Björn Bergmann: Ég elska að spila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2016 10:30 Björn Bergmann í leik með Wolves. Vísir/Getty Björn Bergmann Sigurðarson er loksins byrjaður að spila með Wolves á nýjan leik. Hann var í byrjunarliðinu gegn Bolton í B-deildinni á Englandi nú fyrr í vikunni og spilaði í 76 mínútur, það mesta sem hann hefur gert á þessari leiktíð. Björn Bergmann kom fyrst til Wolves árið 2012 og spilaði reglulega á fyrsta tímabilinu. Um mitt annað tímabilið sitt hafði hann misst sæti sitt í liðinu og var hann lánaður til Molde í Noregi í lok janúar 2014, þar sem hann varð tvöfaldur meistari. Björn var svo lánaður til FCK í Danmörku í fyrra en sneri svo aftur til Wolves í sumar, þar sem hann þurfti að vinna sig upp frá botninum. Hann þurfti þar að auki að fara í aðgerð vegna meiðsla í baki fyrir tímabilið sem heppnaðist þó vel.Sjá einnig: Fyrsti leikur Björns Bergmanns fyrir Úlfanna í tvö ár „Þetta hefur verið mjög skrýtið. Ég kom hingað fyrst fyrir þremur árum, spilaði nokkra leiki og fór svo aftur í burtu og lék [sem lánsmaður] með tveimur liðum.“ „En svo ég er kominn aftur hingað, er byrjaður að spila aftur og hef verið að standa mig vel. Þetta hefur því verið nokkuð skrýtið. En spennandi líka. Það er frábært að vera byrjaður að spila aftur.“ Hann neitar því ekki að eftir allt sem á undan er gengið að hafi sú hugsun hvarflað að honum að hann myndi ekki spila aftur fyrir Wolves. „En mér var vel tekið þegar ég kom til baka. Ég átti gott spjall við stjórann sem sagði að ef ég gæti sannað fyrir honum að ég ætti heima í liðinu þá myndi hann gefa mér tækifæri. Ég held að það hafi tekist ágætlega hjá mér.“Hugað að Birni í leiknum gegn West Ham.Vísir/GettyHélt að meiðslin hefðu tekið sig upp Björn Bergmann segir að hann þoli ekki að gefast upp og hefði aldrei kosið að skilja við félagið fyrir fullt og allt líkt og staðan var þegar ég fór til Molde. „Ég vildi koma mér í form, koma svo aftur og spila eins vel og ég get,“ sagði hann.Sjá einnig: Meiðsli Björns Bergmanns virðast ekki alvarleg Skömmu eftir að hann var búinn að vinna sér sæti í liði Wolves var hann borinn af velli með bakmeiðsli í bikarleik gegn West Ham. Hann óttaðist að bakmeiðslin hefðu tekið sig upp. „Ég taldi að ég myndi þurfa fara aftur í aðgerð enda var sársaukinn það mikill. En ég var fljótur að jafna mig og það var mikill léttir að ég gat byrjað að æfa nokkrum dögum síðar.“Björn í búningi FCK.Vísir/GettyÍ miklum metum stuðningsmanna Stuðningsmenn Wolves hafa sýnt Birni mikinn stuðning, allt frá því að hann kom til baka til félagsins. Það rigndi yfir hann skilaboðum eftir atvikið í leiknum gegn West Ham og greinilegt að hann er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Úlfanna. Hlustaðu á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan en þar segir hann meðal annars ekkert velta því fyrir sér að hann verði samningslaus í sumar, hann sé fyrst og fremst að hugsa um að njóta þess að spila fótbolta á nýjan leik. „Þetta hefur bara verið svo gaman. Bæði á æfingum síðustu vikur og mánuði og svo í leikjunum. Ég elska tilfinninguna að fá að vera inn á vellinum og spila - hlaupa og fara í tæklingar. Ég bara elska það.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Björn Bergmann borinn af velli Björn Bergmann Sigurðarson var borinn af velli í leik Wolves og West Ham á Upton Park í Lundúnum í dag. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Björns Bergmanns fyrir Wolves í háa herrans tíð. 9. janúar 2016 18:18 Fyrsti leikur Björns Bergmann fyrir Úlfana í tvö ár Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í Wolves unnu 1-0 útisigur á Brighton & Hove Albion í ensku b-deildinni í knattspyrnu í dag. 1. janúar 2016 16:59 Meiðsli Björns Bergmanns virðast ekki alvarleg Jóhannes Karl Guðjónsson segja að meiðsli bróður hans sem betur fer ekki jafn alvarleg og þau litu út í fyrstu. 11. janúar 2016 14:30 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson er loksins byrjaður að spila með Wolves á nýjan leik. Hann var í byrjunarliðinu gegn Bolton í B-deildinni á Englandi nú fyrr í vikunni og spilaði í 76 mínútur, það mesta sem hann hefur gert á þessari leiktíð. Björn Bergmann kom fyrst til Wolves árið 2012 og spilaði reglulega á fyrsta tímabilinu. Um mitt annað tímabilið sitt hafði hann misst sæti sitt í liðinu og var hann lánaður til Molde í Noregi í lok janúar 2014, þar sem hann varð tvöfaldur meistari. Björn var svo lánaður til FCK í Danmörku í fyrra en sneri svo aftur til Wolves í sumar, þar sem hann þurfti að vinna sig upp frá botninum. Hann þurfti þar að auki að fara í aðgerð vegna meiðsla í baki fyrir tímabilið sem heppnaðist þó vel.Sjá einnig: Fyrsti leikur Björns Bergmanns fyrir Úlfanna í tvö ár „Þetta hefur verið mjög skrýtið. Ég kom hingað fyrst fyrir þremur árum, spilaði nokkra leiki og fór svo aftur í burtu og lék [sem lánsmaður] með tveimur liðum.“ „En svo ég er kominn aftur hingað, er byrjaður að spila aftur og hef verið að standa mig vel. Þetta hefur því verið nokkuð skrýtið. En spennandi líka. Það er frábært að vera byrjaður að spila aftur.“ Hann neitar því ekki að eftir allt sem á undan er gengið að hafi sú hugsun hvarflað að honum að hann myndi ekki spila aftur fyrir Wolves. „En mér var vel tekið þegar ég kom til baka. Ég átti gott spjall við stjórann sem sagði að ef ég gæti sannað fyrir honum að ég ætti heima í liðinu þá myndi hann gefa mér tækifæri. Ég held að það hafi tekist ágætlega hjá mér.“Hugað að Birni í leiknum gegn West Ham.Vísir/GettyHélt að meiðslin hefðu tekið sig upp Björn Bergmann segir að hann þoli ekki að gefast upp og hefði aldrei kosið að skilja við félagið fyrir fullt og allt líkt og staðan var þegar ég fór til Molde. „Ég vildi koma mér í form, koma svo aftur og spila eins vel og ég get,“ sagði hann.Sjá einnig: Meiðsli Björns Bergmanns virðast ekki alvarleg Skömmu eftir að hann var búinn að vinna sér sæti í liði Wolves var hann borinn af velli með bakmeiðsli í bikarleik gegn West Ham. Hann óttaðist að bakmeiðslin hefðu tekið sig upp. „Ég taldi að ég myndi þurfa fara aftur í aðgerð enda var sársaukinn það mikill. En ég var fljótur að jafna mig og það var mikill léttir að ég gat byrjað að æfa nokkrum dögum síðar.“Björn í búningi FCK.Vísir/GettyÍ miklum metum stuðningsmanna Stuðningsmenn Wolves hafa sýnt Birni mikinn stuðning, allt frá því að hann kom til baka til félagsins. Það rigndi yfir hann skilaboðum eftir atvikið í leiknum gegn West Ham og greinilegt að hann er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Úlfanna. Hlustaðu á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan en þar segir hann meðal annars ekkert velta því fyrir sér að hann verði samningslaus í sumar, hann sé fyrst og fremst að hugsa um að njóta þess að spila fótbolta á nýjan leik. „Þetta hefur bara verið svo gaman. Bæði á æfingum síðustu vikur og mánuði og svo í leikjunum. Ég elska tilfinninguna að fá að vera inn á vellinum og spila - hlaupa og fara í tæklingar. Ég bara elska það.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Björn Bergmann borinn af velli Björn Bergmann Sigurðarson var borinn af velli í leik Wolves og West Ham á Upton Park í Lundúnum í dag. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Björns Bergmanns fyrir Wolves í háa herrans tíð. 9. janúar 2016 18:18 Fyrsti leikur Björns Bergmann fyrir Úlfana í tvö ár Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í Wolves unnu 1-0 útisigur á Brighton & Hove Albion í ensku b-deildinni í knattspyrnu í dag. 1. janúar 2016 16:59 Meiðsli Björns Bergmanns virðast ekki alvarleg Jóhannes Karl Guðjónsson segja að meiðsli bróður hans sem betur fer ekki jafn alvarleg og þau litu út í fyrstu. 11. janúar 2016 14:30 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Björn Bergmann borinn af velli Björn Bergmann Sigurðarson var borinn af velli í leik Wolves og West Ham á Upton Park í Lundúnum í dag. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Björns Bergmanns fyrir Wolves í háa herrans tíð. 9. janúar 2016 18:18
Fyrsti leikur Björns Bergmann fyrir Úlfana í tvö ár Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í Wolves unnu 1-0 útisigur á Brighton & Hove Albion í ensku b-deildinni í knattspyrnu í dag. 1. janúar 2016 16:59
Meiðsli Björns Bergmanns virðast ekki alvarleg Jóhannes Karl Guðjónsson segja að meiðsli bróður hans sem betur fer ekki jafn alvarleg og þau litu út í fyrstu. 11. janúar 2016 14:30