Björn Bergmann: Ég elska að spila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2016 10:30 Björn Bergmann í leik með Wolves. Vísir/Getty Björn Bergmann Sigurðarson er loksins byrjaður að spila með Wolves á nýjan leik. Hann var í byrjunarliðinu gegn Bolton í B-deildinni á Englandi nú fyrr í vikunni og spilaði í 76 mínútur, það mesta sem hann hefur gert á þessari leiktíð. Björn Bergmann kom fyrst til Wolves árið 2012 og spilaði reglulega á fyrsta tímabilinu. Um mitt annað tímabilið sitt hafði hann misst sæti sitt í liðinu og var hann lánaður til Molde í Noregi í lok janúar 2014, þar sem hann varð tvöfaldur meistari. Björn var svo lánaður til FCK í Danmörku í fyrra en sneri svo aftur til Wolves í sumar, þar sem hann þurfti að vinna sig upp frá botninum. Hann þurfti þar að auki að fara í aðgerð vegna meiðsla í baki fyrir tímabilið sem heppnaðist þó vel.Sjá einnig: Fyrsti leikur Björns Bergmanns fyrir Úlfanna í tvö ár „Þetta hefur verið mjög skrýtið. Ég kom hingað fyrst fyrir þremur árum, spilaði nokkra leiki og fór svo aftur í burtu og lék [sem lánsmaður] með tveimur liðum.“ „En svo ég er kominn aftur hingað, er byrjaður að spila aftur og hef verið að standa mig vel. Þetta hefur því verið nokkuð skrýtið. En spennandi líka. Það er frábært að vera byrjaður að spila aftur.“ Hann neitar því ekki að eftir allt sem á undan er gengið að hafi sú hugsun hvarflað að honum að hann myndi ekki spila aftur fyrir Wolves. „En mér var vel tekið þegar ég kom til baka. Ég átti gott spjall við stjórann sem sagði að ef ég gæti sannað fyrir honum að ég ætti heima í liðinu þá myndi hann gefa mér tækifæri. Ég held að það hafi tekist ágætlega hjá mér.“Hugað að Birni í leiknum gegn West Ham.Vísir/GettyHélt að meiðslin hefðu tekið sig upp Björn Bergmann segir að hann þoli ekki að gefast upp og hefði aldrei kosið að skilja við félagið fyrir fullt og allt líkt og staðan var þegar ég fór til Molde. „Ég vildi koma mér í form, koma svo aftur og spila eins vel og ég get,“ sagði hann.Sjá einnig: Meiðsli Björns Bergmanns virðast ekki alvarleg Skömmu eftir að hann var búinn að vinna sér sæti í liði Wolves var hann borinn af velli með bakmeiðsli í bikarleik gegn West Ham. Hann óttaðist að bakmeiðslin hefðu tekið sig upp. „Ég taldi að ég myndi þurfa fara aftur í aðgerð enda var sársaukinn það mikill. En ég var fljótur að jafna mig og það var mikill léttir að ég gat byrjað að æfa nokkrum dögum síðar.“Björn í búningi FCK.Vísir/GettyÍ miklum metum stuðningsmanna Stuðningsmenn Wolves hafa sýnt Birni mikinn stuðning, allt frá því að hann kom til baka til félagsins. Það rigndi yfir hann skilaboðum eftir atvikið í leiknum gegn West Ham og greinilegt að hann er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Úlfanna. Hlustaðu á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan en þar segir hann meðal annars ekkert velta því fyrir sér að hann verði samningslaus í sumar, hann sé fyrst og fremst að hugsa um að njóta þess að spila fótbolta á nýjan leik. „Þetta hefur bara verið svo gaman. Bæði á æfingum síðustu vikur og mánuði og svo í leikjunum. Ég elska tilfinninguna að fá að vera inn á vellinum og spila - hlaupa og fara í tæklingar. Ég bara elska það.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Björn Bergmann borinn af velli Björn Bergmann Sigurðarson var borinn af velli í leik Wolves og West Ham á Upton Park í Lundúnum í dag. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Björns Bergmanns fyrir Wolves í háa herrans tíð. 9. janúar 2016 18:18 Fyrsti leikur Björns Bergmann fyrir Úlfana í tvö ár Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í Wolves unnu 1-0 útisigur á Brighton & Hove Albion í ensku b-deildinni í knattspyrnu í dag. 1. janúar 2016 16:59 Meiðsli Björns Bergmanns virðast ekki alvarleg Jóhannes Karl Guðjónsson segja að meiðsli bróður hans sem betur fer ekki jafn alvarleg og þau litu út í fyrstu. 11. janúar 2016 14:30 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson er loksins byrjaður að spila með Wolves á nýjan leik. Hann var í byrjunarliðinu gegn Bolton í B-deildinni á Englandi nú fyrr í vikunni og spilaði í 76 mínútur, það mesta sem hann hefur gert á þessari leiktíð. Björn Bergmann kom fyrst til Wolves árið 2012 og spilaði reglulega á fyrsta tímabilinu. Um mitt annað tímabilið sitt hafði hann misst sæti sitt í liðinu og var hann lánaður til Molde í Noregi í lok janúar 2014, þar sem hann varð tvöfaldur meistari. Björn var svo lánaður til FCK í Danmörku í fyrra en sneri svo aftur til Wolves í sumar, þar sem hann þurfti að vinna sig upp frá botninum. Hann þurfti þar að auki að fara í aðgerð vegna meiðsla í baki fyrir tímabilið sem heppnaðist þó vel.Sjá einnig: Fyrsti leikur Björns Bergmanns fyrir Úlfanna í tvö ár „Þetta hefur verið mjög skrýtið. Ég kom hingað fyrst fyrir þremur árum, spilaði nokkra leiki og fór svo aftur í burtu og lék [sem lánsmaður] með tveimur liðum.“ „En svo ég er kominn aftur hingað, er byrjaður að spila aftur og hef verið að standa mig vel. Þetta hefur því verið nokkuð skrýtið. En spennandi líka. Það er frábært að vera byrjaður að spila aftur.“ Hann neitar því ekki að eftir allt sem á undan er gengið að hafi sú hugsun hvarflað að honum að hann myndi ekki spila aftur fyrir Wolves. „En mér var vel tekið þegar ég kom til baka. Ég átti gott spjall við stjórann sem sagði að ef ég gæti sannað fyrir honum að ég ætti heima í liðinu þá myndi hann gefa mér tækifæri. Ég held að það hafi tekist ágætlega hjá mér.“Hugað að Birni í leiknum gegn West Ham.Vísir/GettyHélt að meiðslin hefðu tekið sig upp Björn Bergmann segir að hann þoli ekki að gefast upp og hefði aldrei kosið að skilja við félagið fyrir fullt og allt líkt og staðan var þegar ég fór til Molde. „Ég vildi koma mér í form, koma svo aftur og spila eins vel og ég get,“ sagði hann.Sjá einnig: Meiðsli Björns Bergmanns virðast ekki alvarleg Skömmu eftir að hann var búinn að vinna sér sæti í liði Wolves var hann borinn af velli með bakmeiðsli í bikarleik gegn West Ham. Hann óttaðist að bakmeiðslin hefðu tekið sig upp. „Ég taldi að ég myndi þurfa fara aftur í aðgerð enda var sársaukinn það mikill. En ég var fljótur að jafna mig og það var mikill léttir að ég gat byrjað að æfa nokkrum dögum síðar.“Björn í búningi FCK.Vísir/GettyÍ miklum metum stuðningsmanna Stuðningsmenn Wolves hafa sýnt Birni mikinn stuðning, allt frá því að hann kom til baka til félagsins. Það rigndi yfir hann skilaboðum eftir atvikið í leiknum gegn West Ham og greinilegt að hann er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Úlfanna. Hlustaðu á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan en þar segir hann meðal annars ekkert velta því fyrir sér að hann verði samningslaus í sumar, hann sé fyrst og fremst að hugsa um að njóta þess að spila fótbolta á nýjan leik. „Þetta hefur bara verið svo gaman. Bæði á æfingum síðustu vikur og mánuði og svo í leikjunum. Ég elska tilfinninguna að fá að vera inn á vellinum og spila - hlaupa og fara í tæklingar. Ég bara elska það.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Björn Bergmann borinn af velli Björn Bergmann Sigurðarson var borinn af velli í leik Wolves og West Ham á Upton Park í Lundúnum í dag. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Björns Bergmanns fyrir Wolves í háa herrans tíð. 9. janúar 2016 18:18 Fyrsti leikur Björns Bergmann fyrir Úlfana í tvö ár Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í Wolves unnu 1-0 útisigur á Brighton & Hove Albion í ensku b-deildinni í knattspyrnu í dag. 1. janúar 2016 16:59 Meiðsli Björns Bergmanns virðast ekki alvarleg Jóhannes Karl Guðjónsson segja að meiðsli bróður hans sem betur fer ekki jafn alvarleg og þau litu út í fyrstu. 11. janúar 2016 14:30 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Björn Bergmann borinn af velli Björn Bergmann Sigurðarson var borinn af velli í leik Wolves og West Ham á Upton Park í Lundúnum í dag. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Björns Bergmanns fyrir Wolves í háa herrans tíð. 9. janúar 2016 18:18
Fyrsti leikur Björns Bergmann fyrir Úlfana í tvö ár Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í Wolves unnu 1-0 útisigur á Brighton & Hove Albion í ensku b-deildinni í knattspyrnu í dag. 1. janúar 2016 16:59
Meiðsli Björns Bergmanns virðast ekki alvarleg Jóhannes Karl Guðjónsson segja að meiðsli bróður hans sem betur fer ekki jafn alvarleg og þau litu út í fyrstu. 11. janúar 2016 14:30