Líkur á að saga Akranesbæjar endi á haugunum Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2016 16:03 Akranes. Vísir/GVA „Það er ekki gott ef sagan fer á haugana,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri útgáfufélagsins Uppheima, í samtali við Vísi en hann áætlar að einhver 250 til 300 bindi af Sögu Akranesbæjar endi á haugunum. Um er að ræða fyrstu tvö bindin af sögu bæjarins en ritun þeirra lauk árið 2011 og hafði þá tekið um fjórtán ár í vinnslu og kostað bæjarfélagið hátt í hundrað milljónir króna. Sveinn Andri sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrr í dag að hann hefði viljað fá milljón krónur fyrir bindin en bærinn var ekki tilbúinn til að greiða meira en hálfa milljón króna fyrir þau. „Það halda margir að þeir geti fengið hluti á lágu verði ef þrotabú á í hlut en það var bara ekki hægt að fara eins lágt og þau buðu,“ segir Sveinn. Hann segir bindin fara á markað félags bóksala í lok febrúar og þar verður hægt að tryggja sér eintök af þessari sögu Akraness. Það sem ekki selst fer á haugana. „Áður en ég var skipaður skiptastjóri þá var sjö tonnum af bókum fargað og þetta eru 23 bretti. Það sem ég sel ekki á næstu mánuðum, því þarf þrotabúið að farga, annars leggst á þetta geymslukostnaður,“ segir Sveinn. Þjóðháttafræðingurinn Gunnlaugur Haraldsson vann að ritun sögun Akraness en honum var tilkynnt á fundi í fyrra að Akranesbær myndi ekki leggja fram frekara fjármagn í verkið og því munu seinni tvö bindin ekki koma út. Ritun sögunnar hefur vakið mikla athygli en fyrstu tvö bindin fengu afar slæma dóma. Harpa Hreinsdóttir, kennari við Fjölbrautarskóla Vesturlands, kallaði verkið „tært bull“ og Páll Baldvin Baldvinsson bókmenntagagnrýnandi sagði vinnuna óvandaða og ekki væri fótur fyrir þeirri sögukenningu sem þar kom fram. Sá dómur birtist í Fréttatímanum og íhugaði Akranesbær að stefna blaðinu vegna ritdómsins en ekkert varð af því. Tengdar fréttir Saga Akraness tilbúin eftir áratugarskrif Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur mun í dag afhenda Árna Múla Jónassyni, bæjarstjóra á Akranesi, handrit fyrstu tveggja binda Sögu Akraness við athöfn sem fram fer í Kirkjuhvoli og hefst klukkan fimm. 18. janúar 2011 14:47 Nærri 80 milljónir í ritun sögu Akraness „Nú er svo komið að ég hef misst alla tiltrú á orðum sagnaritarans og get því ekki greitt atkvæði með nýjum samningi,“ segir í bókun Karenar Jónsdóttir þegar hún ein níu bæjarfulltrúa á Akranesi neitaði að samþykkja viðbótagreiðslur vegna ritunar á Sögu Akraness. 2. janúar 2010 03:00 Saga Akraness sögð tært bull „Helstu niðurstöður mínar eru að meðferð heimilda er mjög ábótavant, myndir eru oft rangt merktar eða notaðar í heimildaleysi, umfjöllun um landnámsmenn eru studdar vægast sagt hæpnum rökum og niðurstaðan er, að mínu mati, tært bull,“ segir Harpa Hreinsdóttir, kennara í Fjölbrautaskóla Vesturlands, um fyrstu tvö bindin af Sögu Akraness sem kom út fyrir á árinu. 3. júní 2011 20:29 Vill lögreglurannsókn á vondum bókarskrifum Bókin Saga Akraness, 1. bindi, fær vægast sagt skelfilega útreið í bókargagnrýni Páls Baldvins Baldvinssonar í Fréttatímanum í dag. Bókin hefur hingað til verið þekktust fyrir það að vera dýr í útgáfu en hún kostaði yfir 100 milljónir króna. 8. júlí 2011 15:12 Akranes íhugar málssókn gegn Fréttatímanum Bæjarstjóri Akranesbæjar hefur falið lögmanni bæjarfélagsins að meta hvort ritdómur Fréttatímans um ritið Sögu Akraness varði við lög. "Þeir sem gefa út og skrifa ritdóma og ætlast til þess að hlustað er á þá verða auðvitað að skilja að þeir geta haft hrikalegar afleiðingar með ábyrgðarlausu tali. Að þjófkenna menn og segja að þeir séu að ásetningi að falsa sögu er býsna alvarlegar ásakanir," segir Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akranesbæjar, í samtali við Vísi. 14. júlí 2011 10:52 Páll Baldvin tjáir sig ekki Páll Baldvin Baldvinsson, bókmenntagagnrýnandi, vildi ekki tjá sig um þá ákvörðun bæjarstjóra Akranesbæjar að fela lögmanni bæjarfélagins að ritdómur Páls um fyrst bindi Sögu Akraness varði við lög. Ritdómurinn birtist í síðasta tölublaði Fréttatímans. 14. júlí 2011 12:07 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
„Það er ekki gott ef sagan fer á haugana,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri útgáfufélagsins Uppheima, í samtali við Vísi en hann áætlar að einhver 250 til 300 bindi af Sögu Akranesbæjar endi á haugunum. Um er að ræða fyrstu tvö bindin af sögu bæjarins en ritun þeirra lauk árið 2011 og hafði þá tekið um fjórtán ár í vinnslu og kostað bæjarfélagið hátt í hundrað milljónir króna. Sveinn Andri sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrr í dag að hann hefði viljað fá milljón krónur fyrir bindin en bærinn var ekki tilbúinn til að greiða meira en hálfa milljón króna fyrir þau. „Það halda margir að þeir geti fengið hluti á lágu verði ef þrotabú á í hlut en það var bara ekki hægt að fara eins lágt og þau buðu,“ segir Sveinn. Hann segir bindin fara á markað félags bóksala í lok febrúar og þar verður hægt að tryggja sér eintök af þessari sögu Akraness. Það sem ekki selst fer á haugana. „Áður en ég var skipaður skiptastjóri þá var sjö tonnum af bókum fargað og þetta eru 23 bretti. Það sem ég sel ekki á næstu mánuðum, því þarf þrotabúið að farga, annars leggst á þetta geymslukostnaður,“ segir Sveinn. Þjóðháttafræðingurinn Gunnlaugur Haraldsson vann að ritun sögun Akraness en honum var tilkynnt á fundi í fyrra að Akranesbær myndi ekki leggja fram frekara fjármagn í verkið og því munu seinni tvö bindin ekki koma út. Ritun sögunnar hefur vakið mikla athygli en fyrstu tvö bindin fengu afar slæma dóma. Harpa Hreinsdóttir, kennari við Fjölbrautarskóla Vesturlands, kallaði verkið „tært bull“ og Páll Baldvin Baldvinsson bókmenntagagnrýnandi sagði vinnuna óvandaða og ekki væri fótur fyrir þeirri sögukenningu sem þar kom fram. Sá dómur birtist í Fréttatímanum og íhugaði Akranesbær að stefna blaðinu vegna ritdómsins en ekkert varð af því.
Tengdar fréttir Saga Akraness tilbúin eftir áratugarskrif Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur mun í dag afhenda Árna Múla Jónassyni, bæjarstjóra á Akranesi, handrit fyrstu tveggja binda Sögu Akraness við athöfn sem fram fer í Kirkjuhvoli og hefst klukkan fimm. 18. janúar 2011 14:47 Nærri 80 milljónir í ritun sögu Akraness „Nú er svo komið að ég hef misst alla tiltrú á orðum sagnaritarans og get því ekki greitt atkvæði með nýjum samningi,“ segir í bókun Karenar Jónsdóttir þegar hún ein níu bæjarfulltrúa á Akranesi neitaði að samþykkja viðbótagreiðslur vegna ritunar á Sögu Akraness. 2. janúar 2010 03:00 Saga Akraness sögð tært bull „Helstu niðurstöður mínar eru að meðferð heimilda er mjög ábótavant, myndir eru oft rangt merktar eða notaðar í heimildaleysi, umfjöllun um landnámsmenn eru studdar vægast sagt hæpnum rökum og niðurstaðan er, að mínu mati, tært bull,“ segir Harpa Hreinsdóttir, kennara í Fjölbrautaskóla Vesturlands, um fyrstu tvö bindin af Sögu Akraness sem kom út fyrir á árinu. 3. júní 2011 20:29 Vill lögreglurannsókn á vondum bókarskrifum Bókin Saga Akraness, 1. bindi, fær vægast sagt skelfilega útreið í bókargagnrýni Páls Baldvins Baldvinssonar í Fréttatímanum í dag. Bókin hefur hingað til verið þekktust fyrir það að vera dýr í útgáfu en hún kostaði yfir 100 milljónir króna. 8. júlí 2011 15:12 Akranes íhugar málssókn gegn Fréttatímanum Bæjarstjóri Akranesbæjar hefur falið lögmanni bæjarfélagsins að meta hvort ritdómur Fréttatímans um ritið Sögu Akraness varði við lög. "Þeir sem gefa út og skrifa ritdóma og ætlast til þess að hlustað er á þá verða auðvitað að skilja að þeir geta haft hrikalegar afleiðingar með ábyrgðarlausu tali. Að þjófkenna menn og segja að þeir séu að ásetningi að falsa sögu er býsna alvarlegar ásakanir," segir Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akranesbæjar, í samtali við Vísi. 14. júlí 2011 10:52 Páll Baldvin tjáir sig ekki Páll Baldvin Baldvinsson, bókmenntagagnrýnandi, vildi ekki tjá sig um þá ákvörðun bæjarstjóra Akranesbæjar að fela lögmanni bæjarfélagins að ritdómur Páls um fyrst bindi Sögu Akraness varði við lög. Ritdómurinn birtist í síðasta tölublaði Fréttatímans. 14. júlí 2011 12:07 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Saga Akraness tilbúin eftir áratugarskrif Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur mun í dag afhenda Árna Múla Jónassyni, bæjarstjóra á Akranesi, handrit fyrstu tveggja binda Sögu Akraness við athöfn sem fram fer í Kirkjuhvoli og hefst klukkan fimm. 18. janúar 2011 14:47
Nærri 80 milljónir í ritun sögu Akraness „Nú er svo komið að ég hef misst alla tiltrú á orðum sagnaritarans og get því ekki greitt atkvæði með nýjum samningi,“ segir í bókun Karenar Jónsdóttir þegar hún ein níu bæjarfulltrúa á Akranesi neitaði að samþykkja viðbótagreiðslur vegna ritunar á Sögu Akraness. 2. janúar 2010 03:00
Saga Akraness sögð tært bull „Helstu niðurstöður mínar eru að meðferð heimilda er mjög ábótavant, myndir eru oft rangt merktar eða notaðar í heimildaleysi, umfjöllun um landnámsmenn eru studdar vægast sagt hæpnum rökum og niðurstaðan er, að mínu mati, tært bull,“ segir Harpa Hreinsdóttir, kennara í Fjölbrautaskóla Vesturlands, um fyrstu tvö bindin af Sögu Akraness sem kom út fyrir á árinu. 3. júní 2011 20:29
Vill lögreglurannsókn á vondum bókarskrifum Bókin Saga Akraness, 1. bindi, fær vægast sagt skelfilega útreið í bókargagnrýni Páls Baldvins Baldvinssonar í Fréttatímanum í dag. Bókin hefur hingað til verið þekktust fyrir það að vera dýr í útgáfu en hún kostaði yfir 100 milljónir króna. 8. júlí 2011 15:12
Akranes íhugar málssókn gegn Fréttatímanum Bæjarstjóri Akranesbæjar hefur falið lögmanni bæjarfélagsins að meta hvort ritdómur Fréttatímans um ritið Sögu Akraness varði við lög. "Þeir sem gefa út og skrifa ritdóma og ætlast til þess að hlustað er á þá verða auðvitað að skilja að þeir geta haft hrikalegar afleiðingar með ábyrgðarlausu tali. Að þjófkenna menn og segja að þeir séu að ásetningi að falsa sögu er býsna alvarlegar ásakanir," segir Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akranesbæjar, í samtali við Vísi. 14. júlí 2011 10:52
Páll Baldvin tjáir sig ekki Páll Baldvin Baldvinsson, bókmenntagagnrýnandi, vildi ekki tjá sig um þá ákvörðun bæjarstjóra Akranesbæjar að fela lögmanni bæjarfélagins að ritdómur Páls um fyrst bindi Sögu Akraness varði við lög. Ritdómurinn birtist í síðasta tölublaði Fréttatímans. 14. júlí 2011 12:07