Skólameistari hræðist bjórkvöld nemenda Þórdís Valsdóttir skrifar 7. mars 2016 07:00 Menntaskólanemar segja að auðvelt sé að nálgast áfengi á skemmtistöðum þar sem bjórkvöld eru haldin. Nordicphoto/Getty Samkvæmt menntaskólanemum er algengt að nemendafélög menntaskólanna skipuleggi og standi fyrir svokölluðum bjórkvöldum. Að sögn fjölda menntaskólanema er bjórkvöld nánast um hverja einustu helgi, hjá einhverju nemendafélagi. Í flestum tilfellum eru þau haldin á skemmtistöðum og selt er inn á staðina. Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segist kannast við umrædd bjórkvöld, þau hafi komið upp af og til í gegnum árin. „Ef ég heyri af einhverju slíku með fyrirvara þá læt ég lögregluna vita,“ segir Már en tekur fram að hann hafi ekki heyrt af slíku kvöldi síðastliðinn vetur.Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund. Fréttablaðið/Stefán„Maður er skíthræddur við þessi kvöld. Þetta er eftirlitslaust og þarna eru unglingar sem kunna ekkert með áfengi að fara og það getur allur skrattinn skeð," segir Már. Samkvæmt áfengislögum er óheimilt að selja þeim sem eru yngri en 20 ára áfengi. Að sögn nemenda er auðvelt fyrir einstaklinga undir 20 ára aldri að kaupa áfengi á bjórkvöldum, margir noti fölsuð skilríki en oft á tíðum er lítil sem engin gæsla inni á stöðunum. „Ég trúi því ekki að nemendafélögin skipuleggi þetta,“ segir Már og tekur fram að þeir sem eru í forystu nemendafélags Menntaskólans við Sund fái starf sitt metið sem sjálfstæðan áfanga. „Það er alveg klárt mál að ef reglurnar eru brotnar með þessum hætti þá er allt samstarf búið,“ segir Már.Haukur Vagnsson. Fréttablaðið/ArnþórHaukur Vagnsson, framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Hendrix, segir að það sé ekki óalgengt að einstaklingar hafi samband við hann til að halda bjórkvöld fyrir menntaskólanema. Haukur vísar því algjörlega á bug að börn undir 18 ára séu á staðnum eða að ungmenni yngri en 20 ára geti keypt þar áfengi. „Allir sem koma hingað inn eru spurðir um skilríki og þeir sem hafa náð tuttugu ára aldri fá armbönd og enginn fær afgreiðslu á barnum nema að vera með armband,“ segir Haukur. Að mati Hauks er löggjöfin misvísandi því 18 ára aldurstakmark er inn á staðinn en aldurstakmark á barinn er 20 ára. „Þetta gerir okkur þvílíkt erfitt fyrir, löggjöfin er bara ekki nógu góð í þessu,“ segir Haukur. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Samkvæmt menntaskólanemum er algengt að nemendafélög menntaskólanna skipuleggi og standi fyrir svokölluðum bjórkvöldum. Að sögn fjölda menntaskólanema er bjórkvöld nánast um hverja einustu helgi, hjá einhverju nemendafélagi. Í flestum tilfellum eru þau haldin á skemmtistöðum og selt er inn á staðina. Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segist kannast við umrædd bjórkvöld, þau hafi komið upp af og til í gegnum árin. „Ef ég heyri af einhverju slíku með fyrirvara þá læt ég lögregluna vita,“ segir Már en tekur fram að hann hafi ekki heyrt af slíku kvöldi síðastliðinn vetur.Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund. Fréttablaðið/Stefán„Maður er skíthræddur við þessi kvöld. Þetta er eftirlitslaust og þarna eru unglingar sem kunna ekkert með áfengi að fara og það getur allur skrattinn skeð," segir Már. Samkvæmt áfengislögum er óheimilt að selja þeim sem eru yngri en 20 ára áfengi. Að sögn nemenda er auðvelt fyrir einstaklinga undir 20 ára aldri að kaupa áfengi á bjórkvöldum, margir noti fölsuð skilríki en oft á tíðum er lítil sem engin gæsla inni á stöðunum. „Ég trúi því ekki að nemendafélögin skipuleggi þetta,“ segir Már og tekur fram að þeir sem eru í forystu nemendafélags Menntaskólans við Sund fái starf sitt metið sem sjálfstæðan áfanga. „Það er alveg klárt mál að ef reglurnar eru brotnar með þessum hætti þá er allt samstarf búið,“ segir Már.Haukur Vagnsson. Fréttablaðið/ArnþórHaukur Vagnsson, framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Hendrix, segir að það sé ekki óalgengt að einstaklingar hafi samband við hann til að halda bjórkvöld fyrir menntaskólanema. Haukur vísar því algjörlega á bug að börn undir 18 ára séu á staðnum eða að ungmenni yngri en 20 ára geti keypt þar áfengi. „Allir sem koma hingað inn eru spurðir um skilríki og þeir sem hafa náð tuttugu ára aldri fá armbönd og enginn fær afgreiðslu á barnum nema að vera með armband,“ segir Haukur. Að mati Hauks er löggjöfin misvísandi því 18 ára aldurstakmark er inn á staðinn en aldurstakmark á barinn er 20 ára. „Þetta gerir okkur þvílíkt erfitt fyrir, löggjöfin er bara ekki nógu góð í þessu,“ segir Haukur.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira