Gylfi Þór sagður ein helsta ástæða þess að Swansea mun halda sér uppi Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2016 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar sigurmarkinu með stæl á móti Norwich. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson átti enn einn stórleikinn á árinu 2016 þegar hann tryggði Swansea sigur gegn Norwich, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Gylfi Þór er nú búinn að skora sex mörk í síðustu tíu leikjum og í heildina átta mörk. Hann er markahæstur í Swansea-liðinu ásamt Andre Ayew.Sjá einnig:Gylfi í liði vikunnar á BBC Íslenski landsliðsmaðurinn hefur verið lang besti leikmaður Swansea á nýju ári eftir að hafa nokkuð hægt um sig fram að áramótum. Stjórabreytingin hefur farið vel í hann, en Gylfi er að blómstra undir stjórn Alan Curtis og Francesco Guidolin. Á fréttavefnum Wales Online, sem fylgist vel með Swansea-liðinu í ensku úrvalsdeildinni, er farið ítarlega yfir fallbaráttu Swansea í skemmtilegri grein, en liðið er nú níu stigum frá öruggu sæti þegar níu umferðir eru eftir.Töfratölurnar Fallbaráttan er teiknuð upp með helstu tölunum sem skipta máli fyrir Gylfa Þór og félaga, en þar er byrjað á því að benda á töluna 9 í ljósi þess að Swansea er níu stigum frá falli. Talan 28 táknar að Newcastle, sem er í harðri fallbaráttu við Swansea, hefur spilað einum leik minna en leikurinn sem liðið á til góða er reyndar á móti Manchester City. Talan 38 er til merkis um stigafjöldann sem Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Sunderland, hefur sagt að sé nóg að safna í deildinni að þessu sinni til að halda sér uppi. Stóri Sam hefur aldrei fallið og ætti því að vita um hvað hann er að tala. Swansea þarf því aðeins fimm stig í síðustu níu leikjum liðsins, ef marka má Allardyce.Gylfi Þór og Jack Cork hlupu manna mest.vísir/gettyBestur á vellinum Þá er komið að tölunni 23 en hún táknar númerið sem Gylfi Þór Sigurðsson ber á bakinu. „Númer 23 hjá Swansea, Gylfi Sigurðsson, var lang besti maður vallarins,“ segir í greininni. „Þetta er sjötta markið hans í síðustu tíu leikjum en í heildina er hann búinn að skora átta mörk. Það var samt heildarframmistaða hans sem var svo góð, meira að segja í daufum fyrri hálfleik.“ „Enginn leikmaður kom oftar við boltann en Gylfi (74 sinnum) sem sýnir áhrif hans á vellinum. Hann gaf líka fleiri sendingar (61) en nokkur annar leikmaður og átti fleiri skot en allir leikmenn Norwich. Hann sinnti einnig skítavinnunni og vann fimm tæklingar,“ segir í umsögn um Gylfa Þór. Íslenski landsliðsmaðurinn kemur einnig fyrir þegar dregin er upp talan 12,2 sem táknar kílómetrafjöldann sem Jack Cork, félagi Gylfa á miðjunni, hljóp í leiknum. Gylfi Þór hljóp næst mest eða 11,3 kílómetra. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi hetja Swansea í fallslagnum | Sjáðu markið Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea City gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Norwich City í fallslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. 5. mars 2016 16:45 Viðurkenna ekki stoðsendinguna hans Gylfa á móti Arsenal Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið maðurinn á bak við tvö sigurmörk Swansea á síðustu fjórum dögum en velska liðið fór langt með að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni með sigurleikjum á móti Arsenal og Norwich. 6. mars 2016 14:00 Fyrrum fyrirliði Liverpool: Gylfi var yfirburðarmaður á vellinum í gær Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea City gríðarlega mikilvægan sigur á Norwich í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í gær. 6. mars 2016 10:13 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson átti enn einn stórleikinn á árinu 2016 þegar hann tryggði Swansea sigur gegn Norwich, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Gylfi Þór er nú búinn að skora sex mörk í síðustu tíu leikjum og í heildina átta mörk. Hann er markahæstur í Swansea-liðinu ásamt Andre Ayew.Sjá einnig:Gylfi í liði vikunnar á BBC Íslenski landsliðsmaðurinn hefur verið lang besti leikmaður Swansea á nýju ári eftir að hafa nokkuð hægt um sig fram að áramótum. Stjórabreytingin hefur farið vel í hann, en Gylfi er að blómstra undir stjórn Alan Curtis og Francesco Guidolin. Á fréttavefnum Wales Online, sem fylgist vel með Swansea-liðinu í ensku úrvalsdeildinni, er farið ítarlega yfir fallbaráttu Swansea í skemmtilegri grein, en liðið er nú níu stigum frá öruggu sæti þegar níu umferðir eru eftir.Töfratölurnar Fallbaráttan er teiknuð upp með helstu tölunum sem skipta máli fyrir Gylfa Þór og félaga, en þar er byrjað á því að benda á töluna 9 í ljósi þess að Swansea er níu stigum frá falli. Talan 28 táknar að Newcastle, sem er í harðri fallbaráttu við Swansea, hefur spilað einum leik minna en leikurinn sem liðið á til góða er reyndar á móti Manchester City. Talan 38 er til merkis um stigafjöldann sem Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Sunderland, hefur sagt að sé nóg að safna í deildinni að þessu sinni til að halda sér uppi. Stóri Sam hefur aldrei fallið og ætti því að vita um hvað hann er að tala. Swansea þarf því aðeins fimm stig í síðustu níu leikjum liðsins, ef marka má Allardyce.Gylfi Þór og Jack Cork hlupu manna mest.vísir/gettyBestur á vellinum Þá er komið að tölunni 23 en hún táknar númerið sem Gylfi Þór Sigurðsson ber á bakinu. „Númer 23 hjá Swansea, Gylfi Sigurðsson, var lang besti maður vallarins,“ segir í greininni. „Þetta er sjötta markið hans í síðustu tíu leikjum en í heildina er hann búinn að skora átta mörk. Það var samt heildarframmistaða hans sem var svo góð, meira að segja í daufum fyrri hálfleik.“ „Enginn leikmaður kom oftar við boltann en Gylfi (74 sinnum) sem sýnir áhrif hans á vellinum. Hann gaf líka fleiri sendingar (61) en nokkur annar leikmaður og átti fleiri skot en allir leikmenn Norwich. Hann sinnti einnig skítavinnunni og vann fimm tæklingar,“ segir í umsögn um Gylfa Þór. Íslenski landsliðsmaðurinn kemur einnig fyrir þegar dregin er upp talan 12,2 sem táknar kílómetrafjöldann sem Jack Cork, félagi Gylfa á miðjunni, hljóp í leiknum. Gylfi Þór hljóp næst mest eða 11,3 kílómetra.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi hetja Swansea í fallslagnum | Sjáðu markið Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea City gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Norwich City í fallslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. 5. mars 2016 16:45 Viðurkenna ekki stoðsendinguna hans Gylfa á móti Arsenal Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið maðurinn á bak við tvö sigurmörk Swansea á síðustu fjórum dögum en velska liðið fór langt með að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni með sigurleikjum á móti Arsenal og Norwich. 6. mars 2016 14:00 Fyrrum fyrirliði Liverpool: Gylfi var yfirburðarmaður á vellinum í gær Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea City gríðarlega mikilvægan sigur á Norwich í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í gær. 6. mars 2016 10:13 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Gylfi hetja Swansea í fallslagnum | Sjáðu markið Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea City gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Norwich City í fallslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. 5. mars 2016 16:45
Viðurkenna ekki stoðsendinguna hans Gylfa á móti Arsenal Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið maðurinn á bak við tvö sigurmörk Swansea á síðustu fjórum dögum en velska liðið fór langt með að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni með sigurleikjum á móti Arsenal og Norwich. 6. mars 2016 14:00
Fyrrum fyrirliði Liverpool: Gylfi var yfirburðarmaður á vellinum í gær Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Swansea City gríðarlega mikilvægan sigur á Norwich í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í gær. 6. mars 2016 10:13