Tekst Cruz að endurheimta beltið sitt í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 17. janúar 2016 20:30 Cruz og Dillashaw í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Aldrei hefur ríkt jafn mikil eftirvænting fyrir bardaga í bantamvigtinni líkt og fyrir bardaga Dominick Cruz og T.J. Dillashaw í kvöld. Dillashaw er með beltið sem Cruz tapaði aldrei en sá síðarnefndi er staðráðinn í að ná beltinu sínu aftur. Dominick Cruz var bantamvigtarmeistari UFC þangað til hann var sviptur beltinu í janúar 2014 vegna þrálátra meiðsla. Á meðan Cruz var meiddur var Renan Barao meistari þangað til T.J. Dillashaw gjörsigraði Barao og varð nýji bantamvigtarmeistarinn. Síðan þá hefur Dillashaw litið afar sannfærandi út í búrinu en að margra mati er hann ekki alvöru meistarinn fyrr en hann sigrar manninn sem tapaði aldrei beltinu - Dominick Cruz. Það er ekki að ástæðulausu sem bardagans er beðið með slíkri eftirvæntingu. Báðir eru þeir frábærir bardagamenn með skemmtilega stíla. Það eru þó skiptar skoðanir hvernig bardaginn mun fara í kvöld enda margar breytur sem hafa þarf í huga.Meiðsli Cruz: Dominick Cruz hefur aðeins barist einu sinni á síðustu fjórum árum. Hann hefur þrívegis slitið krossband (tvisvar á vinstra hné og einu sinni á hægra hné) og er spurning hvernig hann kemur til baka eftir þriðja krossbandsslitið. Verður hann jafn hreyfanlegur og snöggur og áður?Nýtt lið Dillashaw: T.J. Dillashaw varð meistari sem liðsmaður Team Alpha Male. Síðasta haust ákvað hann hins vegar að segja skilið við liðið og hélt til Team Elevation í Colorado. Dillashaw er enn með sama yfirþjálfara, Duane Ludwig, en mun þessi breyting hafa einhver áhrif á Dillashaw?Er Cruz ryðgaður? Dominick Cruz hefur ekkert barist síðan í september 2014 er hann rotaði Takeya Mizugaki á aðeins 61 sekúndu. Mun Cruz vera ryðgaður í kvöld eftir svo langa fjarveru?Hefur sálfræðihernaður Cruz haft áhrif? Dominick Cruz hefur látið Dillashaw líta illa út í viðtölum með hnyttnum ummælum í garð Dillashaw. Á sama tíma hefur Dillashaw átt fá svör og litið kjánalega út. Dillashaw er augljóslega pirraður á ummælum Cruz en mun það hafa áhrif í kvöld?Er Cruz með ný vopn í vopnabúrinu? Vegna meiðsla Cruz höfum við aðeins séð hann berjast í eina mínútu á síðustu fjórum árum. Þrátt fyrir meiðslin gæti Cruz hafa þróað ný vopn sem hann mun sýna í kvöld.Hreyfanleiki gegn hreyfanleika: Bæði Cruz og Dillashaw eru gríðarlega hreyfanlegir og fá afar fá högg í sig. Það má líkja þeim við töframenn sem blekkja og plata mótherjana sína með hreyfanleika sínum en hvernig mun það virka gegn öðrum töframanni sem er að gera hið sama? Þetta er bara brot af þeim fjölmörgu breytum sem geta spilað inn í bardaga kvöldsins. Það er því ekki að ástæðulausu sem eftirvæntingin fyrir bardaganum er jafn mikil og raun ber vitni. Það verða fjórir bardagar á dagskrá í kvöld á Stöð 2 Sport. Auk Cruz-Dillashaw má sjá fyrrum léttvigtarmeistarann Anthony Pettis mæta Eddie Alvarez. Þá mun kærasti Rondu Rousey, Travis Browne, mæta Matt Mitrione í skemmtilegum þungavigtarslag. Bein útsending frá bardagakvöldinu hefst kl 3 í nótt á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Sjá meira
Aldrei hefur ríkt jafn mikil eftirvænting fyrir bardaga í bantamvigtinni líkt og fyrir bardaga Dominick Cruz og T.J. Dillashaw í kvöld. Dillashaw er með beltið sem Cruz tapaði aldrei en sá síðarnefndi er staðráðinn í að ná beltinu sínu aftur. Dominick Cruz var bantamvigtarmeistari UFC þangað til hann var sviptur beltinu í janúar 2014 vegna þrálátra meiðsla. Á meðan Cruz var meiddur var Renan Barao meistari þangað til T.J. Dillashaw gjörsigraði Barao og varð nýji bantamvigtarmeistarinn. Síðan þá hefur Dillashaw litið afar sannfærandi út í búrinu en að margra mati er hann ekki alvöru meistarinn fyrr en hann sigrar manninn sem tapaði aldrei beltinu - Dominick Cruz. Það er ekki að ástæðulausu sem bardagans er beðið með slíkri eftirvæntingu. Báðir eru þeir frábærir bardagamenn með skemmtilega stíla. Það eru þó skiptar skoðanir hvernig bardaginn mun fara í kvöld enda margar breytur sem hafa þarf í huga.Meiðsli Cruz: Dominick Cruz hefur aðeins barist einu sinni á síðustu fjórum árum. Hann hefur þrívegis slitið krossband (tvisvar á vinstra hné og einu sinni á hægra hné) og er spurning hvernig hann kemur til baka eftir þriðja krossbandsslitið. Verður hann jafn hreyfanlegur og snöggur og áður?Nýtt lið Dillashaw: T.J. Dillashaw varð meistari sem liðsmaður Team Alpha Male. Síðasta haust ákvað hann hins vegar að segja skilið við liðið og hélt til Team Elevation í Colorado. Dillashaw er enn með sama yfirþjálfara, Duane Ludwig, en mun þessi breyting hafa einhver áhrif á Dillashaw?Er Cruz ryðgaður? Dominick Cruz hefur ekkert barist síðan í september 2014 er hann rotaði Takeya Mizugaki á aðeins 61 sekúndu. Mun Cruz vera ryðgaður í kvöld eftir svo langa fjarveru?Hefur sálfræðihernaður Cruz haft áhrif? Dominick Cruz hefur látið Dillashaw líta illa út í viðtölum með hnyttnum ummælum í garð Dillashaw. Á sama tíma hefur Dillashaw átt fá svör og litið kjánalega út. Dillashaw er augljóslega pirraður á ummælum Cruz en mun það hafa áhrif í kvöld?Er Cruz með ný vopn í vopnabúrinu? Vegna meiðsla Cruz höfum við aðeins séð hann berjast í eina mínútu á síðustu fjórum árum. Þrátt fyrir meiðslin gæti Cruz hafa þróað ný vopn sem hann mun sýna í kvöld.Hreyfanleiki gegn hreyfanleika: Bæði Cruz og Dillashaw eru gríðarlega hreyfanlegir og fá afar fá högg í sig. Það má líkja þeim við töframenn sem blekkja og plata mótherjana sína með hreyfanleika sínum en hvernig mun það virka gegn öðrum töframanni sem er að gera hið sama? Þetta er bara brot af þeim fjölmörgu breytum sem geta spilað inn í bardaga kvöldsins. Það er því ekki að ástæðulausu sem eftirvæntingin fyrir bardaganum er jafn mikil og raun ber vitni. Það verða fjórir bardagar á dagskrá í kvöld á Stöð 2 Sport. Auk Cruz-Dillashaw má sjá fyrrum léttvigtarmeistarann Anthony Pettis mæta Eddie Alvarez. Þá mun kærasti Rondu Rousey, Travis Browne, mæta Matt Mitrione í skemmtilegum þungavigtarslag. Bein útsending frá bardagakvöldinu hefst kl 3 í nótt á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Sjá meira