Arnþrúður segir símatíma Útvarps Sögu höfundarréttarvarinn Birgir Olgeirsson skrifar 11. janúar 2016 16:07 Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur krafið Björk Eiðsdóttur, ritstjóra tímaritsins Man, um að innkalla öll eintök Man sem kom út 7. janúar síðastliðinn. Í umræddu tölublaði er að finna grein eftir blaðamanninn Þórarinn Þórarinsson sem nefnist „Góðir hlustendur“ en þar fjallar hann um helstu innhringjendur útvarpsstöðvarinnar, það er þá sem eru hvað duglegastir við að hringja inn í símatíma Útvarps Sögu og segja sína skoðun á málefnum líðandi stundar. Í skeyti sem Arnþrúður sendir Björk er krafist innköllunar vegna ólöglegrar birtingar á efni í Útvarps Sögu, að því er varðar myndir og texta. Er því haldið fram að birting og dreifing á efninu sé skýlaust brot á lögum. Um er að ræða þrjár myndir, annars vegar af Arnþrúði og Pétri Gunnlaugssyni, þáttastjórnanda á Sögu, í sitthvoru lagi og hins vegar mynd af þeim tveimur ásamt Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra sem Björk segir að hafi verið birtar á Facebook-síðu Útvarps Sögu. Varðandi textann þá heldur Arnþrúður því fram að það sé lögbrot að skrifta upp ummæli innhringjenda Sögu og birta á öðrum miðli, en það er það sem Þórarinn gerir meðal annars í þessari grein.Skeytið sem Björk fékk frá Arnþrúði.Ritstjórinn efast um að hann innkalli blaðið „Hún vill að ég innkalli blaðið, sem ég efast um að ég geri,“ segir Björk Eiðsdóttir í samtali við Vísi um málið. „Þetta er um innhringitímann í Útvarpi Sögu þar sem eru teknir fyrir þekktustu innhringjendurnir. Það er greinilegt að Arnþrúður er ekki sátt við þessa grein. Það eru engar meiningar í rauninni á bak við þessa grein. Ég held að það sé frekar þeim til hróss að vera með innhringi tíma þar sem þjóðin fær að tala. Svo talar greinin bara sínu máli hvað fólk er að segja í þessum innhringi tíma,“ segir Björk. Segir blaðamanninn hafa verið á launum hjá Útvarpi Sögu Aðspurð segir Arnþrúður Karlsdóttir ekki gefa Björk einhvern tímaramma á það hvenær hún þarf að hafa orðið við þessari kröfu Arnþrúðar um innköllun blaðsins. „Hún hlýtur að gera sér grein fyrir því sem ritstjóri ef hún stelur efni og birtir það,“ segir Arnþrúður en útvarpsstöðin er með sinn lögmann í málinu. „Henni er gefin kostur á innkalla blaðið því þar er stolið efni og stolnar myndir,“ segir Arnþrúður. Hún bendir á að Þórarinn Þórarinsson hafi verið ráðinn tímabundið til að skrifa efni inn á vef Útvarps Sögu í nóvember og desember síðastliðnum. „Greinin er unnin af manni sem var hér í vinnu á launum á meðan hann skrifaði níðgrein um Sögu,“ segir Arnþrúður um Þórarinn. Ekki náðist í Þórarinn við vinnslu fréttarinnar. „Þórarinn skrifaði þetta og Björk og hefur eflaust látið hann gera þetta. Og við borguðum launin,“ segir Arnþrúður. Bannað að skrifta upp úr símatíma Sögu án leyfis Hún segir bannað að skrifta upp úr símatíma Útvarps Sögu án leyfis. „Þetta efni er höfundarréttarvarið, bæði texti og myndir. Og einhver sem er starfsmaður hjá okkur hefur ekki heimild til að vera hér á fullum launum og stela efni og nota það annars staðar,“ segir Arnþrúður. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur krafið Björk Eiðsdóttur, ritstjóra tímaritsins Man, um að innkalla öll eintök Man sem kom út 7. janúar síðastliðinn. Í umræddu tölublaði er að finna grein eftir blaðamanninn Þórarinn Þórarinsson sem nefnist „Góðir hlustendur“ en þar fjallar hann um helstu innhringjendur útvarpsstöðvarinnar, það er þá sem eru hvað duglegastir við að hringja inn í símatíma Útvarps Sögu og segja sína skoðun á málefnum líðandi stundar. Í skeyti sem Arnþrúður sendir Björk er krafist innköllunar vegna ólöglegrar birtingar á efni í Útvarps Sögu, að því er varðar myndir og texta. Er því haldið fram að birting og dreifing á efninu sé skýlaust brot á lögum. Um er að ræða þrjár myndir, annars vegar af Arnþrúði og Pétri Gunnlaugssyni, þáttastjórnanda á Sögu, í sitthvoru lagi og hins vegar mynd af þeim tveimur ásamt Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra sem Björk segir að hafi verið birtar á Facebook-síðu Útvarps Sögu. Varðandi textann þá heldur Arnþrúður því fram að það sé lögbrot að skrifta upp ummæli innhringjenda Sögu og birta á öðrum miðli, en það er það sem Þórarinn gerir meðal annars í þessari grein.Skeytið sem Björk fékk frá Arnþrúði.Ritstjórinn efast um að hann innkalli blaðið „Hún vill að ég innkalli blaðið, sem ég efast um að ég geri,“ segir Björk Eiðsdóttir í samtali við Vísi um málið. „Þetta er um innhringitímann í Útvarpi Sögu þar sem eru teknir fyrir þekktustu innhringjendurnir. Það er greinilegt að Arnþrúður er ekki sátt við þessa grein. Það eru engar meiningar í rauninni á bak við þessa grein. Ég held að það sé frekar þeim til hróss að vera með innhringi tíma þar sem þjóðin fær að tala. Svo talar greinin bara sínu máli hvað fólk er að segja í þessum innhringi tíma,“ segir Björk. Segir blaðamanninn hafa verið á launum hjá Útvarpi Sögu Aðspurð segir Arnþrúður Karlsdóttir ekki gefa Björk einhvern tímaramma á það hvenær hún þarf að hafa orðið við þessari kröfu Arnþrúðar um innköllun blaðsins. „Hún hlýtur að gera sér grein fyrir því sem ritstjóri ef hún stelur efni og birtir það,“ segir Arnþrúður en útvarpsstöðin er með sinn lögmann í málinu. „Henni er gefin kostur á innkalla blaðið því þar er stolið efni og stolnar myndir,“ segir Arnþrúður. Hún bendir á að Þórarinn Þórarinsson hafi verið ráðinn tímabundið til að skrifa efni inn á vef Útvarps Sögu í nóvember og desember síðastliðnum. „Greinin er unnin af manni sem var hér í vinnu á launum á meðan hann skrifaði níðgrein um Sögu,“ segir Arnþrúður um Þórarinn. Ekki náðist í Þórarinn við vinnslu fréttarinnar. „Þórarinn skrifaði þetta og Björk og hefur eflaust látið hann gera þetta. Og við borguðum launin,“ segir Arnþrúður. Bannað að skrifta upp úr símatíma Sögu án leyfis Hún segir bannað að skrifta upp úr símatíma Útvarps Sögu án leyfis. „Þetta efni er höfundarréttarvarið, bæði texti og myndir. Og einhver sem er starfsmaður hjá okkur hefur ekki heimild til að vera hér á fullum launum og stela efni og nota það annars staðar,“ segir Arnþrúður.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira