Keown lýsir Terry í þremur orðum: „Adams var betri“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. febrúar 2016 08:45 John Terry á ekki marga leiki eftir fyrir Chelsea. vísir/getty John Terry, fyrirliði Chelsea, er að spila sína síðustu leiki fyrir Lundúnarliðið, en hann tilkynnti í gær að hann mun yfirgefa Chelsea eftir tímabilið. Terry, sem er 35 ára, hefur verið á mála hjá Chelsea í 21 ár og unnið á þeim tíma ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, enska bikarinn fimm sinnum, meistaradeildina einu sinni og Evrópudeildina einu sinni. Þessi öflugi miðvörður var varnarmaður ársins í Evrópu 2005, 2008 og 2009 og í liði ársins í Evrópu 2005, 2007, 2008 og 2009. Þrír fyrrverandi enskir landsliðsmenn; Jamie Redknapp, Jamie Carragher og Martin Keown, voru beðnir um að gefa sitt álit á þessum fréttum fyrir vefsíðu Daily Mail. „Þetta eru stór mistök því hann getur enn staðið sig vel fyrir Chelsea. Svo virðist sem félagið fari ekki vel með eldri leikmenn. Cech, Lampard og Drogba eru farnir og nú Terry. Þetta er hryggjarstykkið í meistaraliðunum þeirra,“ sagði Redknapp og Carragher var sammála. „Ég er í áfalli. Hann er besti miðvörður Chelsea. Hvers vegna eru þeir að leyfa þessu að gerast? Þetta verður eins og fyrir Manchester United að finna arftaka Roy Keane.“ Keown er ekki á sama máli: „Ég hef aldrei verið hans helsti stuðningsmaður. Chelea þarf að breyta til og koma inn með ferskt blóð. Ég hef aldrei unnið með honum, en mér hefði aldrei liðið fullkomlega vel með hann sem samherja,“ sagði fyrrverandi miðvörður Arsenal. Aðspurðir hvort hann gæti áfram staðið sig í Liverpool sagðist Carragher vilja sjá hann í Liverpool og Redknapp taldi hann geta staðið sig mjög vel fyrir bæði Arsenal og Manchester City. Þremenningarnir voru á endanum beðnir um að lýsa John Terry í þremur orðum:Jamie Redknapp: „Besti miðvörður sögunnar“ (í úrvalsdeildinni)Jamie Carragher: „Sá allra besti“Martin Keown: „Adams var betri“ Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
John Terry, fyrirliði Chelsea, er að spila sína síðustu leiki fyrir Lundúnarliðið, en hann tilkynnti í gær að hann mun yfirgefa Chelsea eftir tímabilið. Terry, sem er 35 ára, hefur verið á mála hjá Chelsea í 21 ár og unnið á þeim tíma ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, enska bikarinn fimm sinnum, meistaradeildina einu sinni og Evrópudeildina einu sinni. Þessi öflugi miðvörður var varnarmaður ársins í Evrópu 2005, 2008 og 2009 og í liði ársins í Evrópu 2005, 2007, 2008 og 2009. Þrír fyrrverandi enskir landsliðsmenn; Jamie Redknapp, Jamie Carragher og Martin Keown, voru beðnir um að gefa sitt álit á þessum fréttum fyrir vefsíðu Daily Mail. „Þetta eru stór mistök því hann getur enn staðið sig vel fyrir Chelsea. Svo virðist sem félagið fari ekki vel með eldri leikmenn. Cech, Lampard og Drogba eru farnir og nú Terry. Þetta er hryggjarstykkið í meistaraliðunum þeirra,“ sagði Redknapp og Carragher var sammála. „Ég er í áfalli. Hann er besti miðvörður Chelsea. Hvers vegna eru þeir að leyfa þessu að gerast? Þetta verður eins og fyrir Manchester United að finna arftaka Roy Keane.“ Keown er ekki á sama máli: „Ég hef aldrei verið hans helsti stuðningsmaður. Chelea þarf að breyta til og koma inn með ferskt blóð. Ég hef aldrei unnið með honum, en mér hefði aldrei liðið fullkomlega vel með hann sem samherja,“ sagði fyrrverandi miðvörður Arsenal. Aðspurðir hvort hann gæti áfram staðið sig í Liverpool sagðist Carragher vilja sjá hann í Liverpool og Redknapp taldi hann geta staðið sig mjög vel fyrir bæði Arsenal og Manchester City. Þremenningarnir voru á endanum beðnir um að lýsa John Terry í þremur orðum:Jamie Redknapp: „Besti miðvörður sögunnar“ (í úrvalsdeildinni)Jamie Carragher: „Sá allra besti“Martin Keown: „Adams var betri“
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sport Fleiri fréttir Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira