Allir sem aðhyllast grunnstefnu Pírata velkomnir í flokkinn Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2016 18:24 Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata. Vísir Allir eru velkomnir í Pírataflokkinn, svo lengi sem þeir aðhyllast grunnstefnu flokksins. Þetta kom fram í svari Helga Hrafns Gunnarssonar, kafteins Pírata, við fyrirspurn Elínar Hirst, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Elín bað um orðið undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag þar sem hún sagðist vilja eiga orðastað við Birgittu Jónsdóttir, þingmann Pírata, en þar sem hún var veik þá beindi Elín orðum sínum til Helga Hrafns. Elín óskaði Pírötum til hamingju með það mikla fylgi flokkurinn hefur mælst með í skoðanakönnunum. „Ég neita því ekki að ég vildi heldur sjá Sjálfstæðisflokkinn með 40 prósent í könnunum, en við skulum bíða og sjá hvað kemur upp úr kjörkössum á næsta ári,“ sagði Elín. Hún sagði tilefni þessara orðaskipta vera ummæli Birgittu Jónsdóttur sem hún birti á Facebook-síðu sinni nýlega þar sem hún sagðist ekki vilja frjálshyggjumenn í Pírata. „Ég veit um frjálshyggjumenn sem geta vel hugsað sér að styðja Pírata í næstu kosningum, því velti ég fyrir mér hvaða skilaboð þetta eru til þeirra. Er sem sagt verið að afþakka stuðning þeirra? Mundu þeir líka vera útilokaðir úr flokksstarfinu? Hefði nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman, ef hann hefði verið Íslendingur, ekki verið velkominn í Pírataflokkinn,“ spurði Elín. Hún sagðist vera þeirrar skoðunar að þetta væri sérkennileg pólitík því hún taldi Pírata vera breiðfylkingu fólks sem vildi breytingar, virkara lýðræði og gagnsæi og svo framvegis. En samkvæmt þessu eru bara sumir velkomnir að leggja gott til málanna en ekki allir,“ sagði Elín. Helgi Hrafn sagði svarið vera afdráttarlaust „já“ þegar hann var spurður hvort frjálshyggjumenn væru velkomnir í Pírata. Flokkurinn leggi áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Í því felst að Píratar móti stefnu sína í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir fortalsmenn hennar eru. Sagði Helgi Hrafn alla velkomna í Pírata sem aðhyllast þessari grunnstefnu flokksins. Elín spurði Helga Hrafn einni út í Evrópustefnu flokksins. Sagði Elín nýlega könnun Gallup sýna að meiri hluti kjósenda Pírata, 67 prósent, myndi sennilega eða örugglega greiða atkvæði með aðild Íslands að Evrópusambandinu ef gengið yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Helgi Hrafn sagði afstöðu Pírata til Evrópusambandsins vera þá að ákvörðunin eigi að liggja hjá þjóðinni. Það sé ekki hlutverk stjórnmálamanna að taka ákvörðunin hvort málið farið fyrir þjóðina, þjóðin eigi að hafa valið. Hann sagði Pírata vera þeirrar skoðunar að þjóðin eigi að greiða atkvæði um hvort halda eigi áfram samningaviðræðum við Evrópusambandið og svo greiða atkvæði um fulla aðild að samningaviðræðum. Tengdar fréttir Píratar fara yfir 40 prósenta markið Píratar mælast með tæplega 42 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun. Þingmaður flokksins segist auðmjúkur. Það sé umhugsunarefni hvers vegna Píratar mælist ítrekað stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í könnunum. Sjálfstæðisflokkuri 28. janúar 2016 07:00 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Allir eru velkomnir í Pírataflokkinn, svo lengi sem þeir aðhyllast grunnstefnu flokksins. Þetta kom fram í svari Helga Hrafns Gunnarssonar, kafteins Pírata, við fyrirspurn Elínar Hirst, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Elín bað um orðið undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag þar sem hún sagðist vilja eiga orðastað við Birgittu Jónsdóttir, þingmann Pírata, en þar sem hún var veik þá beindi Elín orðum sínum til Helga Hrafns. Elín óskaði Pírötum til hamingju með það mikla fylgi flokkurinn hefur mælst með í skoðanakönnunum. „Ég neita því ekki að ég vildi heldur sjá Sjálfstæðisflokkinn með 40 prósent í könnunum, en við skulum bíða og sjá hvað kemur upp úr kjörkössum á næsta ári,“ sagði Elín. Hún sagði tilefni þessara orðaskipta vera ummæli Birgittu Jónsdóttur sem hún birti á Facebook-síðu sinni nýlega þar sem hún sagðist ekki vilja frjálshyggjumenn í Pírata. „Ég veit um frjálshyggjumenn sem geta vel hugsað sér að styðja Pírata í næstu kosningum, því velti ég fyrir mér hvaða skilaboð þetta eru til þeirra. Er sem sagt verið að afþakka stuðning þeirra? Mundu þeir líka vera útilokaðir úr flokksstarfinu? Hefði nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman, ef hann hefði verið Íslendingur, ekki verið velkominn í Pírataflokkinn,“ spurði Elín. Hún sagðist vera þeirrar skoðunar að þetta væri sérkennileg pólitík því hún taldi Pírata vera breiðfylkingu fólks sem vildi breytingar, virkara lýðræði og gagnsæi og svo framvegis. En samkvæmt þessu eru bara sumir velkomnir að leggja gott til málanna en ekki allir,“ sagði Elín. Helgi Hrafn sagði svarið vera afdráttarlaust „já“ þegar hann var spurður hvort frjálshyggjumenn væru velkomnir í Pírata. Flokkurinn leggi áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Í því felst að Píratar móti stefnu sína í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir fortalsmenn hennar eru. Sagði Helgi Hrafn alla velkomna í Pírata sem aðhyllast þessari grunnstefnu flokksins. Elín spurði Helga Hrafn einni út í Evrópustefnu flokksins. Sagði Elín nýlega könnun Gallup sýna að meiri hluti kjósenda Pírata, 67 prósent, myndi sennilega eða örugglega greiða atkvæði með aðild Íslands að Evrópusambandinu ef gengið yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Helgi Hrafn sagði afstöðu Pírata til Evrópusambandsins vera þá að ákvörðunin eigi að liggja hjá þjóðinni. Það sé ekki hlutverk stjórnmálamanna að taka ákvörðunin hvort málið farið fyrir þjóðina, þjóðin eigi að hafa valið. Hann sagði Pírata vera þeirrar skoðunar að þjóðin eigi að greiða atkvæði um hvort halda eigi áfram samningaviðræðum við Evrópusambandið og svo greiða atkvæði um fulla aðild að samningaviðræðum.
Tengdar fréttir Píratar fara yfir 40 prósenta markið Píratar mælast með tæplega 42 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun. Þingmaður flokksins segist auðmjúkur. Það sé umhugsunarefni hvers vegna Píratar mælist ítrekað stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í könnunum. Sjálfstæðisflokkuri 28. janúar 2016 07:00 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Píratar fara yfir 40 prósenta markið Píratar mælast með tæplega 42 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun. Þingmaður flokksins segist auðmjúkur. Það sé umhugsunarefni hvers vegna Píratar mælist ítrekað stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í könnunum. Sjálfstæðisflokkuri 28. janúar 2016 07:00