Tryggt verði að aldraðir geti verið saman Svavar Hávarðsson og Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. mars 2016 07:00 Litið er til nágrannalanda varðandi réttindi aldraðra. vísir/valli Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um málefni aldraðra, sem lýtur að því að tryggja hjónum, og sambúðarfólki, rétt til að vera áfram samvistum þótt annað þeirra þurfi að dveljast til langframa á stofnun fyrir aldraða. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir, einnig þingmenn Vinstri grænna, eru meðflutningsmenn Svandísar.Svandís SvavarsdóttirÍ greinargerð frumvarpsins segir að þessi réttur sé í dag ekki tryggður og því geti öldruð hjón eða sambýlisfólk þurft að slíta samvistum gegn vilja sínum þegar langtímadvöl á stofnun fyrir aldraða er nauðsynleg. Aðskilnaðurinn geti reynst þeim, og aðstandendum, þungbær og því mikið hagsmunamál aldraðra að tryggja rétt þeirra til áframhaldandi sambúðar. Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er slíkur réttur við lýði en er misjafnlega tryggður og útfærður. Réttur aldraðra í Danmörku, Noregi og Svíþjóð til sambúðar við maka eða lífsförunaut á stofnun fyrir aldraða byggist á þeirri grunnforsendu að með því aukist réttindi og lífsgæði aldraðra og eru færð fyrir því ýmis rök. „Sömu sjónarmið og urðu til þess að öldruðum pörum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur verið veittur réttur til sambúðar á stofnunum fyrir aldraða hljóta einnig að eiga við hérlendis,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Að ýmsu er að hyggja áður en hjónum og sambýlisfólki verður veittur réttur til sambúðar á dvalar- og hjúkrunarheimilum hérlendis, og því er ætlaður aðlögunartími til 1. janúar 2018, m.a. til að læra af reynslu grannþjóðanna. Gert er ráð fyrir að rekstraraðilar heimilanna geti sótt fjárstyrk í framkvæmdasjóð aldraðra til þeirra breytinga sem þarf að gera.Þórunn SveinbjörnsdóttirÞórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, á einnig sæti í öldungaráði Reykjavíkurborgar. Hún segir ástandið ekki eins slæmt og talið hafði verið. „Við höfum kynnt okkur betur hvernig þetta er í raun og veru. Og það eru miklu fleiri hjónaíbúðir til en fólk veit af. Bara uppi í Seljahlíð eru fimm eða sex og það eru nokkrar á Hrafnistu og það eru nokkrar á Grund,“ segir Þórunn og bætir við að ástandið sé ekki eins alvarlegt og fullyrt hafi verið fyrir tveimur til þremur árum. Aftur á móti þurfi að gera fólki betur grein fyrir því að úrræðin séu til staðar. „Alveg klárlega,“ segir Þórunn. Hún segir þó mjög vel hugsanlegt að það vanti enn fleiri hjónaíbúðir og það sé mikilvægt að halda umræðunni áfram. Það sé ótækt að slíta fólk í sundur eftir 50 til sextíu ára sambúð. „Það er alveg grundvallaratriði.“ Þórunn segir að það vanti líka sárlega önnur úrræði. „Til dæmis ef veikur maki er heima að þá einangrast sá fríski sem er að annast þann veika. Og þarna veit enginn hvað er í gangi. Þarna er gríðarleg þörf á að hvíla þann maka sem er frískur. Þetta vitum við heilmikið um og verðum vör við nánast vikulega.“ Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um málefni aldraðra, sem lýtur að því að tryggja hjónum, og sambúðarfólki, rétt til að vera áfram samvistum þótt annað þeirra þurfi að dveljast til langframa á stofnun fyrir aldraða. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir, einnig þingmenn Vinstri grænna, eru meðflutningsmenn Svandísar.Svandís SvavarsdóttirÍ greinargerð frumvarpsins segir að þessi réttur sé í dag ekki tryggður og því geti öldruð hjón eða sambýlisfólk þurft að slíta samvistum gegn vilja sínum þegar langtímadvöl á stofnun fyrir aldraða er nauðsynleg. Aðskilnaðurinn geti reynst þeim, og aðstandendum, þungbær og því mikið hagsmunamál aldraðra að tryggja rétt þeirra til áframhaldandi sambúðar. Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er slíkur réttur við lýði en er misjafnlega tryggður og útfærður. Réttur aldraðra í Danmörku, Noregi og Svíþjóð til sambúðar við maka eða lífsförunaut á stofnun fyrir aldraða byggist á þeirri grunnforsendu að með því aukist réttindi og lífsgæði aldraðra og eru færð fyrir því ýmis rök. „Sömu sjónarmið og urðu til þess að öldruðum pörum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefur verið veittur réttur til sambúðar á stofnunum fyrir aldraða hljóta einnig að eiga við hérlendis,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Að ýmsu er að hyggja áður en hjónum og sambýlisfólki verður veittur réttur til sambúðar á dvalar- og hjúkrunarheimilum hérlendis, og því er ætlaður aðlögunartími til 1. janúar 2018, m.a. til að læra af reynslu grannþjóðanna. Gert er ráð fyrir að rekstraraðilar heimilanna geti sótt fjárstyrk í framkvæmdasjóð aldraðra til þeirra breytinga sem þarf að gera.Þórunn SveinbjörnsdóttirÞórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, á einnig sæti í öldungaráði Reykjavíkurborgar. Hún segir ástandið ekki eins slæmt og talið hafði verið. „Við höfum kynnt okkur betur hvernig þetta er í raun og veru. Og það eru miklu fleiri hjónaíbúðir til en fólk veit af. Bara uppi í Seljahlíð eru fimm eða sex og það eru nokkrar á Hrafnistu og það eru nokkrar á Grund,“ segir Þórunn og bætir við að ástandið sé ekki eins alvarlegt og fullyrt hafi verið fyrir tveimur til þremur árum. Aftur á móti þurfi að gera fólki betur grein fyrir því að úrræðin séu til staðar. „Alveg klárlega,“ segir Þórunn. Hún segir þó mjög vel hugsanlegt að það vanti enn fleiri hjónaíbúðir og það sé mikilvægt að halda umræðunni áfram. Það sé ótækt að slíta fólk í sundur eftir 50 til sextíu ára sambúð. „Það er alveg grundvallaratriði.“ Þórunn segir að það vanti líka sárlega önnur úrræði. „Til dæmis ef veikur maki er heima að þá einangrast sá fríski sem er að annast þann veika. Og þarna veit enginn hvað er í gangi. Þarna er gríðarleg þörf á að hvíla þann maka sem er frískur. Þetta vitum við heilmikið um og verðum vör við nánast vikulega.“
Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira