Nýtt tímarit bætist við flóruna Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 4. mars 2016 10:00 Nýtt tímarit hefur bæst í flóruna á íslenskum tímaritamarkaði. Vísir/Anton „Við erum að miða að erlendum ferðamönnum en hingað til lands kemur fjöldi manns á hverjum degi og okkur finnst vera kominn tími til að tengja túrismann við verslanirnar og varpa ljósi á hvað Íslendingar eru að gera margt fjölbreytilegt og spennandi. Þessi heimur er kannski búinn að vera svolítið lokaður fyrir ferðamönnum þar sem það hefur verið lítið um efni á ensku varðandi lífsstíl og tísku en þess má geta að allar þær vörur sem við drögum fram í blaðinu má finna í verslunum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, ritstjóri Reykjavík Fashion and Design. Reykjavík Fashion and Design er nýtt lífsstíls- og tískutímarit sem fjallar um brot af því besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða varðandi tísku, menningu og hönnun. Blaðið kemur út í fyrsta skipti í dag og er gefið út á ensku. „Blaðið er á leiðinni í verslanir og ætti að vera komið í flestar bókabúðir og aðrar verslanir um allt land fyrir helgi. Svo ég mæli eindregið með því að fólk næli sér í eintak enda á þetta tímarit auðvitað líka við þá sem eru búsettir hérlendis,“ segir Ingibjörg aðspurð hvenær og hvar fólk geti nálgast tímaritið. Blaðið er fullt af fróðleik og skemmtilegum viðtölum, þar sem ritstjórnin leggur áherslu á vandað efni. Markmið blaðsins er að kynna Reykjavík sem spennandi borg og vekja athygli á flottri íslenskri hönnun, líflegri tísku og fjölbreytilegri menningu. „Við tökum Grandann og það svæði fyrir í þessu fyrsta tölublaði og segjum frá þeirri grósku sem á sér stað þar. Einnig prýðir Svandís Ósk Gestsdóttir forsíðuna hjá okkur en hún hefur síðastliðin sex ár þróað og hannað sínar eigin húðvörur. Hún hlaut einmitt styrk nýverið til þess að halda áfram með þróun á nýjum vörum sem er ótrúlega spennandi,“ segir Ingibjörg. Menning Tíska og hönnun Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Ógleymanlegt fermingarpils enn í uppáhaldi Kátir tískukarlar hjá Kölska Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Hægt og rólega að finna stílinn sinn aftur eftir barneignir Mætti á nærfötunum einum klæða Tár, gleði, hátíska og ást hjá Línu og Gumma í New York Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Halla valdi drapplitað fyrir þingsetninguna Laufey prýðir forsíðu Vogue Óþægilegir skór undantekningalaust slæm hugmynd Rakel María afhjúpar skotheldar leynileiðir í förðun Helen Óttars í herferð Juicy Couture Sjá meira
„Við erum að miða að erlendum ferðamönnum en hingað til lands kemur fjöldi manns á hverjum degi og okkur finnst vera kominn tími til að tengja túrismann við verslanirnar og varpa ljósi á hvað Íslendingar eru að gera margt fjölbreytilegt og spennandi. Þessi heimur er kannski búinn að vera svolítið lokaður fyrir ferðamönnum þar sem það hefur verið lítið um efni á ensku varðandi lífsstíl og tísku en þess má geta að allar þær vörur sem við drögum fram í blaðinu má finna í verslunum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, ritstjóri Reykjavík Fashion and Design. Reykjavík Fashion and Design er nýtt lífsstíls- og tískutímarit sem fjallar um brot af því besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða varðandi tísku, menningu og hönnun. Blaðið kemur út í fyrsta skipti í dag og er gefið út á ensku. „Blaðið er á leiðinni í verslanir og ætti að vera komið í flestar bókabúðir og aðrar verslanir um allt land fyrir helgi. Svo ég mæli eindregið með því að fólk næli sér í eintak enda á þetta tímarit auðvitað líka við þá sem eru búsettir hérlendis,“ segir Ingibjörg aðspurð hvenær og hvar fólk geti nálgast tímaritið. Blaðið er fullt af fróðleik og skemmtilegum viðtölum, þar sem ritstjórnin leggur áherslu á vandað efni. Markmið blaðsins er að kynna Reykjavík sem spennandi borg og vekja athygli á flottri íslenskri hönnun, líflegri tísku og fjölbreytilegri menningu. „Við tökum Grandann og það svæði fyrir í þessu fyrsta tölublaði og segjum frá þeirri grósku sem á sér stað þar. Einnig prýðir Svandís Ósk Gestsdóttir forsíðuna hjá okkur en hún hefur síðastliðin sex ár þróað og hannað sínar eigin húðvörur. Hún hlaut einmitt styrk nýverið til þess að halda áfram með þróun á nýjum vörum sem er ótrúlega spennandi,“ segir Ingibjörg.
Menning Tíska og hönnun Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Ógleymanlegt fermingarpils enn í uppáhaldi Kátir tískukarlar hjá Kölska Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Hægt og rólega að finna stílinn sinn aftur eftir barneignir Mætti á nærfötunum einum klæða Tár, gleði, hátíska og ást hjá Línu og Gumma í New York Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Halla valdi drapplitað fyrir þingsetninguna Laufey prýðir forsíðu Vogue Óþægilegir skór undantekningalaust slæm hugmynd Rakel María afhjúpar skotheldar leynileiðir í förðun Helen Óttars í herferð Juicy Couture Sjá meira