Enski boltinn

Lukaku er besti framherji ensku deildarinnar að mati Guardian

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romelu Lukaku er efstur á palli hjá Guardian.
Romelu Lukaku er efstur á palli hjá Guardian. Vísir/Getty
Romelu Lukaku hefur verið frábær hjá Everton upp á síðkastið og hefur nú náð Jamie Vardy á listanum yfir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar. Lukaku er líka efstur á blaði hjá Guardian yfir besti framherja ensku deildarinnar til þessa á tímabilinu.

Guardian nýtti sér tölfræði Opta til að reikna út og rökstyðja valið sitt. Romelu Lukaku og Jamie Vardy hafa báðir skorað fimmtán mörk í fyrstu nítján umferðum tímabilsins en Watford-maðurinn Odion Ighalo kemur aðeins einu marki á eftir.

Everton keypti Romelu Lukaku á 28 milljónir punda frá Chelsea og sú fjárfesting er heldur betur að borga sig. Lukaku er með 15 mörk og 4 stoðsendingar en hann hefur alls búið til 27 færi fyrir liðsfélaga sína.

Jamie Vardy tókst að skora í ellefu deildarleikjum í röð og setja með því nýtt met. Hann hefur aðeins kólnað niður að undanförnu og það bíða margir spenntir að sjá hvort Leicester City og Vardy haldi þetta út á nýju ári.

Odion Ighalo var ekki öruggur með sæti í byrjunarliði Watford undir lok síðasta tímabils þegar liðið var í b-deildinni en hann hefur byrjað frábærlega á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Samvinna hans og Troy Deeney á mestan þátt í því að Watford er í baráttunni um Evrópusætin.

Tottenham-maðurinn Harry Kane er sá eini af þeim sem urðu í fimm efstu sætum markalistans í fyrra sem er meðal fimm efstu í þessari úttekt Guardian. Diego Costa var meðal efstu mann í fyrra en kemst ekki inn á topplistann nú.

Það gerir hinsvegar Christian Benteke sem kom sterkur inn í lok árs og skoraði meðal annars tvö sigurmörk fyrir Liverpool-liðið.

Sergio Agüero, markakóngur síðustu leiktíðar er nú í 9. sæti og lítt þekktir leikmenn eins og þeir Troy Deeney hjá Watford og Callum Wilson hjá Bournemouth eru fyrir ofan hann. Troy Deeney er í sjötta sætinu sem þýðir að Guardian metur það svo að nýliðar Watford eigi tvo af sex bestu framherjum ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Tíu bestu framherjar ensku úrvalsdeildarinnar í fyrri hlutanum 2015-16:

1) Romelu Lukaku (Everton)

Mörk: 15

Mínútur milli marka: 111.6

Stoðsendingar: 4

Skotnýting: 29.4%

2) Jamie Vardy (Leicester)

Mörk: 15

Mínútur milli marka: 110.9

Stoðsendingar: 3

Skotnýting: 28.8%

3) Odion Ighalo (Watford)

Mörk: 14

Mínútur milli marka: 113.6

Stoðsendingar: 2

Skotnýting: 25.9%

4) Harry Kane (Tottenham)

Mörk: 11

Mínútur milli marka: 151.6

Stoðsendingar: 1

Skotnýting: 22%

5) Olivier Giroud (Arsenal)

Mörk: 10

Mínútur milli marka: 122.8

Stoðsendingar: 1

Skotnýting: 23.3%

6) Troy Deeney (Watford)

Mörk: 6

Stoðsendingar: 5

Mínútur milli marka: 283.6

Skotnýting: 21.4%

7) Marko Arnautovic (Stoke)

Mörk: 7

Stoðsendingar: 3

Mínútur milli marka: 209.4

Skotnýting: 23.3%

8) Callum Wilson (Bournemouth)

Mörk: 5

Stoðsendingar: 0

Mínútur milli marka: 108.6

Skotnýting: 62.5%

9) Sergio Agüero (Manchester City)

Mörk: 7

Stoðsendingar: 1

Mínútur milli marka: 115

Skotnýting: 21.9%

10) Christian Benteke (Liverpool)

Mörk: 6

Stoðsendingar: 1

Mínútur milli marka: 175

Skotnýting: 16.2%
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.