Enski boltinn

Markalaust jafntefli hjá Liverpool og West Ham

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Caulker reynir hér að stöðva Enner Valencia í leiknum.
Caulker reynir hér að stöðva Enner Valencia í leiknum. Vísir/Getty
Liverpool og West Ham gerðu markalaust 0-0 jafntefli í lokaleik dagsins í 32-liða úrslitum enska bikarsins en liðin þurfa að mætast aftur í London innan skamms.

Jurgen Klopp tefldi fram ungu liði í bland við stjörnurnar og byrjuðu leikmenn Liverpool leikinn af krafti en náðu ekki að koma boltanum framhjá Darren Randolph í marki West Ham.

Féll besta færi fyrri hálfleiksins fyrir Enner Valencia, leikmann West Ham en slakur skalli hans fór framhjá.

Staðan var markalaus í hálfleik en Liverpool var betri aðilinn í seinni hálfleik og fékk Christian Benteke, framherji liðsins besta færið.

Féll þá boltinn fyrir hann inn í vítateig West Ham einn gegn markverðinum en Randolph varði skot hans og náði West Ham að hreinsa.

Hvorugu liði tókst að ógna af einhverri alvöru eftir það og þurftu leikmenn liðsins því að sætta sig við markalaust jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×