Conor rífst við þungavigtarmeistarann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2016 23:15 Írinn kjaftfori, Conor McGregor, er á góðri leið að fá alla bardagamenn í UFC, fyrir utan Gunnar Nelson, upp á móti sér. Nú síðast hjólaði hann í þungavigtarmeistarann, Fabricio Werdum. Þeir byrjuðu að rífast í desember er Werdum hélt því fram að McGregor hefði viljað æfa hjá honum í Kings MMA liðinu. Conor þvertók fyrir það. „Af hverju ætti ég að vilja æfa í sal með þessum aumingjum? Werdum þarf að vera með sínar staðreyndir á hreinu áður en ég mæti, kaupi staðinn og breyti honum í ruslaport,“ sagði Conor þá. Werdum svaraði því til að hann hefði slegið Írann utan undir ef hann hefði sagt þetta upp í opið geðið á sér.Sjá einnig: Gunnar farinn til Dublin að aðstoða ConorFabricio Werdum.vísir/gettyUm síðustu helgi var Conor valinn bardagamaður síðasta árs hjá UFC. Hann er að æfa með Gunnar í Dublin fyrir komandi bardaga og því var þakkarræða hans á myndbandi. Hann notaði ræðuna til þess að punda aftur á Werdum. Werdum dró sig úr titilbardaga sínum á dögunum og það fannst Conor aumingjalegt. „Ég þarf að mata ykkur alla aumingjana. Ég þarf að gefa ykkur öllum að borða því þið aumingjarnir nennið ekki að vinna. Við erum með þungavigtarmeistara sem er ræfill. Hætti við bardaga af því honum var illt í tánni. Hvaða meistari gerir það?“ sagði Conor grimmur í þessari afar sérstöku þakkarræðu. Hann fer ávallt sínar leiðir. Werdum svaraði honum í dag og það á afar sérstakan hátt og með afar furðulegri mynd. Fólk almennt skilur ekki hvað Werdum er að fara en hann er klárlega að tapa þessu rifrildi. Please Werdum :: Go slow :: easy you are a heavyweight !!! Wow !!! Now I love you more than #DanaWhite . now I know why #vaicavalo A photo posted by Fabricio Werdum (@werdum) on Feb 7, 2016 at 6:40pm PST MMA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Sjá meira
Írinn kjaftfori, Conor McGregor, er á góðri leið að fá alla bardagamenn í UFC, fyrir utan Gunnar Nelson, upp á móti sér. Nú síðast hjólaði hann í þungavigtarmeistarann, Fabricio Werdum. Þeir byrjuðu að rífast í desember er Werdum hélt því fram að McGregor hefði viljað æfa hjá honum í Kings MMA liðinu. Conor þvertók fyrir það. „Af hverju ætti ég að vilja æfa í sal með þessum aumingjum? Werdum þarf að vera með sínar staðreyndir á hreinu áður en ég mæti, kaupi staðinn og breyti honum í ruslaport,“ sagði Conor þá. Werdum svaraði því til að hann hefði slegið Írann utan undir ef hann hefði sagt þetta upp í opið geðið á sér.Sjá einnig: Gunnar farinn til Dublin að aðstoða ConorFabricio Werdum.vísir/gettyUm síðustu helgi var Conor valinn bardagamaður síðasta árs hjá UFC. Hann er að æfa með Gunnar í Dublin fyrir komandi bardaga og því var þakkarræða hans á myndbandi. Hann notaði ræðuna til þess að punda aftur á Werdum. Werdum dró sig úr titilbardaga sínum á dögunum og það fannst Conor aumingjalegt. „Ég þarf að mata ykkur alla aumingjana. Ég þarf að gefa ykkur öllum að borða því þið aumingjarnir nennið ekki að vinna. Við erum með þungavigtarmeistara sem er ræfill. Hætti við bardaga af því honum var illt í tánni. Hvaða meistari gerir það?“ sagði Conor grimmur í þessari afar sérstöku þakkarræðu. Hann fer ávallt sínar leiðir. Werdum svaraði honum í dag og það á afar sérstakan hátt og með afar furðulegri mynd. Fólk almennt skilur ekki hvað Werdum er að fara en hann er klárlega að tapa þessu rifrildi. Please Werdum :: Go slow :: easy you are a heavyweight !!! Wow !!! Now I love you more than #DanaWhite . now I know why #vaicavalo A photo posted by Fabricio Werdum (@werdum) on Feb 7, 2016 at 6:40pm PST
MMA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Sjá meira