Enski boltinn

Fullyrt að McClaren verði rekinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve McClaren.
Steve McClaren. Vísir/Getty
Steve McClaren verður á allra næstu dögum rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Newcastle ef marka má fréttir ensku blaðanna í dag.

The Guardian greindi frá því í gærkvöldi að McClaren verði látinn taka poka sinn á næstu 48 klukkustundum en stjórn félagsins mun hafa komið saman á neyðarfundi í gær.

Sjá einnig: Shearer: McClaren er í vondum málum

Newcastle tapaði fyrir Bournemouth, 3-1, á heimavelli um helgina og er nú í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig. Liðið hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum en McClaren var ráðinn til félagsins í sumar.

Nú þegar er byrjað að orða aðra stjóra við stöðu McClaren og hafa helst þeir Rafa Benitez, Brendan Rodgers og David Moyes verið orðaðir við starfið.

Newcastle leikur næst gegn toppliði Leicester á mánudagskvöldið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×