Enski boltinn

Pardew bálreiður í viðtali eftir tapið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alan Pardew, stjóri Crystal Palace.
Alan Pardew, stjóri Crystal Palace. Vísir/Getty
Alan Pardew, stjóri Crystal Palace, gat ekki leynt gremju sinni í viðtali við BBC eftir 2-1 tapið gegn Liverpool í gær.

Liverpool var marki undir þegar James Milner var rekinn af velli en náði samt að knýja fram sigur. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu sem Christian Benteke fékk á fimmtu mínútu uppbótartíma leiksins.

Sjá einnig: Benteke tryggði Liverpool þriðja sigurinn í röð

Pardew var afar ósáttur við ákvörðun dómarans og gat ekki leynt vonbrigðum sínum í viðtali við BBC eftir leikinn í gær.

Hann var spurður af fréttamanninum hvort að dómarar verði ekki að dæma vítaspyrnu ef þeir telja að brot hafi átt sér stað, hvort sem það gerist á fimmtu mínútu eða 95. mínútu leiksins.

„Jú, en þú verður að vera 100 prósent viss. Það þarf að sjá það í ofurhægri endursýningu til að sjá snertingu varnarmannsins og hann [Benteke] fer niður eins og hann hafi verið skotinn.“

„Ókei. Það er í raun það sem við erum að ræða um. Á síðustu sekúndu leiksins. Ætlarðu að dæma víti þá?“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×