Alternativ für Deutschland: Flokkur evruandstæðinga sem varð að hægriöfgaflokki Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2016 15:49 Hægrikonan Frauke Petry tók við leiðtogaembættinu í AfD í júlí síðastliðinn. Vísir/AFP Hægriöfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland (AfD) jók fylgi sitt í þingkosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum Þýskalands í gær. Flokkurinn vann sinn stærsta sigur í Saxlandi Anhalt, hlaut um fjórðung atkvæða, en einnig var kosið til þings í Baden-Württemberg og Rínarlandi Pfalz.Stofnandinn hrakinn úr flokknumAfD var stofnaður árið 2013 af hópi hagfræðinga og lögreglinga – þeim Bernd Lucke, Alexander Gauland og Konrad Adam – til að mótmæla ákvörðun Þýskalandsstjórnar að nota skattfé Þjóðverja til að bjarga efnahag evruríkja í syðri hluta álfunnar. Í frétt BBC segir að Lucke hafi verið talinn var hófsamur í skoðunum, en að margir flokksmenn hafi verið óánægðir með að hann einblíndi á málefni tengdum evrunni og tengdum vandamálum. Lucke hann hrakkinn úr embætti og sagði skilið við flokkinn síðasta sumar þar sem hann sakaði ýmsa frammálamenn í flokknum um að gæla við útlendingahatur. Hægrikonan Frauke Petry var þá kjörinn formaður.Á fulltrúa á fimm þingum þýskra sambandslandaAfD varð árið 2014 fyrsti flokkurinn sem andvígur er evrunni, sem náði mönnum á þing í þýsku sambandslandi. Hlaut flokkurinn um tíu prósent atkvæða í Saxlandi í austurhluta landsins og í kjölfarið náði flokkurinn mönnum á þing í fjórum sambandslöndum til viðbótar síðar á árinu 2014 og 2015. Flokkurinn náði sjö mönnum inn á Evrópuþingið í kosningunum 2014, þeirra á meðal Lucke, en einungis tveir þeirra eru enn skráðir í flokkinn. Flokkurinn hefur verið hluti af fylkingu Íhaldsmanna á Evrópuþinginu þar sem fulltrúar breska Íhaldsflokksins eru á meðal liðsmanna, en þingmenn AfD voru reknir úr fylkingunni í síðustu viku vegna ummæla þeirra um að skjóta flóttamenn.Frauke Petry tók við formennsku af Bernd Lucke í júlí síðastliðinn.Vísir/AFPLeiðtoginn efnafræðingur frá Austur-ÞýskalandiLeiðtogi AfD, hin fertuga Frauke Petry, er líkt og Merkel kanslari efnafræðingur og alin upp í gamla Austur-Þýskalandi. Þær eiga hins vegar lítið annað sameiginlegt. Þannig hefur Merkel sagt að Þýskaland geti og verði að aðlagast því að mikill fjöldi flóttafólks komi til landsins, en Petry hefur látið hafa það eftir sér að lögreglumenn eigi, ef þörf krefur, að skjóta þá flóttamenn sem reyna að komast yfir landamærin með ólöglegum hætti. Undir stjórn Petry hefur flokkurinn færst æ lengra til hægri og áherslan er ekki lengur á evrutengd mál heldur flóttamannamálin eftir að um 1,1 milljón flóttamenn sóttu um hæli í landinu á síðasta ári. Í grein BBC segir að eftir sveitarstjórnarkosningarnar í sambandslandinu Hessen fyrir rúmri viku hafi AfD orðið þriðji stærsti flokkurinn eftir að hafa hlotið um þrettán prósent atkvæða. Flokkurinn var því með mikinn meðbyr í aðdraganda þingkosninganna í sambandslöndunum Baden Württemberg, Rínarlandi Pfalz og Saxlandi Anhalt í gær.Petry fæddist í Dresden en fluttist til Vestur-Þýskalands á táningsárunum eftir sameiningu Þýskalands.Vísir/AFPÁ sæti á þingi í SaxlandiPetry á sjálf sæti á þinginu í Saxlandi, sem var fyrsta sambandslandið til að kjósa fulltrúa AfD á þing. Hún fæddist í Dresden en fluttist á táningsárum til Vestur-Þýskalands eftir sameiningu Þýskalands. Hún stundaði nám í efnafræði við Reading-háskóla og öðlaðist doktorsgráðu frá Göttingen-háskóla. Að námi loknu stofnaði hún svo fyrirtæki í Leipzig sem framleiðir umhverfisvæn gerviefni. Eftir að hafa tekið við formennsku í AfD greindi Petry frá því að hún hafi skilið við eiginmann sinn, sem starfar sem prestur, en saman eiga þau fjögur börn. Hún er nú í sambandi með Marcus Pretzell, einum af tveimur þingmönnum flokksins á Evrópuþinginu. Tengdar fréttir Þýskir þjóðernissinnar eflast á fylkisþingunum Niðurstaða fylkiskosninga í Þýskalandi þykir áfall fyrir Merkel og áfellisdómur yfir frjálslyndri innflytjendastefnu hennar. AfD-flokkurinn á nú fulltrúa á átta af sextán fylkisþingum Þýskalands. Berjast fyrir strangari innflytjendalöggjöf. 14. mars 2016 07:00 Merkel segir gærdaginn hafa verið erfiðan fyrir Kristilega demókrata Hægri öfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland jók fylgi sitt í kosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum í gær. 14. mars 2016 13:43 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira
Hægriöfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland (AfD) jók fylgi sitt í þingkosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum Þýskalands í gær. Flokkurinn vann sinn stærsta sigur í Saxlandi Anhalt, hlaut um fjórðung atkvæða, en einnig var kosið til þings í Baden-Württemberg og Rínarlandi Pfalz.Stofnandinn hrakinn úr flokknumAfD var stofnaður árið 2013 af hópi hagfræðinga og lögreglinga – þeim Bernd Lucke, Alexander Gauland og Konrad Adam – til að mótmæla ákvörðun Þýskalandsstjórnar að nota skattfé Þjóðverja til að bjarga efnahag evruríkja í syðri hluta álfunnar. Í frétt BBC segir að Lucke hafi verið talinn var hófsamur í skoðunum, en að margir flokksmenn hafi verið óánægðir með að hann einblíndi á málefni tengdum evrunni og tengdum vandamálum. Lucke hann hrakkinn úr embætti og sagði skilið við flokkinn síðasta sumar þar sem hann sakaði ýmsa frammálamenn í flokknum um að gæla við útlendingahatur. Hægrikonan Frauke Petry var þá kjörinn formaður.Á fulltrúa á fimm þingum þýskra sambandslandaAfD varð árið 2014 fyrsti flokkurinn sem andvígur er evrunni, sem náði mönnum á þing í þýsku sambandslandi. Hlaut flokkurinn um tíu prósent atkvæða í Saxlandi í austurhluta landsins og í kjölfarið náði flokkurinn mönnum á þing í fjórum sambandslöndum til viðbótar síðar á árinu 2014 og 2015. Flokkurinn náði sjö mönnum inn á Evrópuþingið í kosningunum 2014, þeirra á meðal Lucke, en einungis tveir þeirra eru enn skráðir í flokkinn. Flokkurinn hefur verið hluti af fylkingu Íhaldsmanna á Evrópuþinginu þar sem fulltrúar breska Íhaldsflokksins eru á meðal liðsmanna, en þingmenn AfD voru reknir úr fylkingunni í síðustu viku vegna ummæla þeirra um að skjóta flóttamenn.Frauke Petry tók við formennsku af Bernd Lucke í júlí síðastliðinn.Vísir/AFPLeiðtoginn efnafræðingur frá Austur-ÞýskalandiLeiðtogi AfD, hin fertuga Frauke Petry, er líkt og Merkel kanslari efnafræðingur og alin upp í gamla Austur-Þýskalandi. Þær eiga hins vegar lítið annað sameiginlegt. Þannig hefur Merkel sagt að Þýskaland geti og verði að aðlagast því að mikill fjöldi flóttafólks komi til landsins, en Petry hefur látið hafa það eftir sér að lögreglumenn eigi, ef þörf krefur, að skjóta þá flóttamenn sem reyna að komast yfir landamærin með ólöglegum hætti. Undir stjórn Petry hefur flokkurinn færst æ lengra til hægri og áherslan er ekki lengur á evrutengd mál heldur flóttamannamálin eftir að um 1,1 milljón flóttamenn sóttu um hæli í landinu á síðasta ári. Í grein BBC segir að eftir sveitarstjórnarkosningarnar í sambandslandinu Hessen fyrir rúmri viku hafi AfD orðið þriðji stærsti flokkurinn eftir að hafa hlotið um þrettán prósent atkvæða. Flokkurinn var því með mikinn meðbyr í aðdraganda þingkosninganna í sambandslöndunum Baden Württemberg, Rínarlandi Pfalz og Saxlandi Anhalt í gær.Petry fæddist í Dresden en fluttist til Vestur-Þýskalands á táningsárunum eftir sameiningu Þýskalands.Vísir/AFPÁ sæti á þingi í SaxlandiPetry á sjálf sæti á þinginu í Saxlandi, sem var fyrsta sambandslandið til að kjósa fulltrúa AfD á þing. Hún fæddist í Dresden en fluttist á táningsárum til Vestur-Þýskalands eftir sameiningu Þýskalands. Hún stundaði nám í efnafræði við Reading-háskóla og öðlaðist doktorsgráðu frá Göttingen-háskóla. Að námi loknu stofnaði hún svo fyrirtæki í Leipzig sem framleiðir umhverfisvæn gerviefni. Eftir að hafa tekið við formennsku í AfD greindi Petry frá því að hún hafi skilið við eiginmann sinn, sem starfar sem prestur, en saman eiga þau fjögur börn. Hún er nú í sambandi með Marcus Pretzell, einum af tveimur þingmönnum flokksins á Evrópuþinginu.
Tengdar fréttir Þýskir þjóðernissinnar eflast á fylkisþingunum Niðurstaða fylkiskosninga í Þýskalandi þykir áfall fyrir Merkel og áfellisdómur yfir frjálslyndri innflytjendastefnu hennar. AfD-flokkurinn á nú fulltrúa á átta af sextán fylkisþingum Þýskalands. Berjast fyrir strangari innflytjendalöggjöf. 14. mars 2016 07:00 Merkel segir gærdaginn hafa verið erfiðan fyrir Kristilega demókrata Hægri öfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland jók fylgi sitt í kosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum í gær. 14. mars 2016 13:43 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Sjá meira
Þýskir þjóðernissinnar eflast á fylkisþingunum Niðurstaða fylkiskosninga í Þýskalandi þykir áfall fyrir Merkel og áfellisdómur yfir frjálslyndri innflytjendastefnu hennar. AfD-flokkurinn á nú fulltrúa á átta af sextán fylkisþingum Þýskalands. Berjast fyrir strangari innflytjendalöggjöf. 14. mars 2016 07:00
Merkel segir gærdaginn hafa verið erfiðan fyrir Kristilega demókrata Hægri öfgaflokkurinn Alternativ für Deutschland jók fylgi sitt í kosningunum sem fram fóru í þremur sambandslöndum í gær. 14. mars 2016 13:43