Styrking krónunnar mesta ógnin við ferðaþjónustuna Una Sighvatsdóttir skrifar 15. mars 2016 19:18 Áætlað er að íslensk ferðaþjónusta muni skila á fimmta hundrað milljarða króna í gjaldeyri inn í hagkerfið í ár, enda von á um 1,8 milljónum ferðamanna til landsins. Þótt þróunin hljóti að teljast jákvæð fyrir þjóðarbúið varaði Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar við því, á Ferðaþjónustudeginum svo nefnda í dag, að þessum mikla vexti fylgi ný ógn við sjóndeildarhringinn.Gjörbreytir forsendum fyrir afnámi gjaldeyrishafta „Helsta ógn hvað varðar samkeppnishæfni ferðaþjónustu til skamms tíma er styrking gengis íslensku krónunnar. Og þar erum við kannski fórnarlömb eigin velgengni, vegna þess að uppgangur ferðaþjónustunnar hefur skapað gríðarlegt gjaldeyrisinnflæði og þetta gjörbreytir forsendum hvað varðar afnám gjaldeyrishaftanna.“ Grímur segir alveg ljóst að gengi gjaldmiðla sé mjög sterkur þáttur í vali ferðamanna á áfangastöðum, sem megi til dæmis sjá því að vöxtur greinarinnar nú byggir að miklu leyti á fjölgun ferðamanna frá Bandaríkjunum og Bretlandi, þar sem gengið er sterkt. „Á meðan er ekki sami vöxtur á gömlu mörkuðunum okkar eins og Mið-Evrópu og Skandinavíu, sem við teljum vera í beinu sambandi við veikingu evrunnar að undanförnu."Stjórnvalda að gæta þess að krónan styrkist ekki um of Því séu miklir hagsmunir undir því komnir að krónan styrkist ekki frekar. „Það er á verksviði stjórnvalda og í þeirra höndum að hafa auga á þessu. Það má vinna gegn styrkingu krónunnar eftir afnám gjaldeyrishafta með mótvægisaðgerðum.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála. Segir að enginn vilji sjá ferðamannaævintýrið enda eins og síldarævintýrið. Stjórnvöld séu meðvituð um að tryggja verði stöðugleika í efnahagslífinu, þar sem ferðaþjónustan vegur þungt. „Í vegvísi um ferðaþjónustuna sjálfa erum við sérstaklega með eitt verkefni sem er hafið í [Stjórnstöð ferðamála] sem er áhættugreining og setning ákveðinna sviðsmynda. Ef að það kemur eldgos ef að gengið verður of sterkt, ef að einhver óáran skellur á okkur. Hvernig við eigum að bregðast við. Þetta er auðvitað stóra samhengið í ferðaþjónustunni og í öllu efnahagslífinu.“ Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Áætlað er að íslensk ferðaþjónusta muni skila á fimmta hundrað milljarða króna í gjaldeyri inn í hagkerfið í ár, enda von á um 1,8 milljónum ferðamanna til landsins. Þótt þróunin hljóti að teljast jákvæð fyrir þjóðarbúið varaði Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar við því, á Ferðaþjónustudeginum svo nefnda í dag, að þessum mikla vexti fylgi ný ógn við sjóndeildarhringinn.Gjörbreytir forsendum fyrir afnámi gjaldeyrishafta „Helsta ógn hvað varðar samkeppnishæfni ferðaþjónustu til skamms tíma er styrking gengis íslensku krónunnar. Og þar erum við kannski fórnarlömb eigin velgengni, vegna þess að uppgangur ferðaþjónustunnar hefur skapað gríðarlegt gjaldeyrisinnflæði og þetta gjörbreytir forsendum hvað varðar afnám gjaldeyrishaftanna.“ Grímur segir alveg ljóst að gengi gjaldmiðla sé mjög sterkur þáttur í vali ferðamanna á áfangastöðum, sem megi til dæmis sjá því að vöxtur greinarinnar nú byggir að miklu leyti á fjölgun ferðamanna frá Bandaríkjunum og Bretlandi, þar sem gengið er sterkt. „Á meðan er ekki sami vöxtur á gömlu mörkuðunum okkar eins og Mið-Evrópu og Skandinavíu, sem við teljum vera í beinu sambandi við veikingu evrunnar að undanförnu."Stjórnvalda að gæta þess að krónan styrkist ekki um of Því séu miklir hagsmunir undir því komnir að krónan styrkist ekki frekar. „Það er á verksviði stjórnvalda og í þeirra höndum að hafa auga á þessu. Það má vinna gegn styrkingu krónunnar eftir afnám gjaldeyrishafta með mótvægisaðgerðum.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála. Segir að enginn vilji sjá ferðamannaævintýrið enda eins og síldarævintýrið. Stjórnvöld séu meðvituð um að tryggja verði stöðugleika í efnahagslífinu, þar sem ferðaþjónustan vegur þungt. „Í vegvísi um ferðaþjónustuna sjálfa erum við sérstaklega með eitt verkefni sem er hafið í [Stjórnstöð ferðamála] sem er áhættugreining og setning ákveðinna sviðsmynda. Ef að það kemur eldgos ef að gengið verður of sterkt, ef að einhver óáran skellur á okkur. Hvernig við eigum að bregðast við. Þetta er auðvitað stóra samhengið í ferðaþjónustunni og í öllu efnahagslífinu.“
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira