Sport

Dana: Holly veit ekki hverju hún var að missa af

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tate svæfði Holly í búrinu um síðustu helgi.
Tate svæfði Holly í búrinu um síðustu helgi. vísir/getty
Dana White, forseti UFC, var ekki sáttur við þá ákvörðun Holly Holm að berjast við einhverja aðra en Rondu Rousey. Það hafi nú kostað hana mikla peninga.

Ronda tók sér frí eftir að Holly rotaði hana í nóvember síðastliðnum. Stefnt var að öðrum bardaga á milli þeirra næsta sumar. Af því verður ekki því Holly tapaði gegn Miesha Tate um síðustu helgi og Tate fær því að berjast gegn Rousey næst.

Dana segir að Holly hefði átt að bíða og segir að það sé umboðsmanni hennar, Lenny Fresquez, að kenna að hún beið ekki.

„Það sorglega við þetta er að Lenny er gamall boxari sem heldur að hann sé sniðugur en hann er það alls ekki. Ég finn til með Holly,“ sagði Dana en bardagi á milli Holly og Rondu hefði líka gefið UFC meira en bardagi Rondu og Tate.

„Ég er ekki viss um að Holly viti hverju hún sé að missa af. Hún hefur ofurtrú á fólkinu í kringum sig og treystir því of vel. Hún mætti ekki einu sinni á fund um líf sitt og treysti öðrum. Hún hefði getað afrekað mun stærri hluti og ég held að hún viti ekki af því.“

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×