Leicester náði þriggja stiga forskoti á toppnum | Úrslit dagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. janúar 2016 17:00 Jamie Vardy í þann mund að skora sitt 16. deildarmark í vetur. vísir/getty Leicester City náði þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með góðum 3-0 sigri á Stoke City á King Power Stadium í dag. Danny Drinkwater, Jamie Vardy og Leonardo Ulloa skoruðu mörk Leicester sem er með 47 stig, þremur stigum á undan Arsenal sem mætir Chelsea í stórleik helgarinnar á morgun. Stoke er hins vegar í 8. sæti deildarinnar með 33 stig. Watford komst aftur á sigurbraut þegar liðið bar sigurorð af Newcastle United, 2-1, á heimavelli sínum Vicarage Road. Sigurinn var mikilvægur fyrir Watford en fyrir leikinn í dag höfðu nýliðarnir tapað fjórum leikjum í röð. Liðið er nú komið upp í 10. sæti deildarinnar með 32 stig. Odion Ighalo kom Watford yfir á 46. mínútu með sínu 14. deildarmarki í vetur. Craig Cathcart jók muninn í 2-0 á 58. mínútu en Jamaal Lascelles minnkaði muninn 13 mínútum síðar. Nær komst Newcastle ekki en liðið er enn í fallsæti með 21 stig, einu stigi frá öruggu sæti. Sunderland og Bournemouth skildu jöfn, 1-1, á Ljósvangi. Benik Afobe kom Bournemouth yfir á 13. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið eftir að hann kom frá Wolves fyrr í mánuðinum. Patrick van Aanholt jafnaði svo metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks og þar við sat. Þá gerðu West Brom og Aston Villa markalaust jafntefli í nágrannaslag.Úrslit dagsins:Norwich 4-5 Liverpool 0-1 Roberto Firmino (18.), 1-1 Dieumerci Mbokani (29.), 2-1 Steven Naismith (41.), 3-1 Wes Hoolahan, víti (54.), 3-2 Jordan Henderson (55.), 3-3 Firmino (63.), 3-4 James Milner (75.), 4-4 Sébastien Bassong (90+2), 4-5 Adam Lallana (90+5).Man Utd 0-1 Southampton 0-1 Charlie Austin (87.).Crystal Palace 1-3 Tottenham 1-0 Jan Vertongen, sjálfsmark (30.), 1-1 Harry Kane (63.), 1-2 Dele Alli (84.), 1-3 Nacer Chadli (90+5).Leicester 3-0 Stoke 1-0 Danny Drinkwater (42.), 2-0 Jamie Vardy (67.), 3-0 Leonardo Ulloa (88.).Sunderland 1-1 Bournemouth 0-1 Benik Afobe (13.), 1-1 Patrick van Aanholt (45+1).Watford 2-1 Newcastle 1-0 Odion Ighalo (46.), 2-0 Craig Cathcart (58.), 2-1 Jamaal Lascelles (71.).West Brom 0-0 Aston Villa Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Leicester City náði þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með góðum 3-0 sigri á Stoke City á King Power Stadium í dag. Danny Drinkwater, Jamie Vardy og Leonardo Ulloa skoruðu mörk Leicester sem er með 47 stig, þremur stigum á undan Arsenal sem mætir Chelsea í stórleik helgarinnar á morgun. Stoke er hins vegar í 8. sæti deildarinnar með 33 stig. Watford komst aftur á sigurbraut þegar liðið bar sigurorð af Newcastle United, 2-1, á heimavelli sínum Vicarage Road. Sigurinn var mikilvægur fyrir Watford en fyrir leikinn í dag höfðu nýliðarnir tapað fjórum leikjum í röð. Liðið er nú komið upp í 10. sæti deildarinnar með 32 stig. Odion Ighalo kom Watford yfir á 46. mínútu með sínu 14. deildarmarki í vetur. Craig Cathcart jók muninn í 2-0 á 58. mínútu en Jamaal Lascelles minnkaði muninn 13 mínútum síðar. Nær komst Newcastle ekki en liðið er enn í fallsæti með 21 stig, einu stigi frá öruggu sæti. Sunderland og Bournemouth skildu jöfn, 1-1, á Ljósvangi. Benik Afobe kom Bournemouth yfir á 13. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið eftir að hann kom frá Wolves fyrr í mánuðinum. Patrick van Aanholt jafnaði svo metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks og þar við sat. Þá gerðu West Brom og Aston Villa markalaust jafntefli í nágrannaslag.Úrslit dagsins:Norwich 4-5 Liverpool 0-1 Roberto Firmino (18.), 1-1 Dieumerci Mbokani (29.), 2-1 Steven Naismith (41.), 3-1 Wes Hoolahan, víti (54.), 3-2 Jordan Henderson (55.), 3-3 Firmino (63.), 3-4 James Milner (75.), 4-4 Sébastien Bassong (90+2), 4-5 Adam Lallana (90+5).Man Utd 0-1 Southampton 0-1 Charlie Austin (87.).Crystal Palace 1-3 Tottenham 1-0 Jan Vertongen, sjálfsmark (30.), 1-1 Harry Kane (63.), 1-2 Dele Alli (84.), 1-3 Nacer Chadli (90+5).Leicester 3-0 Stoke 1-0 Danny Drinkwater (42.), 2-0 Jamie Vardy (67.), 3-0 Leonardo Ulloa (88.).Sunderland 1-1 Bournemouth 0-1 Benik Afobe (13.), 1-1 Patrick van Aanholt (45+1).Watford 2-1 Newcastle 1-0 Odion Ighalo (46.), 2-0 Craig Cathcart (58.), 2-1 Jamaal Lascelles (71.).West Brom 0-0 Aston Villa
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira