síðastliðinn.Vísir/AFPLeiðtoginn efnafræðingur frá Austur-ÞýskalandiLeiðtogi AfD, hin fertuga Frauke Petry, er líkt og Merkel kanslari efnafræðingur og alin upp í gamla Austur-Þýskalandi. Þær eiga hins vegar lítið annað sameiginlegt. Þannig hefur Merkel sagt að Þýskaland geti og verði að aðlagast því að mikill fjöldi flóttafólks komi til landsins, en Petry hefur látið hafa það eftir sér að lögreglumenn eigi, ef þörf krefur, að skjóta þá flóttamenn sem reyna að komast yfir landamærin með ólöglegum hætti. Undir stjórn Petry hefur flokkurinn færst æ lengra til hægri og áherslan er ekki lengur á evrutengd mál heldur flóttamannamálin eftir að um 1,1 milljón flóttamenn sóttu um hæli í landinu á síðasta ári. Í grein BBC segir að eftir sveitarstjórnarkosningarnar í sambandslandinu Hessen fyrir rúmri viku hafi AfD orðið þriðji stærsti flokkurinn eftir að hafa hlotið um þrettán prósent atkvæða. Flokkurinn var því með mikinn meðbyr í aðdraganda þingkosninganna í sambandslöndunum Baden Württemberg, Rínarlandi Pfalz og Saxlandi Anhalt í gær.Petry fæddist í Dresden en fluttist til Vestur-Þýskalands á táningsárunum eftir sameiningu Þýskalands.Vísir/AFPÁ sæti á þingi í SaxlandiPetry á sjálf sæti á þinginu í Saxlandi, sem var fyrsta sambandslandið til að kjósa fulltrúa AfD á þing. Hún fæddist í Dresden en fluttist á táningsárum til Vestur-Þýskalands eftir sameiningu Þýskalands. Hún stundaði nám í efnafræði við Reading-háskóla og öðlaðist doktorsgráðu frá Göttingen-háskóla. Að námi loknu stofnaði hún svo fyrirtæki í Leipzig sem framleiðir umhverfisvæn gerviefni. Eftir að hafa tekið við formennsku í AfD greindi Petry frá því að hún hafi skilið við eiginmann sinn, sem starfar sem prestur, en saman eiga þau fjögur börn. Hún er nú í sambandi með Marcus Pretzell, einum af tveimur þingmönnum flokksins á Evrópuþinginu.
Tengdar fréttir Þýskir þjóðernissinnar eflast á fylkisþingunum Niðurstaða fylkiskosninga í Þýskalandi þykir áfall fyrir Merkel og áfellisdómur yfir frjálslyndri innflytjendastefnu hennar. AfD-flokkurinn á nú fulltrúa á átta af sextán fylkisþingum Þýskalands. Berjast fyrir strangari innflytjendalöggjöf. 14. mars 2016 07:00 Merkel segir gærdaginn hafa verið erfiðan fyrir Kristilega demókrata Hægri öfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland jók fylgi sitt í kosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum í gær. 14. mars 2016 13:43 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Þýskir þjóðernissinnar eflast á fylkisþingunum Niðurstaða fylkiskosninga í Þýskalandi þykir áfall fyrir Merkel og áfellisdómur yfir frjálslyndri innflytjendastefnu hennar. AfD-flokkurinn á nú fulltrúa á átta af sextán fylkisþingum Þýskalands. Berjast fyrir strangari innflytjendalöggjöf. 14. mars 2016 07:00
Merkel segir gærdaginn hafa verið erfiðan fyrir Kristilega demókrata Hægri öfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland jók fylgi sitt í kosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum í gær. 14. mars 2016 13:43