Kvikmyndaskólinn býður 700 milljónir í bæjarskrifstofur Kópavogs Atli Ísleifsson skrifar 19. febrúar 2016 21:00 Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Vísir/Arnþór/Anton Kvikmyndaskóli Íslands hefur lagt fram 700 milljón króna tilboð í bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar sem eru til húsa í Fannborg 2, 4 og 6. Kauptilboðið var lagt fram í bæjarráði Kópavogs í gær og verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Kvikmyndaskólinn sér fyrir sér að þurfa að byggja við austurhlið Fannborgar 2 „af hóflegri stærð fyrir upptökuaðstöðu“. Í bréfi Böðvars Bjarka Péturssonar, formanns stjórnar Kvikmyndaskóla Íslands, til Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra segir að hugmyndir Kvikmyndaskólans með flutningi í Fannborgina sé að breyta Fannborg 4 og 6 í litlar stúdentaíbúðir, en Fannborg 2 yrði skólinn sjálfur. „Þannig verður til „campus“ með miklu mannlífi sem sækir sér þjónustu á veitinga- og kaffihús í nágrenninu,“ segir í bréfinu.Spennandi innleggTil stendur að flytja bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar úr Fannborginni en ekki hefur verið tekin ákvörðun um staðsetningu. Bæjarstarfsmenn hafa að undanförnu kvartað undan slæmu ástandi bæjarskrifstofanna. Ármann Kr. Ólafsson segir sveitarstjórn hafa verið að skoða húsnæðismál bæjarins að undanförnu og að tilboðið sé mjög spennandi innlegg í þá umræðu. „Við höfum skilgreint þetta svæði í kringum bæjarskrifstofurnar sem menningartorfu. Þetta passar því mjög vel inn í þá flóru sem er þar fyrir og svo er MK þarna í næsta nágrenni. Þetta myndi þá líka stuðla að því að tengja saman menninguna og skólana í bænum,“ segir Ármann.Gæti lífgað upp á HamraborginaÍ bréfi Böðvars Bjarka segir að aðgerðin myndi styrkja uppbyggingu Kópavogs sem skólabæjar. „Hér er mjög áhrifamikil og frumleg hugmynd á ferð sem mun efla mannlíf í bænum, styðja við þjónustu og menningarstarfsemi bæjarins. En það er tímapressa því skólinn hefði viljað byrja starfsemi í nýjum húsakynnum næsta haust.“ Ármann tekur undir það að Kvikmyndaskólinn gæti gæti lífgað verulega upp á Hamraborgina og þá starfsemi sem þar er. Hann minnir á að Kópavogsbíó, fyrsta bíóið í Kópavogi, hafi verið til húsa í félagsheimilinu í Fannborg 2 á sínum tíma.Verðið í góðu samræmi við hugmyndir sveitarstjórnarÍ bréfi Böðvars Bjarka segir að verði tilboðinu tekið yrðu 400 milljónir króna greiddar 15. mars, en samið yrði um eftirstöðvar til einhverra ára með hagkvæmum vöxtum. Ármann segir verðið í góðu samræmi og heldur hærra en sveitarstjórn hafi miðað við. „Það verður mjög spennandi að sjá hvernig bæjarfulltrúar taka í þetta, en hvað mig varðar þá er þetta virkilega spennandi hugmynd. Ég er mjög jákvæður en það þarf að skoða þetta frá ýmsum hliðum.“ Kvikmyndaskóli Íslands var stofnaður árið 1992 og eru nemendur um 120 talsins. Í haust er þó ætlunin að opna alþjóðlega deild sem lengi hefur verið í undirbúningi og þá er áætlað að nemendafjöldinn muni tvöfaldast. Kvikmyndaskóli Íslands er nú staðsettur á Grensásvegi 1. Tengdar fréttir Ráðhús Kópavogs verði í miðbænum Arkitektastofan Zeppelin í samvinnu við bygginga- og þróunarfélagið Mannverk lagði fram tillögu á dögunum að nýju ráðhúsi í Hamraborg í Kópavogi. Einn arkitektanna vill að bærinn gefi tillögunni meiri gaum. 21. desember 2015 09:00 Bæjarskrifstofur Kópavogs flytji í Nýja Norðurturninn Kópavogsbær hefur hug á því að flytja bæjarskrifstofurnar úr Fannborg. 19. júní 2015 09:47 Óeining innan meirihluta með nýjar bæjarskrifstofur Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Kópavogi telur eðlilegra að bæjarskrifstofur verði staðsettar í hjarta bæjarins en að flytja þær í turninn. Fyrirtæki sem studdi bæjarstjóra fjárhagslega í prófkjöri á hlut í Norðurturninum. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Kvikmyndaskóli Íslands hefur lagt fram 700 milljón króna tilboð í bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar sem eru til húsa í Fannborg 2, 4 og 6. Kauptilboðið var lagt fram í bæjarráði Kópavogs í gær og verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Kvikmyndaskólinn sér fyrir sér að þurfa að byggja við austurhlið Fannborgar 2 „af hóflegri stærð fyrir upptökuaðstöðu“. Í bréfi Böðvars Bjarka Péturssonar, formanns stjórnar Kvikmyndaskóla Íslands, til Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra segir að hugmyndir Kvikmyndaskólans með flutningi í Fannborgina sé að breyta Fannborg 4 og 6 í litlar stúdentaíbúðir, en Fannborg 2 yrði skólinn sjálfur. „Þannig verður til „campus“ með miklu mannlífi sem sækir sér þjónustu á veitinga- og kaffihús í nágrenninu,“ segir í bréfinu.Spennandi innleggTil stendur að flytja bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar úr Fannborginni en ekki hefur verið tekin ákvörðun um staðsetningu. Bæjarstarfsmenn hafa að undanförnu kvartað undan slæmu ástandi bæjarskrifstofanna. Ármann Kr. Ólafsson segir sveitarstjórn hafa verið að skoða húsnæðismál bæjarins að undanförnu og að tilboðið sé mjög spennandi innlegg í þá umræðu. „Við höfum skilgreint þetta svæði í kringum bæjarskrifstofurnar sem menningartorfu. Þetta passar því mjög vel inn í þá flóru sem er þar fyrir og svo er MK þarna í næsta nágrenni. Þetta myndi þá líka stuðla að því að tengja saman menninguna og skólana í bænum,“ segir Ármann.Gæti lífgað upp á HamraborginaÍ bréfi Böðvars Bjarka segir að aðgerðin myndi styrkja uppbyggingu Kópavogs sem skólabæjar. „Hér er mjög áhrifamikil og frumleg hugmynd á ferð sem mun efla mannlíf í bænum, styðja við þjónustu og menningarstarfsemi bæjarins. En það er tímapressa því skólinn hefði viljað byrja starfsemi í nýjum húsakynnum næsta haust.“ Ármann tekur undir það að Kvikmyndaskólinn gæti gæti lífgað verulega upp á Hamraborgina og þá starfsemi sem þar er. Hann minnir á að Kópavogsbíó, fyrsta bíóið í Kópavogi, hafi verið til húsa í félagsheimilinu í Fannborg 2 á sínum tíma.Verðið í góðu samræmi við hugmyndir sveitarstjórnarÍ bréfi Böðvars Bjarka segir að verði tilboðinu tekið yrðu 400 milljónir króna greiddar 15. mars, en samið yrði um eftirstöðvar til einhverra ára með hagkvæmum vöxtum. Ármann segir verðið í góðu samræmi og heldur hærra en sveitarstjórn hafi miðað við. „Það verður mjög spennandi að sjá hvernig bæjarfulltrúar taka í þetta, en hvað mig varðar þá er þetta virkilega spennandi hugmynd. Ég er mjög jákvæður en það þarf að skoða þetta frá ýmsum hliðum.“ Kvikmyndaskóli Íslands var stofnaður árið 1992 og eru nemendur um 120 talsins. Í haust er þó ætlunin að opna alþjóðlega deild sem lengi hefur verið í undirbúningi og þá er áætlað að nemendafjöldinn muni tvöfaldast. Kvikmyndaskóli Íslands er nú staðsettur á Grensásvegi 1.
Tengdar fréttir Ráðhús Kópavogs verði í miðbænum Arkitektastofan Zeppelin í samvinnu við bygginga- og þróunarfélagið Mannverk lagði fram tillögu á dögunum að nýju ráðhúsi í Hamraborg í Kópavogi. Einn arkitektanna vill að bærinn gefi tillögunni meiri gaum. 21. desember 2015 09:00 Bæjarskrifstofur Kópavogs flytji í Nýja Norðurturninn Kópavogsbær hefur hug á því að flytja bæjarskrifstofurnar úr Fannborg. 19. júní 2015 09:47 Óeining innan meirihluta með nýjar bæjarskrifstofur Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Kópavogi telur eðlilegra að bæjarskrifstofur verði staðsettar í hjarta bæjarins en að flytja þær í turninn. Fyrirtæki sem studdi bæjarstjóra fjárhagslega í prófkjöri á hlut í Norðurturninum. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Ráðhús Kópavogs verði í miðbænum Arkitektastofan Zeppelin í samvinnu við bygginga- og þróunarfélagið Mannverk lagði fram tillögu á dögunum að nýju ráðhúsi í Hamraborg í Kópavogi. Einn arkitektanna vill að bærinn gefi tillögunni meiri gaum. 21. desember 2015 09:00
Bæjarskrifstofur Kópavogs flytji í Nýja Norðurturninn Kópavogsbær hefur hug á því að flytja bæjarskrifstofurnar úr Fannborg. 19. júní 2015 09:47
Óeining innan meirihluta með nýjar bæjarskrifstofur Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Kópavogi telur eðlilegra að bæjarskrifstofur verði staðsettar í hjarta bæjarins en að flytja þær í turninn. Fyrirtæki sem studdi bæjarstjóra fjárhagslega í prófkjöri á hlut í Norðurturninum. 4. júlí 2015 07:00