Allir sem aðhyllast grunnstefnu Pírata velkomnir í flokkinn Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2016 18:24 Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata. Vísir Allir eru velkomnir í Pírataflokkinn, svo lengi sem þeir aðhyllast grunnstefnu flokksins. Þetta kom fram í svari Helga Hrafns Gunnarssonar, kafteins Pírata, við fyrirspurn Elínar Hirst, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Elín bað um orðið undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag þar sem hún sagðist vilja eiga orðastað við Birgittu Jónsdóttir, þingmann Pírata, en þar sem hún var veik þá beindi Elín orðum sínum til Helga Hrafns. Elín óskaði Pírötum til hamingju með það mikla fylgi flokkurinn hefur mælst með í skoðanakönnunum. „Ég neita því ekki að ég vildi heldur sjá Sjálfstæðisflokkinn með 40 prósent í könnunum, en við skulum bíða og sjá hvað kemur upp úr kjörkössum á næsta ári,“ sagði Elín. Hún sagði tilefni þessara orðaskipta vera ummæli Birgittu Jónsdóttur sem hún birti á Facebook-síðu sinni nýlega þar sem hún sagðist ekki vilja frjálshyggjumenn í Pírata. „Ég veit um frjálshyggjumenn sem geta vel hugsað sér að styðja Pírata í næstu kosningum, því velti ég fyrir mér hvaða skilaboð þetta eru til þeirra. Er sem sagt verið að afþakka stuðning þeirra? Mundu þeir líka vera útilokaðir úr flokksstarfinu? Hefði nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman, ef hann hefði verið Íslendingur, ekki verið velkominn í Pírataflokkinn,“ spurði Elín. Hún sagðist vera þeirrar skoðunar að þetta væri sérkennileg pólitík því hún taldi Pírata vera breiðfylkingu fólks sem vildi breytingar, virkara lýðræði og gagnsæi og svo framvegis. En samkvæmt þessu eru bara sumir velkomnir að leggja gott til málanna en ekki allir,“ sagði Elín. Helgi Hrafn sagði svarið vera afdráttarlaust „já“ þegar hann var spurður hvort frjálshyggjumenn væru velkomnir í Pírata. Flokkurinn leggi áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Í því felst að Píratar móti stefnu sína í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir fortalsmenn hennar eru. Sagði Helgi Hrafn alla velkomna í Pírata sem aðhyllast þessari grunnstefnu flokksins. Elín spurði Helga Hrafn einni út í Evrópustefnu flokksins. Sagði Elín nýlega könnun Gallup sýna að meiri hluti kjósenda Pírata, 67 prósent, myndi sennilega eða örugglega greiða atkvæði með aðild Íslands að Evrópusambandinu ef gengið yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Helgi Hrafn sagði afstöðu Pírata til Evrópusambandsins vera þá að ákvörðunin eigi að liggja hjá þjóðinni. Það sé ekki hlutverk stjórnmálamanna að taka ákvörðunin hvort málið farið fyrir þjóðina, þjóðin eigi að hafa valið. Hann sagði Pírata vera þeirrar skoðunar að þjóðin eigi að greiða atkvæði um hvort halda eigi áfram samningaviðræðum við Evrópusambandið og svo greiða atkvæði um fulla aðild að samningaviðræðum. Tengdar fréttir Píratar fara yfir 40 prósenta markið Píratar mælast með tæplega 42 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun. Þingmaður flokksins segist auðmjúkur. Það sé umhugsunarefni hvers vegna Píratar mælist ítrekað stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í könnunum. Sjálfstæðisflokkuri 28. janúar 2016 07:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Allir eru velkomnir í Pírataflokkinn, svo lengi sem þeir aðhyllast grunnstefnu flokksins. Þetta kom fram í svari Helga Hrafns Gunnarssonar, kafteins Pírata, við fyrirspurn Elínar Hirst, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Elín bað um orðið undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag þar sem hún sagðist vilja eiga orðastað við Birgittu Jónsdóttir, þingmann Pírata, en þar sem hún var veik þá beindi Elín orðum sínum til Helga Hrafns. Elín óskaði Pírötum til hamingju með það mikla fylgi flokkurinn hefur mælst með í skoðanakönnunum. „Ég neita því ekki að ég vildi heldur sjá Sjálfstæðisflokkinn með 40 prósent í könnunum, en við skulum bíða og sjá hvað kemur upp úr kjörkössum á næsta ári,“ sagði Elín. Hún sagði tilefni þessara orðaskipta vera ummæli Birgittu Jónsdóttur sem hún birti á Facebook-síðu sinni nýlega þar sem hún sagðist ekki vilja frjálshyggjumenn í Pírata. „Ég veit um frjálshyggjumenn sem geta vel hugsað sér að styðja Pírata í næstu kosningum, því velti ég fyrir mér hvaða skilaboð þetta eru til þeirra. Er sem sagt verið að afþakka stuðning þeirra? Mundu þeir líka vera útilokaðir úr flokksstarfinu? Hefði nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman, ef hann hefði verið Íslendingur, ekki verið velkominn í Pírataflokkinn,“ spurði Elín. Hún sagðist vera þeirrar skoðunar að þetta væri sérkennileg pólitík því hún taldi Pírata vera breiðfylkingu fólks sem vildi breytingar, virkara lýðræði og gagnsæi og svo framvegis. En samkvæmt þessu eru bara sumir velkomnir að leggja gott til málanna en ekki allir,“ sagði Elín. Helgi Hrafn sagði svarið vera afdráttarlaust „já“ þegar hann var spurður hvort frjálshyggjumenn væru velkomnir í Pírata. Flokkurinn leggi áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Í því felst að Píratar móti stefnu sína í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir fortalsmenn hennar eru. Sagði Helgi Hrafn alla velkomna í Pírata sem aðhyllast þessari grunnstefnu flokksins. Elín spurði Helga Hrafn einni út í Evrópustefnu flokksins. Sagði Elín nýlega könnun Gallup sýna að meiri hluti kjósenda Pírata, 67 prósent, myndi sennilega eða örugglega greiða atkvæði með aðild Íslands að Evrópusambandinu ef gengið yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Helgi Hrafn sagði afstöðu Pírata til Evrópusambandsins vera þá að ákvörðunin eigi að liggja hjá þjóðinni. Það sé ekki hlutverk stjórnmálamanna að taka ákvörðunin hvort málið farið fyrir þjóðina, þjóðin eigi að hafa valið. Hann sagði Pírata vera þeirrar skoðunar að þjóðin eigi að greiða atkvæði um hvort halda eigi áfram samningaviðræðum við Evrópusambandið og svo greiða atkvæði um fulla aðild að samningaviðræðum.
Tengdar fréttir Píratar fara yfir 40 prósenta markið Píratar mælast með tæplega 42 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun. Þingmaður flokksins segist auðmjúkur. Það sé umhugsunarefni hvers vegna Píratar mælist ítrekað stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í könnunum. Sjálfstæðisflokkuri 28. janúar 2016 07:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Píratar fara yfir 40 prósenta markið Píratar mælast með tæplega 42 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun. Þingmaður flokksins segist auðmjúkur. Það sé umhugsunarefni hvers vegna Píratar mælist ítrekað stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í könnunum. Sjálfstæðisflokkuri 28. janúar 2016 07:00