Enski boltinn

Jóhann Berg í byrjunarliði Charlton sem gerði jafntefli á heimavelli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg og félagar eru í vandræðum.
Jóhann Berg og félagar eru í vandræðum. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Charlton Athletic gerði 1-1 jafntefli við Blackburn Rovers í ensku B-deildinni í dag.

Jóhann Berg og félagar eru í erfiðri stöðu í 23. og næstneðsta sæti deildarinnar en mikið hefur gengið á hjá félaginu í vetur. Charlton er með 21 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Aron Einar Gunnarsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar Cardiff City og Rotherham skildu jöfn, 2-2.

Cardiff er í 9. sæti deildarinnar með 41 stig.

Þá lék Eggert Gunnþór Jónsson allan leikinn á miðjunni þegar Fleetwood Town gerði markalaust jafntefli við Doncaster Rovers í C-deildinni í dag.

Eggert og félagar eru í 21. og fjórða neðsta sæti deildarinnar með 28 stig, einu stigi frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×