Björn Bergmann: Ég elska að spila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2016 10:30 Björn Bergmann í leik með Wolves. Vísir/Getty Björn Bergmann Sigurðarson er loksins byrjaður að spila með Wolves á nýjan leik. Hann var í byrjunarliðinu gegn Bolton í B-deildinni á Englandi nú fyrr í vikunni og spilaði í 76 mínútur, það mesta sem hann hefur gert á þessari leiktíð. Björn Bergmann kom fyrst til Wolves árið 2012 og spilaði reglulega á fyrsta tímabilinu. Um mitt annað tímabilið sitt hafði hann misst sæti sitt í liðinu og var hann lánaður til Molde í Noregi í lok janúar 2014, þar sem hann varð tvöfaldur meistari. Björn var svo lánaður til FCK í Danmörku í fyrra en sneri svo aftur til Wolves í sumar, þar sem hann þurfti að vinna sig upp frá botninum. Hann þurfti þar að auki að fara í aðgerð vegna meiðsla í baki fyrir tímabilið sem heppnaðist þó vel.Sjá einnig: Fyrsti leikur Björns Bergmanns fyrir Úlfanna í tvö ár „Þetta hefur verið mjög skrýtið. Ég kom hingað fyrst fyrir þremur árum, spilaði nokkra leiki og fór svo aftur í burtu og lék [sem lánsmaður] með tveimur liðum.“ „En svo ég er kominn aftur hingað, er byrjaður að spila aftur og hef verið að standa mig vel. Þetta hefur því verið nokkuð skrýtið. En spennandi líka. Það er frábært að vera byrjaður að spila aftur.“ Hann neitar því ekki að eftir allt sem á undan er gengið að hafi sú hugsun hvarflað að honum að hann myndi ekki spila aftur fyrir Wolves. „En mér var vel tekið þegar ég kom til baka. Ég átti gott spjall við stjórann sem sagði að ef ég gæti sannað fyrir honum að ég ætti heima í liðinu þá myndi hann gefa mér tækifæri. Ég held að það hafi tekist ágætlega hjá mér.“Hugað að Birni í leiknum gegn West Ham.Vísir/GettyHélt að meiðslin hefðu tekið sig upp Björn Bergmann segir að hann þoli ekki að gefast upp og hefði aldrei kosið að skilja við félagið fyrir fullt og allt líkt og staðan var þegar ég fór til Molde. „Ég vildi koma mér í form, koma svo aftur og spila eins vel og ég get,“ sagði hann.Sjá einnig: Meiðsli Björns Bergmanns virðast ekki alvarleg Skömmu eftir að hann var búinn að vinna sér sæti í liði Wolves var hann borinn af velli með bakmeiðsli í bikarleik gegn West Ham. Hann óttaðist að bakmeiðslin hefðu tekið sig upp. „Ég taldi að ég myndi þurfa fara aftur í aðgerð enda var sársaukinn það mikill. En ég var fljótur að jafna mig og það var mikill léttir að ég gat byrjað að æfa nokkrum dögum síðar.“Björn í búningi FCK.Vísir/GettyÍ miklum metum stuðningsmanna Stuðningsmenn Wolves hafa sýnt Birni mikinn stuðning, allt frá því að hann kom til baka til félagsins. Það rigndi yfir hann skilaboðum eftir atvikið í leiknum gegn West Ham og greinilegt að hann er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Úlfanna. Hlustaðu á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan en þar segir hann meðal annars ekkert velta því fyrir sér að hann verði samningslaus í sumar, hann sé fyrst og fremst að hugsa um að njóta þess að spila fótbolta á nýjan leik. „Þetta hefur bara verið svo gaman. Bæði á æfingum síðustu vikur og mánuði og svo í leikjunum. Ég elska tilfinninguna að fá að vera inn á vellinum og spila - hlaupa og fara í tæklingar. Ég bara elska það.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Björn Bergmann borinn af velli Björn Bergmann Sigurðarson var borinn af velli í leik Wolves og West Ham á Upton Park í Lundúnum í dag. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Björns Bergmanns fyrir Wolves í háa herrans tíð. 9. janúar 2016 18:18 Fyrsti leikur Björns Bergmann fyrir Úlfana í tvö ár Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í Wolves unnu 1-0 útisigur á Brighton & Hove Albion í ensku b-deildinni í knattspyrnu í dag. 1. janúar 2016 16:59 Meiðsli Björns Bergmanns virðast ekki alvarleg Jóhannes Karl Guðjónsson segja að meiðsli bróður hans sem betur fer ekki jafn alvarleg og þau litu út í fyrstu. 11. janúar 2016 14:30 Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson er loksins byrjaður að spila með Wolves á nýjan leik. Hann var í byrjunarliðinu gegn Bolton í B-deildinni á Englandi nú fyrr í vikunni og spilaði í 76 mínútur, það mesta sem hann hefur gert á þessari leiktíð. Björn Bergmann kom fyrst til Wolves árið 2012 og spilaði reglulega á fyrsta tímabilinu. Um mitt annað tímabilið sitt hafði hann misst sæti sitt í liðinu og var hann lánaður til Molde í Noregi í lok janúar 2014, þar sem hann varð tvöfaldur meistari. Björn var svo lánaður til FCK í Danmörku í fyrra en sneri svo aftur til Wolves í sumar, þar sem hann þurfti að vinna sig upp frá botninum. Hann þurfti þar að auki að fara í aðgerð vegna meiðsla í baki fyrir tímabilið sem heppnaðist þó vel.Sjá einnig: Fyrsti leikur Björns Bergmanns fyrir Úlfanna í tvö ár „Þetta hefur verið mjög skrýtið. Ég kom hingað fyrst fyrir þremur árum, spilaði nokkra leiki og fór svo aftur í burtu og lék [sem lánsmaður] með tveimur liðum.“ „En svo ég er kominn aftur hingað, er byrjaður að spila aftur og hef verið að standa mig vel. Þetta hefur því verið nokkuð skrýtið. En spennandi líka. Það er frábært að vera byrjaður að spila aftur.“ Hann neitar því ekki að eftir allt sem á undan er gengið að hafi sú hugsun hvarflað að honum að hann myndi ekki spila aftur fyrir Wolves. „En mér var vel tekið þegar ég kom til baka. Ég átti gott spjall við stjórann sem sagði að ef ég gæti sannað fyrir honum að ég ætti heima í liðinu þá myndi hann gefa mér tækifæri. Ég held að það hafi tekist ágætlega hjá mér.“Hugað að Birni í leiknum gegn West Ham.Vísir/GettyHélt að meiðslin hefðu tekið sig upp Björn Bergmann segir að hann þoli ekki að gefast upp og hefði aldrei kosið að skilja við félagið fyrir fullt og allt líkt og staðan var þegar ég fór til Molde. „Ég vildi koma mér í form, koma svo aftur og spila eins vel og ég get,“ sagði hann.Sjá einnig: Meiðsli Björns Bergmanns virðast ekki alvarleg Skömmu eftir að hann var búinn að vinna sér sæti í liði Wolves var hann borinn af velli með bakmeiðsli í bikarleik gegn West Ham. Hann óttaðist að bakmeiðslin hefðu tekið sig upp. „Ég taldi að ég myndi þurfa fara aftur í aðgerð enda var sársaukinn það mikill. En ég var fljótur að jafna mig og það var mikill léttir að ég gat byrjað að æfa nokkrum dögum síðar.“Björn í búningi FCK.Vísir/GettyÍ miklum metum stuðningsmanna Stuðningsmenn Wolves hafa sýnt Birni mikinn stuðning, allt frá því að hann kom til baka til félagsins. Það rigndi yfir hann skilaboðum eftir atvikið í leiknum gegn West Ham og greinilegt að hann er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Úlfanna. Hlustaðu á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan en þar segir hann meðal annars ekkert velta því fyrir sér að hann verði samningslaus í sumar, hann sé fyrst og fremst að hugsa um að njóta þess að spila fótbolta á nýjan leik. „Þetta hefur bara verið svo gaman. Bæði á æfingum síðustu vikur og mánuði og svo í leikjunum. Ég elska tilfinninguna að fá að vera inn á vellinum og spila - hlaupa og fara í tæklingar. Ég bara elska það.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Björn Bergmann borinn af velli Björn Bergmann Sigurðarson var borinn af velli í leik Wolves og West Ham á Upton Park í Lundúnum í dag. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Björns Bergmanns fyrir Wolves í háa herrans tíð. 9. janúar 2016 18:18 Fyrsti leikur Björns Bergmann fyrir Úlfana í tvö ár Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í Wolves unnu 1-0 útisigur á Brighton & Hove Albion í ensku b-deildinni í knattspyrnu í dag. 1. janúar 2016 16:59 Meiðsli Björns Bergmanns virðast ekki alvarleg Jóhannes Karl Guðjónsson segja að meiðsli bróður hans sem betur fer ekki jafn alvarleg og þau litu út í fyrstu. 11. janúar 2016 14:30 Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Björn Bergmann borinn af velli Björn Bergmann Sigurðarson var borinn af velli í leik Wolves og West Ham á Upton Park í Lundúnum í dag. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Björns Bergmanns fyrir Wolves í háa herrans tíð. 9. janúar 2016 18:18
Fyrsti leikur Björns Bergmann fyrir Úlfana í tvö ár Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í Wolves unnu 1-0 útisigur á Brighton & Hove Albion í ensku b-deildinni í knattspyrnu í dag. 1. janúar 2016 16:59
Meiðsli Björns Bergmanns virðast ekki alvarleg Jóhannes Karl Guðjónsson segja að meiðsli bróður hans sem betur fer ekki jafn alvarleg og þau litu út í fyrstu. 11. janúar 2016 14:30