Bros getur þýtt svo ótrúlega margt Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 17. mars 2016 10:45 Rakel Tómasdóttir, hönnuður hjá Glamour á Íslandi, hannar letur í lokaverkefni sínu við Listaháskóla Íslands. Vísir/Vilhelm „Um þessar mundir er ég að vinna að útskriftarverkefninu mínu í Listaháskóla Íslands, ég er að hanna leturfjölskyldu sem heitir Silk. Leturfjölskylda er safn af mismunandi stílum af sömu leturtýpunni, til dæmis feitletrað og skáletrað,“ segir Rakel Tómasdóttir. Rakel hefur haft í nógu að snúast frá því hún hóf nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands en hún starfar sem hönnuður hjá tímaritinu Glamour.Rakel leggur áherslu á að sýna hvernig hægt sé að nota letrið á ýmsan hátt.„Upprunalega letrið sem ég hannaði er fótaletur en ég er einnig að þróa það yfir í steinskrift. Þegar letrið er tilbúið mun það vera til í 24 útgáfum og í framhaldinu ætti fólk að geta notað letrið eins og önnur letur, til dæmis í Word og öðrum forritum,“ segir Rakel en það er óhætt að segja að þessi unga hæfileikakona eigi framtíðina fyrir sér í hönnun. Guðmundur Úlfarsson og Mads Freund voru þeir fyrstu sem stofnuðu íslenska letursmiðju sem ber nafnið Or type og leit dagsins ljós árið 2013. Frá og með þeim tíma hafa vinsældir leturgerðar á Íslandi aukist til muna og fleiri íslensk letur litið dagsins ljós.Hægt er að fylgjast með hönnunarferli Rakelar á Instagram síðunni hennar @silktype„Mér finnst leturgerð mjög skemmtileg og eitthvað sem ég er alveg til í að halda áfram með. Or type er fyrsta íslenska letursmiðjan og ég lít mikið upp til þeirra, ég gæti alveg hugsað mér að hanna fleiri letur í framtíðinni,“ segir Rakel. Rakel leggur mikla áherslu á að sýna hvernig hægt sé að nota letrið á ýmsan hátt, hún hefur til dæmis opnað Instagram-síðu (@silktype) þar sem fólk getur fylgst með hönnunarferlinu og séð hvernig hægt er að nota letrið á mismunandi hátt. „Ég hef alls engan áhuga á að einangra mig og verkin mín, mér finnst mjög gaman að sýna það sem ég er að gera og fá viðbrögð frá fólki í kringum mig. Instagram er ótrúlega góður vettvangur til að sýna letrið og vinnuna í kringum það. Það myndast líka einhvers konar samfélög inni á Instagram þar sem fólk er að skoða hjá öðrum og skiptast á kommentum.“Hér má sjá leturfjölskylduna Silk.Rakel skrifaði lokaritgerðina sína um myndletur, eða emoji, þar sem hún skoðar til dæmis hvernig emoji gerir samskipti persónulegri. Fólk hefur oft velt því fyrir sér hvort tákn í samskiptum geti valdið misskilningi en er það raunin? „Það sem ég fjalla um í lokaritgerðinni minni er hversu margt sameiginlegt emoji-tákn eiga með líkamstjáningu í samskiptum fólks og hvernig þau bæta stafræn samskipti og gera þau persónulegri á allan hátt. Emoji eru orðin órjúfanlegur hluti rafrænna samskipta. Táknin geta hjálpað fólki að tjá tilfinningar sínar og hafa óræða merkingu og það sama á við um líkamstjáningu okkar,“ segir Rakel. Tíska og hönnun Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
„Um þessar mundir er ég að vinna að útskriftarverkefninu mínu í Listaháskóla Íslands, ég er að hanna leturfjölskyldu sem heitir Silk. Leturfjölskylda er safn af mismunandi stílum af sömu leturtýpunni, til dæmis feitletrað og skáletrað,“ segir Rakel Tómasdóttir. Rakel hefur haft í nógu að snúast frá því hún hóf nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands en hún starfar sem hönnuður hjá tímaritinu Glamour.Rakel leggur áherslu á að sýna hvernig hægt sé að nota letrið á ýmsan hátt.„Upprunalega letrið sem ég hannaði er fótaletur en ég er einnig að þróa það yfir í steinskrift. Þegar letrið er tilbúið mun það vera til í 24 útgáfum og í framhaldinu ætti fólk að geta notað letrið eins og önnur letur, til dæmis í Word og öðrum forritum,“ segir Rakel en það er óhætt að segja að þessi unga hæfileikakona eigi framtíðina fyrir sér í hönnun. Guðmundur Úlfarsson og Mads Freund voru þeir fyrstu sem stofnuðu íslenska letursmiðju sem ber nafnið Or type og leit dagsins ljós árið 2013. Frá og með þeim tíma hafa vinsældir leturgerðar á Íslandi aukist til muna og fleiri íslensk letur litið dagsins ljós.Hægt er að fylgjast með hönnunarferli Rakelar á Instagram síðunni hennar @silktype„Mér finnst leturgerð mjög skemmtileg og eitthvað sem ég er alveg til í að halda áfram með. Or type er fyrsta íslenska letursmiðjan og ég lít mikið upp til þeirra, ég gæti alveg hugsað mér að hanna fleiri letur í framtíðinni,“ segir Rakel. Rakel leggur mikla áherslu á að sýna hvernig hægt sé að nota letrið á ýmsan hátt, hún hefur til dæmis opnað Instagram-síðu (@silktype) þar sem fólk getur fylgst með hönnunarferlinu og séð hvernig hægt er að nota letrið á mismunandi hátt. „Ég hef alls engan áhuga á að einangra mig og verkin mín, mér finnst mjög gaman að sýna það sem ég er að gera og fá viðbrögð frá fólki í kringum mig. Instagram er ótrúlega góður vettvangur til að sýna letrið og vinnuna í kringum það. Það myndast líka einhvers konar samfélög inni á Instagram þar sem fólk er að skoða hjá öðrum og skiptast á kommentum.“Hér má sjá leturfjölskylduna Silk.Rakel skrifaði lokaritgerðina sína um myndletur, eða emoji, þar sem hún skoðar til dæmis hvernig emoji gerir samskipti persónulegri. Fólk hefur oft velt því fyrir sér hvort tákn í samskiptum geti valdið misskilningi en er það raunin? „Það sem ég fjalla um í lokaritgerðinni minni er hversu margt sameiginlegt emoji-tákn eiga með líkamstjáningu í samskiptum fólks og hvernig þau bæta stafræn samskipti og gera þau persónulegri á allan hátt. Emoji eru orðin órjúfanlegur hluti rafrænna samskipta. Táknin geta hjálpað fólki að tjá tilfinningar sínar og hafa óræða merkingu og það sama á við um líkamstjáningu okkar,“ segir Rakel.
Tíska og hönnun Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Kjólasaga Brooklyns loðin Valentino er allur Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning