Enski boltinn

Adebayor fann sér loks nýtt félag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Adebayor í leik með Tottenham.
Adebayor í leik með Tottenham. Vísir/Getty
Sóknarmaðurinn Emmanuel Adebayor er kominn til Crystal Palace en hann samdi við félagið til loka tímabilsins. Hann hefur verið án félags síðan hann var leystur undan samningi sínum við Tottenham í september.

Adebayor er 31 árs gamall en hefur ekki spilað síðan í byrjun maí á síðasta ári. Þá kom hann við sögu í sex mínútur er Tottenham tapaði fyrir Manchester City, 1-0.

Palace þarf markaskorarar þar sem liðið hefur skorað aðeins 24 mörk í 23 leikjum í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. Sóknarmenn Crystal Palace, þeir Frazier Campbell, Dwight Gayle, Connor Wickham og Marouane Chamakah, hafa afrekað að skora aðeins eitt mark samanlagt á tímabilinu. Liðið hefur ekki unnið síðustu sex leiki sína og tapað fjórum í röð.

Adebayor kom til Arsenal frá Monaco á sínum tíma en gekk svo í raðir Manchester City. Hann var svo lánaður til Real Madrid en fór til Tottenham árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×