Kvikmyndaskólinn býður 700 milljónir í bæjarskrifstofur Kópavogs Atli Ísleifsson skrifar 19. febrúar 2016 21:00 Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Vísir/Arnþór/Anton Kvikmyndaskóli Íslands hefur lagt fram 700 milljón króna tilboð í bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar sem eru til húsa í Fannborg 2, 4 og 6. Kauptilboðið var lagt fram í bæjarráði Kópavogs í gær og verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Kvikmyndaskólinn sér fyrir sér að þurfa að byggja við austurhlið Fannborgar 2 „af hóflegri stærð fyrir upptökuaðstöðu“. Í bréfi Böðvars Bjarka Péturssonar, formanns stjórnar Kvikmyndaskóla Íslands, til Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra segir að hugmyndir Kvikmyndaskólans með flutningi í Fannborgina sé að breyta Fannborg 4 og 6 í litlar stúdentaíbúðir, en Fannborg 2 yrði skólinn sjálfur. „Þannig verður til „campus“ með miklu mannlífi sem sækir sér þjónustu á veitinga- og kaffihús í nágrenninu,“ segir í bréfinu.Spennandi innleggTil stendur að flytja bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar úr Fannborginni en ekki hefur verið tekin ákvörðun um staðsetningu. Bæjarstarfsmenn hafa að undanförnu kvartað undan slæmu ástandi bæjarskrifstofanna. Ármann Kr. Ólafsson segir sveitarstjórn hafa verið að skoða húsnæðismál bæjarins að undanförnu og að tilboðið sé mjög spennandi innlegg í þá umræðu. „Við höfum skilgreint þetta svæði í kringum bæjarskrifstofurnar sem menningartorfu. Þetta passar því mjög vel inn í þá flóru sem er þar fyrir og svo er MK þarna í næsta nágrenni. Þetta myndi þá líka stuðla að því að tengja saman menninguna og skólana í bænum,“ segir Ármann.Gæti lífgað upp á HamraborginaÍ bréfi Böðvars Bjarka segir að aðgerðin myndi styrkja uppbyggingu Kópavogs sem skólabæjar. „Hér er mjög áhrifamikil og frumleg hugmynd á ferð sem mun efla mannlíf í bænum, styðja við þjónustu og menningarstarfsemi bæjarins. En það er tímapressa því skólinn hefði viljað byrja starfsemi í nýjum húsakynnum næsta haust.“ Ármann tekur undir það að Kvikmyndaskólinn gæti gæti lífgað verulega upp á Hamraborgina og þá starfsemi sem þar er. Hann minnir á að Kópavogsbíó, fyrsta bíóið í Kópavogi, hafi verið til húsa í félagsheimilinu í Fannborg 2 á sínum tíma.Verðið í góðu samræmi við hugmyndir sveitarstjórnarÍ bréfi Böðvars Bjarka segir að verði tilboðinu tekið yrðu 400 milljónir króna greiddar 15. mars, en samið yrði um eftirstöðvar til einhverra ára með hagkvæmum vöxtum. Ármann segir verðið í góðu samræmi og heldur hærra en sveitarstjórn hafi miðað við. „Það verður mjög spennandi að sjá hvernig bæjarfulltrúar taka í þetta, en hvað mig varðar þá er þetta virkilega spennandi hugmynd. Ég er mjög jákvæður en það þarf að skoða þetta frá ýmsum hliðum.“ Kvikmyndaskóli Íslands var stofnaður árið 1992 og eru nemendur um 120 talsins. Í haust er þó ætlunin að opna alþjóðlega deild sem lengi hefur verið í undirbúningi og þá er áætlað að nemendafjöldinn muni tvöfaldast. Kvikmyndaskóli Íslands er nú staðsettur á Grensásvegi 1. Tengdar fréttir Ráðhús Kópavogs verði í miðbænum Arkitektastofan Zeppelin í samvinnu við bygginga- og þróunarfélagið Mannverk lagði fram tillögu á dögunum að nýju ráðhúsi í Hamraborg í Kópavogi. Einn arkitektanna vill að bærinn gefi tillögunni meiri gaum. 21. desember 2015 09:00 Bæjarskrifstofur Kópavogs flytji í Nýja Norðurturninn Kópavogsbær hefur hug á því að flytja bæjarskrifstofurnar úr Fannborg. 19. júní 2015 09:47 Óeining innan meirihluta með nýjar bæjarskrifstofur Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Kópavogi telur eðlilegra að bæjarskrifstofur verði staðsettar í hjarta bæjarins en að flytja þær í turninn. Fyrirtæki sem studdi bæjarstjóra fjárhagslega í prófkjöri á hlut í Norðurturninum. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Kvikmyndaskóli Íslands hefur lagt fram 700 milljón króna tilboð í bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar sem eru til húsa í Fannborg 2, 4 og 6. Kauptilboðið var lagt fram í bæjarráði Kópavogs í gær og verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Kvikmyndaskólinn sér fyrir sér að þurfa að byggja við austurhlið Fannborgar 2 „af hóflegri stærð fyrir upptökuaðstöðu“. Í bréfi Böðvars Bjarka Péturssonar, formanns stjórnar Kvikmyndaskóla Íslands, til Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra segir að hugmyndir Kvikmyndaskólans með flutningi í Fannborgina sé að breyta Fannborg 4 og 6 í litlar stúdentaíbúðir, en Fannborg 2 yrði skólinn sjálfur. „Þannig verður til „campus“ með miklu mannlífi sem sækir sér þjónustu á veitinga- og kaffihús í nágrenninu,“ segir í bréfinu.Spennandi innleggTil stendur að flytja bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar úr Fannborginni en ekki hefur verið tekin ákvörðun um staðsetningu. Bæjarstarfsmenn hafa að undanförnu kvartað undan slæmu ástandi bæjarskrifstofanna. Ármann Kr. Ólafsson segir sveitarstjórn hafa verið að skoða húsnæðismál bæjarins að undanförnu og að tilboðið sé mjög spennandi innlegg í þá umræðu. „Við höfum skilgreint þetta svæði í kringum bæjarskrifstofurnar sem menningartorfu. Þetta passar því mjög vel inn í þá flóru sem er þar fyrir og svo er MK þarna í næsta nágrenni. Þetta myndi þá líka stuðla að því að tengja saman menninguna og skólana í bænum,“ segir Ármann.Gæti lífgað upp á HamraborginaÍ bréfi Böðvars Bjarka segir að aðgerðin myndi styrkja uppbyggingu Kópavogs sem skólabæjar. „Hér er mjög áhrifamikil og frumleg hugmynd á ferð sem mun efla mannlíf í bænum, styðja við þjónustu og menningarstarfsemi bæjarins. En það er tímapressa því skólinn hefði viljað byrja starfsemi í nýjum húsakynnum næsta haust.“ Ármann tekur undir það að Kvikmyndaskólinn gæti gæti lífgað verulega upp á Hamraborgina og þá starfsemi sem þar er. Hann minnir á að Kópavogsbíó, fyrsta bíóið í Kópavogi, hafi verið til húsa í félagsheimilinu í Fannborg 2 á sínum tíma.Verðið í góðu samræmi við hugmyndir sveitarstjórnarÍ bréfi Böðvars Bjarka segir að verði tilboðinu tekið yrðu 400 milljónir króna greiddar 15. mars, en samið yrði um eftirstöðvar til einhverra ára með hagkvæmum vöxtum. Ármann segir verðið í góðu samræmi og heldur hærra en sveitarstjórn hafi miðað við. „Það verður mjög spennandi að sjá hvernig bæjarfulltrúar taka í þetta, en hvað mig varðar þá er þetta virkilega spennandi hugmynd. Ég er mjög jákvæður en það þarf að skoða þetta frá ýmsum hliðum.“ Kvikmyndaskóli Íslands var stofnaður árið 1992 og eru nemendur um 120 talsins. Í haust er þó ætlunin að opna alþjóðlega deild sem lengi hefur verið í undirbúningi og þá er áætlað að nemendafjöldinn muni tvöfaldast. Kvikmyndaskóli Íslands er nú staðsettur á Grensásvegi 1.
Tengdar fréttir Ráðhús Kópavogs verði í miðbænum Arkitektastofan Zeppelin í samvinnu við bygginga- og þróunarfélagið Mannverk lagði fram tillögu á dögunum að nýju ráðhúsi í Hamraborg í Kópavogi. Einn arkitektanna vill að bærinn gefi tillögunni meiri gaum. 21. desember 2015 09:00 Bæjarskrifstofur Kópavogs flytji í Nýja Norðurturninn Kópavogsbær hefur hug á því að flytja bæjarskrifstofurnar úr Fannborg. 19. júní 2015 09:47 Óeining innan meirihluta með nýjar bæjarskrifstofur Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Kópavogi telur eðlilegra að bæjarskrifstofur verði staðsettar í hjarta bæjarins en að flytja þær í turninn. Fyrirtæki sem studdi bæjarstjóra fjárhagslega í prófkjöri á hlut í Norðurturninum. 4. júlí 2015 07:00 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Ráðhús Kópavogs verði í miðbænum Arkitektastofan Zeppelin í samvinnu við bygginga- og þróunarfélagið Mannverk lagði fram tillögu á dögunum að nýju ráðhúsi í Hamraborg í Kópavogi. Einn arkitektanna vill að bærinn gefi tillögunni meiri gaum. 21. desember 2015 09:00
Bæjarskrifstofur Kópavogs flytji í Nýja Norðurturninn Kópavogsbær hefur hug á því að flytja bæjarskrifstofurnar úr Fannborg. 19. júní 2015 09:47
Óeining innan meirihluta með nýjar bæjarskrifstofur Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Kópavogi telur eðlilegra að bæjarskrifstofur verði staðsettar í hjarta bæjarins en að flytja þær í turninn. Fyrirtæki sem studdi bæjarstjóra fjárhagslega í prófkjöri á hlut í Norðurturninum. 4. júlí 2015 07:00