Sættir tekist milli Þórarins og Arnþrúðar Bjarki Ármannsson skrifar 12. janúar 2016 18:34 Vísir greindi frá því í gær að Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, væri í meira lagi ósátt með greinaskrif Þórarins Þórarinssonar blaðamanns fyrir tímaritið MAN Vísir „Við Arnþrúður ræddum þetta vítt og breitt og ég skil vel að hún sé orðin langþreytt á árásum á persónu sína og útvarpsstöðina en ég leit nú alls ekki á þessa grein sem slíkt. Heldur virðingarvott eins dyggasta aðdáanda Útvarps Sögu,“ segir Þórarinn Þórarinsson blaðamaður.Greinin skrifuð af mikilli væntumþykju Vísir greindi frá því í gær að Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, væri í meira lagi ósátt með greinaskrif Þórarins fyrir tímaritið MAN en þar fjallar hann um helstu innhringjendur útvarpsstöðvarinnar.Arnþrúður fór fram á það bréflega að Björk Eiðsdóttir, ritstjóri MAN, innkallaði öll eintök nýjasta tölublaðsins. Björk birti mynd af bréfinu á Facebook-síðu sinni.Mynd/Björk EiðsdóttirSvo öfugt fór greinin í Arnþrúði að hún fór fram á það bréflega að Björk Eiðsdóttir, ritstjóri MAN, innkallaði öll eintök þessa nýjasta tölublaðs tímaritsins. Þá gerði Arnþrúður athugasemd við það að Þórarinn hafði verið á launaskrá hjá Sögu um tíma, við skrif á vef útvarpsstöðvarinnar, á sama tíma og þessi grein var unnin fyrir MAN. „Við sættumst ekki á greinina sem slíka en erum sammála að um að enn ríki milli okkar gagnkvæm væntumþykja,“ segir Þórarinn. Aðspurður segir hann þau ekki hafa fallist í faðma heldur ræddu þau málið saman í síma nú síðdegis. Þórarinn gat ekki svarað fyrir málið í gær, því hann var rúmliggjandi í pest. Hann ítrekar að greinin hafi verið skrifuð af mikilli væntumþykju. „Til þess að vekja athygli á skemmtilegasta útvarpsefni landsins á uppáhaldsstöðinni minni til margra ára,“ segir Þórarinn.Þórarinn útskýrir málið enn frekar í færslu á Facebook-síðu sinni:Lagðist aðeins í pest og missti meira eða minna af umræðum um það sem mér finnst enn stórgóð grein um Símatímann á Ú...Posted by Þórarinn Þórarinsson on 12. janúar 2016Nauðsynlegt gjallarhorn í samfélaginu Vísir greip aðeins ofan í grein Þórarins til að upplýsa lesendur um hvers kyns skrif hér um ræðir og dæmi nú hver fyrir sig: „Þetta fólk hefur rétt á sínum skoðunum og rödd þess á að fá að heyrast og Útvarp Saga tryggir það. Stöðina er ekki hægt að strika út sem gróðrarstíu fordóma og mannhaturs. Í raun sinnir hún mikilvægu samfélagslegu hlutverki með því að leyfa hrædda og reiða fólkinu að tappa af í Símatímanum fyrir hádegi alla virka daga. Þetta fólk myndi ganga endanlega af göflunum ef það hefði ekki þann öryggisventil sem Útvarp Saga er.“ Þá segir jafnframt í grein Þórarins:„Þau líta á Útvarp Sögu sem útvörð málfrelsis og gjallarhorn í samfélagi sem vill undir merkjum manngæsku þagga öll sjónarmið sem eru „góða fólkinu“ ekki þóknanleg. Og víst er að málfrelsið dafnar á Sögu og er vissulega hömlulaust. Þar er allt látið flakka af slíkum tilfinningahita að Símatíminn er án efa skemmtilegasti og besti útvarpsþáttur landsins. Í Símatímum fá valdhafar og fjármálabraskarar á baukinn daglega og þessu liði er óskað út í hafsauga reglulega.“ Tengdar fréttir Arnþrúður segir símatíma Útvarps Sögu höfundarréttarvarinn Krefst þess að ritstjóri Man innkalli öll eintök nýjasta tölublaðsins vegna greinar um símatíma Útvarps Sögu. 11. janúar 2016 16:07 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Við Arnþrúður ræddum þetta vítt og breitt og ég skil vel að hún sé orðin langþreytt á árásum á persónu sína og útvarpsstöðina en ég leit nú alls ekki á þessa grein sem slíkt. Heldur virðingarvott eins dyggasta aðdáanda Útvarps Sögu,“ segir Þórarinn Þórarinsson blaðamaður.Greinin skrifuð af mikilli væntumþykju Vísir greindi frá því í gær að Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, væri í meira lagi ósátt með greinaskrif Þórarins fyrir tímaritið MAN en þar fjallar hann um helstu innhringjendur útvarpsstöðvarinnar.Arnþrúður fór fram á það bréflega að Björk Eiðsdóttir, ritstjóri MAN, innkallaði öll eintök nýjasta tölublaðsins. Björk birti mynd af bréfinu á Facebook-síðu sinni.Mynd/Björk EiðsdóttirSvo öfugt fór greinin í Arnþrúði að hún fór fram á það bréflega að Björk Eiðsdóttir, ritstjóri MAN, innkallaði öll eintök þessa nýjasta tölublaðs tímaritsins. Þá gerði Arnþrúður athugasemd við það að Þórarinn hafði verið á launaskrá hjá Sögu um tíma, við skrif á vef útvarpsstöðvarinnar, á sama tíma og þessi grein var unnin fyrir MAN. „Við sættumst ekki á greinina sem slíka en erum sammála að um að enn ríki milli okkar gagnkvæm væntumþykja,“ segir Þórarinn. Aðspurður segir hann þau ekki hafa fallist í faðma heldur ræddu þau málið saman í síma nú síðdegis. Þórarinn gat ekki svarað fyrir málið í gær, því hann var rúmliggjandi í pest. Hann ítrekar að greinin hafi verið skrifuð af mikilli væntumþykju. „Til þess að vekja athygli á skemmtilegasta útvarpsefni landsins á uppáhaldsstöðinni minni til margra ára,“ segir Þórarinn.Þórarinn útskýrir málið enn frekar í færslu á Facebook-síðu sinni:Lagðist aðeins í pest og missti meira eða minna af umræðum um það sem mér finnst enn stórgóð grein um Símatímann á Ú...Posted by Þórarinn Þórarinsson on 12. janúar 2016Nauðsynlegt gjallarhorn í samfélaginu Vísir greip aðeins ofan í grein Þórarins til að upplýsa lesendur um hvers kyns skrif hér um ræðir og dæmi nú hver fyrir sig: „Þetta fólk hefur rétt á sínum skoðunum og rödd þess á að fá að heyrast og Útvarp Saga tryggir það. Stöðina er ekki hægt að strika út sem gróðrarstíu fordóma og mannhaturs. Í raun sinnir hún mikilvægu samfélagslegu hlutverki með því að leyfa hrædda og reiða fólkinu að tappa af í Símatímanum fyrir hádegi alla virka daga. Þetta fólk myndi ganga endanlega af göflunum ef það hefði ekki þann öryggisventil sem Útvarp Saga er.“ Þá segir jafnframt í grein Þórarins:„Þau líta á Útvarp Sögu sem útvörð málfrelsis og gjallarhorn í samfélagi sem vill undir merkjum manngæsku þagga öll sjónarmið sem eru „góða fólkinu“ ekki þóknanleg. Og víst er að málfrelsið dafnar á Sögu og er vissulega hömlulaust. Þar er allt látið flakka af slíkum tilfinningahita að Símatíminn er án efa skemmtilegasti og besti útvarpsþáttur landsins. Í Símatímum fá valdhafar og fjármálabraskarar á baukinn daglega og þessu liði er óskað út í hafsauga reglulega.“
Tengdar fréttir Arnþrúður segir símatíma Útvarps Sögu höfundarréttarvarinn Krefst þess að ritstjóri Man innkalli öll eintök nýjasta tölublaðsins vegna greinar um símatíma Útvarps Sögu. 11. janúar 2016 16:07 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Arnþrúður segir símatíma Útvarps Sögu höfundarréttarvarinn Krefst þess að ritstjóri Man innkalli öll eintök nýjasta tölublaðsins vegna greinar um símatíma Útvarps Sögu. 11. janúar 2016 16:07