Enski boltinn

Leikmenn Arsenal héldu krísufund á bak við tjöldin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman hjá Theo Walcott, Kieran Gibbs og Alex Iwobi í gærkvöldi.
Það var gaman hjá Theo Walcott, Kieran Gibbs og Alex Iwobi í gærkvöldi. Vísir/Getty
Arsenal vann langþráðan sigur í gærkvöldi þegar liðið sló b-deildarlið Hull City sannfærandi út úr ensku bikarkeppninni. Theo Walcott skoraði tvö marka liðsins í þessum 4-0 sigri og hann ræddi ýmislegt við blaðamann Evening Standard eftir leikinn.

„Við ætlum ekki að vera í neinum feluleik. Þetta er búið að vera erfiður tími fyrir liðið. Við höfum allir verið að tala saman á bak við tjöldin, án þess að einhver þjálfaranna eða knattspyrnustjórinn hafi vitað um það. Það var mikilvægt fyrir okkur sem lið," sagði Theo Walcott við Evening Standard.

Arsenal gerði 2-2 jafntefli við nágranna sína í Tottenham í leiknum á undan en hafði þar áður tapað þremur leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Frá fyrri bikarleiknum við Hull sem endaði með markalausu jafntefli höfðu Arsenal-menn spilað fimm leiki í röð í öllum keppnum án þess að fagna sigri. Það var því þungu fargi létt af liðinu þegar sigurinn var í höfn í gærkvöldi.

„Við verðum bara að spila svona oftar. Við sýndum það í Tottenham-leiknum þegar við lentum undir tíu á móti ellefu að það er trú og karakter í þessu liði," sagði Walcott.

„Við gefumst aldrei upp. Derby-leikur eins og sá á móti Tottenham getur snúið við tímabili og kannski tókst okkur það í endurkomunni í þeim leik," sagði Walcott.


Tengdar fréttir

Giroud missti næstum því af leiknum í gær

Olivier Giroud skoraði tvö fyrstu mörkin í 4-0 sigri Arsenal á Hull í gærkvöldi í endurteknum leik liðanna í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×