Hvernig á að kaupa sér íbúð? Sæunn Gísladóttir skrifar 28. janúar 2016 07:00 Fjölbreyttar leiðir eru í boði fyrir fólk til að kaupa sér íbúð. Ungt par á þrítugsaldri hyggst kaupa sér íbúð sem kostar þrjátíu milljónir. Þau eiga þrjár milljónir á mann í útborgun og taka 24 milljón króna lán saman, eða sem nemur 80 prósentum af íbúðarkostnaði. Ef parið tekur lán hjá einhverjum af þremur stóru bönkunum hefur það val milli verðtryggðra, óverðtryggðra og blandaðra lána og getur að hluta til ákveðið vextina. Ef það tekur lán hjá Íbúðalánasjóði stendur því þó einungis til boða verðtryggt lán með 4,2 prósent föstum vöxtum. Á fjörutíu árum getur parið séð fram á að greiða í kringum sjötíu milljónir fyrir húsnæðislán. „Það sem fólk þarf að vita er að greiðslubyrði á verðtryggðum lánum er mun lægri en á óverðtryggðum lánum. En ef maður lítur aftur í tímann, þá hafa vextir á verðtryggðum lánum verið lægri en af óverðtryggðum lánum, að teknu tilliti til verðbólgu. Þau bera lægri raunvexti, verðtryggðu lánin. Þetta er eitt af því sem þarf að hafa í huga,“ þetta segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi.Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, segir enga eina stærð af láni henta öllum.vísir/gva„Annað sem þarf að hafa í huga er að með verðtryggðu láni er eignarmyndunin mun hægari, af því að maður borgar minna af láninu. Yfirleitt þegar maður er að horfa á það verður maður líka að taka tillit til þess að laun í landinu hafa að meðaltali hækkað mun meira en verðbólga yfir langan tíma, meira að segja frá haustinu 2008 hafa laun hækkað að meðaltali meira heldur en verðbólga. Þó að lánin séu að hækka þá hefur fólk verið að borga lægra hlutfall af launum sínum í afborganir af lánum, að meðaltali.“ Breki segir ekki hægt að fullyrða um hversu hátt hlutfall af íbúðarkostnaði fólk ætti að fá að láni. „Það er ekki ein stærð sem hentar öllum. Það fer eftir aðstæðum hjá fólki og hvaða sýn það hefur á framtíðina og svo framvegis. En það má kannski benda á að það var gerð rannsókn í Bretlandi á fjárhag þúsunda breskra heimila þar sem kom í ljós að ef greiðslubyrði húsnæðislána fór yfir tuttugu og fimm prósent af tekjum eftir skatt þá voru meiri en fimmtíu prósent líkur á að fólk lenti í greiðsluvanda. Það getur verið ágæt þumalputtaregla að miða að því að greiðslubyrðin fari því ekki yfir tuttugu og fimm prósent af tekjum,“ segir Breki Karlsson. Það gæti borgað sig fyrir unga parið að vera í foreldrahúsum í smá tíma í viðbót. Ef þau myndu ná að safna tveimur milljónum í viðbót á mann og taka því tuttugu milljóna króna lán í stað tuttugu og fjögurra milljóna lán, myndi endurgreiðsla til Íbúðalánasjóðs til að mynda lækka um rúmlega tólf milljónir.Leiðrétting: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sem birtist í Fréttablaðinu í dag voru rangar upplýsingar um mánaðargreiðslur hjá Landsbankanum, þær hafa nú verið leiðréttar. Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Ungt par á þrítugsaldri hyggst kaupa sér íbúð sem kostar þrjátíu milljónir. Þau eiga þrjár milljónir á mann í útborgun og taka 24 milljón króna lán saman, eða sem nemur 80 prósentum af íbúðarkostnaði. Ef parið tekur lán hjá einhverjum af þremur stóru bönkunum hefur það val milli verðtryggðra, óverðtryggðra og blandaðra lána og getur að hluta til ákveðið vextina. Ef það tekur lán hjá Íbúðalánasjóði stendur því þó einungis til boða verðtryggt lán með 4,2 prósent föstum vöxtum. Á fjörutíu árum getur parið séð fram á að greiða í kringum sjötíu milljónir fyrir húsnæðislán. „Það sem fólk þarf að vita er að greiðslubyrði á verðtryggðum lánum er mun lægri en á óverðtryggðum lánum. En ef maður lítur aftur í tímann, þá hafa vextir á verðtryggðum lánum verið lægri en af óverðtryggðum lánum, að teknu tilliti til verðbólgu. Þau bera lægri raunvexti, verðtryggðu lánin. Þetta er eitt af því sem þarf að hafa í huga,“ þetta segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi.Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, segir enga eina stærð af láni henta öllum.vísir/gva„Annað sem þarf að hafa í huga er að með verðtryggðu láni er eignarmyndunin mun hægari, af því að maður borgar minna af láninu. Yfirleitt þegar maður er að horfa á það verður maður líka að taka tillit til þess að laun í landinu hafa að meðaltali hækkað mun meira en verðbólga yfir langan tíma, meira að segja frá haustinu 2008 hafa laun hækkað að meðaltali meira heldur en verðbólga. Þó að lánin séu að hækka þá hefur fólk verið að borga lægra hlutfall af launum sínum í afborganir af lánum, að meðaltali.“ Breki segir ekki hægt að fullyrða um hversu hátt hlutfall af íbúðarkostnaði fólk ætti að fá að láni. „Það er ekki ein stærð sem hentar öllum. Það fer eftir aðstæðum hjá fólki og hvaða sýn það hefur á framtíðina og svo framvegis. En það má kannski benda á að það var gerð rannsókn í Bretlandi á fjárhag þúsunda breskra heimila þar sem kom í ljós að ef greiðslubyrði húsnæðislána fór yfir tuttugu og fimm prósent af tekjum eftir skatt þá voru meiri en fimmtíu prósent líkur á að fólk lenti í greiðsluvanda. Það getur verið ágæt þumalputtaregla að miða að því að greiðslubyrðin fari því ekki yfir tuttugu og fimm prósent af tekjum,“ segir Breki Karlsson. Það gæti borgað sig fyrir unga parið að vera í foreldrahúsum í smá tíma í viðbót. Ef þau myndu ná að safna tveimur milljónum í viðbót á mann og taka því tuttugu milljóna króna lán í stað tuttugu og fjögurra milljóna lán, myndi endurgreiðsla til Íbúðalánasjóðs til að mynda lækka um rúmlega tólf milljónir.Leiðrétting: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sem birtist í Fréttablaðinu í dag voru rangar upplýsingar um mánaðargreiðslur hjá Landsbankanum, þær hafa nú verið leiðréttar.
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira