Skólameistari hræðist bjórkvöld nemenda Þórdís Valsdóttir skrifar 7. mars 2016 07:00 Menntaskólanemar segja að auðvelt sé að nálgast áfengi á skemmtistöðum þar sem bjórkvöld eru haldin. Nordicphoto/Getty Samkvæmt menntaskólanemum er algengt að nemendafélög menntaskólanna skipuleggi og standi fyrir svokölluðum bjórkvöldum. Að sögn fjölda menntaskólanema er bjórkvöld nánast um hverja einustu helgi, hjá einhverju nemendafélagi. Í flestum tilfellum eru þau haldin á skemmtistöðum og selt er inn á staðina. Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segist kannast við umrædd bjórkvöld, þau hafi komið upp af og til í gegnum árin. „Ef ég heyri af einhverju slíku með fyrirvara þá læt ég lögregluna vita,“ segir Már en tekur fram að hann hafi ekki heyrt af slíku kvöldi síðastliðinn vetur.Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund. Fréttablaðið/Stefán„Maður er skíthræddur við þessi kvöld. Þetta er eftirlitslaust og þarna eru unglingar sem kunna ekkert með áfengi að fara og það getur allur skrattinn skeð," segir Már. Samkvæmt áfengislögum er óheimilt að selja þeim sem eru yngri en 20 ára áfengi. Að sögn nemenda er auðvelt fyrir einstaklinga undir 20 ára aldri að kaupa áfengi á bjórkvöldum, margir noti fölsuð skilríki en oft á tíðum er lítil sem engin gæsla inni á stöðunum. „Ég trúi því ekki að nemendafélögin skipuleggi þetta,“ segir Már og tekur fram að þeir sem eru í forystu nemendafélags Menntaskólans við Sund fái starf sitt metið sem sjálfstæðan áfanga. „Það er alveg klárt mál að ef reglurnar eru brotnar með þessum hætti þá er allt samstarf búið,“ segir Már.Haukur Vagnsson. Fréttablaðið/ArnþórHaukur Vagnsson, framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Hendrix, segir að það sé ekki óalgengt að einstaklingar hafi samband við hann til að halda bjórkvöld fyrir menntaskólanema. Haukur vísar því algjörlega á bug að börn undir 18 ára séu á staðnum eða að ungmenni yngri en 20 ára geti keypt þar áfengi. „Allir sem koma hingað inn eru spurðir um skilríki og þeir sem hafa náð tuttugu ára aldri fá armbönd og enginn fær afgreiðslu á barnum nema að vera með armband,“ segir Haukur. Að mati Hauks er löggjöfin misvísandi því 18 ára aldurstakmark er inn á staðinn en aldurstakmark á barinn er 20 ára. „Þetta gerir okkur þvílíkt erfitt fyrir, löggjöfin er bara ekki nógu góð í þessu,“ segir Haukur. Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Samkvæmt menntaskólanemum er algengt að nemendafélög menntaskólanna skipuleggi og standi fyrir svokölluðum bjórkvöldum. Að sögn fjölda menntaskólanema er bjórkvöld nánast um hverja einustu helgi, hjá einhverju nemendafélagi. Í flestum tilfellum eru þau haldin á skemmtistöðum og selt er inn á staðina. Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segist kannast við umrædd bjórkvöld, þau hafi komið upp af og til í gegnum árin. „Ef ég heyri af einhverju slíku með fyrirvara þá læt ég lögregluna vita,“ segir Már en tekur fram að hann hafi ekki heyrt af slíku kvöldi síðastliðinn vetur.Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund. Fréttablaðið/Stefán„Maður er skíthræddur við þessi kvöld. Þetta er eftirlitslaust og þarna eru unglingar sem kunna ekkert með áfengi að fara og það getur allur skrattinn skeð," segir Már. Samkvæmt áfengislögum er óheimilt að selja þeim sem eru yngri en 20 ára áfengi. Að sögn nemenda er auðvelt fyrir einstaklinga undir 20 ára aldri að kaupa áfengi á bjórkvöldum, margir noti fölsuð skilríki en oft á tíðum er lítil sem engin gæsla inni á stöðunum. „Ég trúi því ekki að nemendafélögin skipuleggi þetta,“ segir Már og tekur fram að þeir sem eru í forystu nemendafélags Menntaskólans við Sund fái starf sitt metið sem sjálfstæðan áfanga. „Það er alveg klárt mál að ef reglurnar eru brotnar með þessum hætti þá er allt samstarf búið,“ segir Már.Haukur Vagnsson. Fréttablaðið/ArnþórHaukur Vagnsson, framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Hendrix, segir að það sé ekki óalgengt að einstaklingar hafi samband við hann til að halda bjórkvöld fyrir menntaskólanema. Haukur vísar því algjörlega á bug að börn undir 18 ára séu á staðnum eða að ungmenni yngri en 20 ára geti keypt þar áfengi. „Allir sem koma hingað inn eru spurðir um skilríki og þeir sem hafa náð tuttugu ára aldri fá armbönd og enginn fær afgreiðslu á barnum nema að vera með armband,“ segir Haukur. Að mati Hauks er löggjöfin misvísandi því 18 ára aldurstakmark er inn á staðinn en aldurstakmark á barinn er 20 ára. „Þetta gerir okkur þvílíkt erfitt fyrir, löggjöfin er bara ekki nógu góð í þessu,“ segir Haukur.
Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira