Manchester United tryggði sér sæti í fjórðu umferð ensku bikarsins með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma gegn Sheffield United á Old Trafford, en lokatölur 1-0.
Spilamennska Manchester United var langt frá því að vera ásættanleg og þeir sköpuðu sér varla færi. Þeir stilltu upp mjög sterku liði, en C-deildarliðið hélt þeim í skefjum.
Það voru komnar 92 mínútur á klukkuna þegar Dean Hammond braut á Memphis Depay. Klárt brot og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Wayne Rooney steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi.
Lokatölur 1-0, en spilamennskan var varla boðleg. United ekki skorað mark í fyrri hálfleik í síðustu tíu heimaleikjum.
Vítaspyrna í uppbótartíma tryggði United sigur á C-deildarliði

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti




Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti

Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla
Íslenski boltinn


