Lífið

Fullkominn símahrekkur: „Ég var ekki að hringja á neinn helvítis pizzastað“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vinkona móður Rikka ræddi meðal annars við starfsfólk Dominos.
Vinkona móður Rikka ræddi meðal annars við starfsfólk Dominos.
Útvarpsmaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G var hrekktur af vinkonu móður sinnar þegar hann varð þrítugur. Þá fékk hann eitt stykki rjómatertu framan í sig þegar hann var sofandi.

Rikki brá á það ráð að bíða eftir rétta tækifærinu á hefnd. Það gerði hann með því að tengja greyið konuna við flesta pizzustaði landsins og eðlilega var konan orðin pirruð því hún hélt að allir þessir staðir væru að hringja í sig. Á sama tíma töldu þeir að hún væri einfaldlega viðskiptavinur sem hefði hringt og vildi panta pizzu.

„Það eru allir að hringja í mig og segja mér að ég sé að hringja hingað og þangað,“ segir konan við starfsmann eins staðarins en hún fékk meðal annars símtöl frá Dominos, Pizza King og Devitos.

Óhætt er að segja að hrekkur Rikka hafi heppnast vel en vinkona móður hans var ekki sérstaklega sátt við hann þegar hann útskýrði hrekkinn fyrir henni.

Hrekkurinn var spilaður í þætti Rikka á FM957 í morgun og má heyra hann hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×