Innlent

Saga Akraness sögð tært bull

Mynd/GVA
„Helstu niðurstöður mínar eru að meðferð heimilda er mjög ábótavant, myndir eru oft rangt merktar eða notaðar í heimildaleysi, umfjöllun um landnámsmenn eru studdar vægast sagt hæpnum rökum og niðurstaðan er, að mínu mati, tært bull,“ segir Harpa Hreinsdóttir, kennara í Fjölbrautaskóla Vesturlands, um fyrstu tvö bindin af Sögu Akraness sem kom út fyrir á árinu.

Verkið var afar umdeilt en ritun sögu Akraness stóð yfir í um 14 ár og kostaði bæjarfélagið hátt í 100 milljón krónur. Gunnlaugur Haraldsson vann að ritun verksins frá árinu 1997 og fór stærsti hluti greiðslunnar til hans. Enn eru óunnin seinni tvö bindin af sögu Akraness og er óvíst hvort þau verða ritun.

Harpa fjallar með ítarlegum hætti um fyrstu tvö bindin í pistli á heimasíðu sinni sem hægt er að lesa hér. Þar gagnrýnir hún sem fyrr segir meðal annars hvernig Gunnlaugur fer með heimildir. „Svona villur, þ.e. að geta ekki vitnað beint í rit orðrétt og stafrétt og ruglast á blaðsíðum og persónum, eru alvarlegur galli á fræðilegum skrifum.“







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×