Arnþrúður segir símatíma Útvarps Sögu höfundarréttarvarinn Birgir Olgeirsson skrifar 11. janúar 2016 16:07 Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur krafið Björk Eiðsdóttur, ritstjóra tímaritsins Man, um að innkalla öll eintök Man sem kom út 7. janúar síðastliðinn. Í umræddu tölublaði er að finna grein eftir blaðamanninn Þórarinn Þórarinsson sem nefnist „Góðir hlustendur“ en þar fjallar hann um helstu innhringjendur útvarpsstöðvarinnar, það er þá sem eru hvað duglegastir við að hringja inn í símatíma Útvarps Sögu og segja sína skoðun á málefnum líðandi stundar. Í skeyti sem Arnþrúður sendir Björk er krafist innköllunar vegna ólöglegrar birtingar á efni í Útvarps Sögu, að því er varðar myndir og texta. Er því haldið fram að birting og dreifing á efninu sé skýlaust brot á lögum. Um er að ræða þrjár myndir, annars vegar af Arnþrúði og Pétri Gunnlaugssyni, þáttastjórnanda á Sögu, í sitthvoru lagi og hins vegar mynd af þeim tveimur ásamt Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra sem Björk segir að hafi verið birtar á Facebook-síðu Útvarps Sögu. Varðandi textann þá heldur Arnþrúður því fram að það sé lögbrot að skrifta upp ummæli innhringjenda Sögu og birta á öðrum miðli, en það er það sem Þórarinn gerir meðal annars í þessari grein.Skeytið sem Björk fékk frá Arnþrúði.Ritstjórinn efast um að hann innkalli blaðið „Hún vill að ég innkalli blaðið, sem ég efast um að ég geri,“ segir Björk Eiðsdóttir í samtali við Vísi um málið. „Þetta er um innhringitímann í Útvarpi Sögu þar sem eru teknir fyrir þekktustu innhringjendurnir. Það er greinilegt að Arnþrúður er ekki sátt við þessa grein. Það eru engar meiningar í rauninni á bak við þessa grein. Ég held að það sé frekar þeim til hróss að vera með innhringi tíma þar sem þjóðin fær að tala. Svo talar greinin bara sínu máli hvað fólk er að segja í þessum innhringi tíma,“ segir Björk. Segir blaðamanninn hafa verið á launum hjá Útvarpi Sögu Aðspurð segir Arnþrúður Karlsdóttir ekki gefa Björk einhvern tímaramma á það hvenær hún þarf að hafa orðið við þessari kröfu Arnþrúðar um innköllun blaðsins. „Hún hlýtur að gera sér grein fyrir því sem ritstjóri ef hún stelur efni og birtir það,“ segir Arnþrúður en útvarpsstöðin er með sinn lögmann í málinu. „Henni er gefin kostur á innkalla blaðið því þar er stolið efni og stolnar myndir,“ segir Arnþrúður. Hún bendir á að Þórarinn Þórarinsson hafi verið ráðinn tímabundið til að skrifa efni inn á vef Útvarps Sögu í nóvember og desember síðastliðnum. „Greinin er unnin af manni sem var hér í vinnu á launum á meðan hann skrifaði níðgrein um Sögu,“ segir Arnþrúður um Þórarinn. Ekki náðist í Þórarinn við vinnslu fréttarinnar. „Þórarinn skrifaði þetta og Björk og hefur eflaust látið hann gera þetta. Og við borguðum launin,“ segir Arnþrúður. Bannað að skrifta upp úr símatíma Sögu án leyfis Hún segir bannað að skrifta upp úr símatíma Útvarps Sögu án leyfis. „Þetta efni er höfundarréttarvarið, bæði texti og myndir. Og einhver sem er starfsmaður hjá okkur hefur ekki heimild til að vera hér á fullum launum og stela efni og nota það annars staðar,“ segir Arnþrúður. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur krafið Björk Eiðsdóttur, ritstjóra tímaritsins Man, um að innkalla öll eintök Man sem kom út 7. janúar síðastliðinn. Í umræddu tölublaði er að finna grein eftir blaðamanninn Þórarinn Þórarinsson sem nefnist „Góðir hlustendur“ en þar fjallar hann um helstu innhringjendur útvarpsstöðvarinnar, það er þá sem eru hvað duglegastir við að hringja inn í símatíma Útvarps Sögu og segja sína skoðun á málefnum líðandi stundar. Í skeyti sem Arnþrúður sendir Björk er krafist innköllunar vegna ólöglegrar birtingar á efni í Útvarps Sögu, að því er varðar myndir og texta. Er því haldið fram að birting og dreifing á efninu sé skýlaust brot á lögum. Um er að ræða þrjár myndir, annars vegar af Arnþrúði og Pétri Gunnlaugssyni, þáttastjórnanda á Sögu, í sitthvoru lagi og hins vegar mynd af þeim tveimur ásamt Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra sem Björk segir að hafi verið birtar á Facebook-síðu Útvarps Sögu. Varðandi textann þá heldur Arnþrúður því fram að það sé lögbrot að skrifta upp ummæli innhringjenda Sögu og birta á öðrum miðli, en það er það sem Þórarinn gerir meðal annars í þessari grein.Skeytið sem Björk fékk frá Arnþrúði.Ritstjórinn efast um að hann innkalli blaðið „Hún vill að ég innkalli blaðið, sem ég efast um að ég geri,“ segir Björk Eiðsdóttir í samtali við Vísi um málið. „Þetta er um innhringitímann í Útvarpi Sögu þar sem eru teknir fyrir þekktustu innhringjendurnir. Það er greinilegt að Arnþrúður er ekki sátt við þessa grein. Það eru engar meiningar í rauninni á bak við þessa grein. Ég held að það sé frekar þeim til hróss að vera með innhringi tíma þar sem þjóðin fær að tala. Svo talar greinin bara sínu máli hvað fólk er að segja í þessum innhringi tíma,“ segir Björk. Segir blaðamanninn hafa verið á launum hjá Útvarpi Sögu Aðspurð segir Arnþrúður Karlsdóttir ekki gefa Björk einhvern tímaramma á það hvenær hún þarf að hafa orðið við þessari kröfu Arnþrúðar um innköllun blaðsins. „Hún hlýtur að gera sér grein fyrir því sem ritstjóri ef hún stelur efni og birtir það,“ segir Arnþrúður en útvarpsstöðin er með sinn lögmann í málinu. „Henni er gefin kostur á innkalla blaðið því þar er stolið efni og stolnar myndir,“ segir Arnþrúður. Hún bendir á að Þórarinn Þórarinsson hafi verið ráðinn tímabundið til að skrifa efni inn á vef Útvarps Sögu í nóvember og desember síðastliðnum. „Greinin er unnin af manni sem var hér í vinnu á launum á meðan hann skrifaði níðgrein um Sögu,“ segir Arnþrúður um Þórarinn. Ekki náðist í Þórarinn við vinnslu fréttarinnar. „Þórarinn skrifaði þetta og Björk og hefur eflaust látið hann gera þetta. Og við borguðum launin,“ segir Arnþrúður. Bannað að skrifta upp úr símatíma Sögu án leyfis Hún segir bannað að skrifta upp úr símatíma Útvarps Sögu án leyfis. „Þetta efni er höfundarréttarvarið, bæði texti og myndir. Og einhver sem er starfsmaður hjá okkur hefur ekki heimild til að vera hér á fullum launum og stela efni og nota það annars staðar,“ segir Arnþrúður.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira